Mak­ríll fyr­ir 22 millj­arða

Verðmæti útfluttra makríl afurða voru 22 milljarðar árið 2014. Síðastliðin 5 ár hefur verðmætið verið um 20- 25 milljarðar á ári. Makríll fyrir 22 milljarða

Tekjur af makrílveiðum og atvinnan sem þær veiðar sköpuðu á árunum eftir hrun skiptu höfuðmáli í endurreisn efnahags og atvinnulífs Íslendinga á þessum árum og gerir enn.

Evrópusambandið vill deila og drottna í makrílnum

Mikilvægt er að halda þessum staðreyndum vel á lofti í umræðunni um samskipti við Evrópusambandið.

Þar á bæ var því algjörlega hafnað fyrst í stað að hér væri nokkur makríll. Og auk þess að sá makríll sem veiddist væri í raun eign ESB landa og Noregs.

Ákvörðun mín sem ráðherra að hlutur Íslendinga í heildarveiði makríls ætti að vera um 16-17 % skipti sköpum fyrir efnahag og atvinnu Íslendinga á þessum árum. Jafnframt var kveðið á um fullvinnslu á makríl til manneldis. 

Vissulega hafði þetta í för með sér að Evrópusambandið neitaði að opna á samninga um sjávarútvegskaflann í aðildarferlinu, nema við gæfum fyrst eftir makrílinn.

Enda ef við gengjum í Evrsópusambandið mundi það fara með samninga og stjórnun veiða úr deilistofnum fyrir aðildarlöndin.

Á þessu m.a. strönduð aðildarviðræðurnar við ESB, því að ég sem ráðherra neitaði að gefa þann rétt Íslendinga eftir. Vissulega sýndi ESB sitt rétta eðli og hótaði viðskiptastríði og ESB- sinnar hér á landi skulfu í hnjánum.

Förum sjálfir með samningsréttinn í deilistofnum

Ég sem ráðherra þessa málaflokks var ábyrgur fyrir samningum um sjávarútveg við ESB. Mér hinsvegar var fullkomlega gert ljóst að aðildarsamningar gætu ekki haldið áfram nema Íslendingar gæfu fyrst eftir samningsrétt og stjórnun veiða úr deilistofnum eins og makríl til framkvæmdastjórnar ESB.

Þessi krafa ESB er og verður ófrávíkjanleg. Alþingi hefur ekki gefið heimild til að láta forræðið af hendi og mun vonandi aldrei gera. 

Þess vegna er það  með ólíkindum að heyra ýmsa  forystumenn í atvinnulífi Íslendinga ganga um í einskonar blindum ástarbríma til Evrópusambandsins og vera reiðubúnir að gefa þennan frumburðarrétt þjóðar frá sér.

Sjávarútvegsráðherra standi í lappirnar

Sjávarútvegsráðherra þarf að standa vel í lappirnar og verja rétt Íslendinga til veiða á makríl. Heildarveiði þjóðanna á makríl á síðstliðnu ári nam um 1.4 milljónum tonna. Eðlilegur hlutur okkar í veiði á næsta ári ætti því að vera um 16,5 % af því eða 200 þús. til 220 þús tonn.

Vonandi hefur sjávarútvegsráðherra kjark til þess. 

Makríllinn hefur reynst búbót. stækka Mak­ríll­inn hef­ur reynst bú­bót.

Hotel California

Grikkland átti aldrei að skrá sig inn á Evruhótelið, en úr því við lentum þar inni er það eins og að kasta sér fyrir björg  að komast þaðan út.

Síðasta ljóðlínan í "Hótel California" lýsir stöðunni:

 
"You can checkout any time you like,
But you can never leave!"
 (Þú getur skráð þig út af hótelinu hvænær sem er, en ert í raun múraður fastur inni):

Segir hinn nýji gríski fjármálaráðherra og hagfræðiprófessorinn Yanis Varoufakis í viðtali við fréttastofu Bloombergs. Fjármálaráðherrann líkir þeirri miklu klemmu sem Grikkland er komið í með inngöngu í ESB og upptöku evru við hið fræga harmfulla sögukvæði   The Eagles  "Hotel California".

(http://borsen.dk/nyheder/politik/artikel/1/298334/graesk_finansminister_eu_er_som_hotel_california.html#ixzz3Q4EZ9aE8)

 Ráðherrann segir að þær aðgerðir sem hafi átt að bjarga Grikklandi hafi ekki verið neinar björgunaraðgerðir heldur nýr vítahringur og gríðarlegar skuldagildrur fyrir grísku þjóðina.

Þessar  svokallaðar björgunaraðgerðir hafa eyðilagt efnhagslíf  og innviði grísks samfélags. En kröfurnar sem ESB og AGS dengdu yfir Gríkkland miðuðu fyrst og fremst að því að hámarka  fjárhagslegan ávinning  þýskra og annarra erlendra kröfuhafa en á kostnað grísks almennings og samfélags.

 

Hotel California:

Last thing I remember, I was
Running for the door
I had to find the passage back
To the place I was before
'relax,' said the night man,
We are programmed to receive.
You can checkout any time you like,
But you can never leave!

 Lýsandi og bitur reynsla Grikkja af veru sinni í Evrópusambandinu.  Vonandi komast þeir út.

 


Sigur Syriza ógnar Stórríki Evrópusambandsins

Forystumenn Evrópusambandsins höfðu í beinum  hótunum  við Grikki til að hafa áhrif á úrslit kosninganna.

ESB hafði reyndar áður komið sínum mönnum til valda í Grikklandi  og samið  við þá um afarkostina sem Grikkir urðu að gangast undir eftir bankahrunið í Evrópu.

 ESB og AGS voru ekki að verja grísku þjóðina, eða grískan almenning, heldur voru það  hagsmunir fjármálaveldis sem á höfðustöðvar sínar í Þýskalandi og öðrum löndum Mið-Evrópu.

Nauðasamningarnir sem þröngvað var upp á Grikki gátu hinsvegar aldrei gengið upp. En eins og allir vita líta lánardrottnar ekki á sig sem góðgerðarstofnanir.

Verður Spánn næstur ?

Munu Grikkir og Syriza standast áhlaup, hótanir og viðskiptastríð sem hið Evrópska kapítalíska fjármagn lætur dynja yfir þá?  

Verða forystumenn hins nýja Grikklands beygðir?  

Ekki er langt síðan Grikkland laut einræðisstjórn og lýðræðinu kippt úr sambandi.

Munu forustumenn ESB grípa til þeirra hótanna?

Hvað gerist á Spáni? Munu þeir fylgja í kjölfar Grikkja og síðan Portúgal?

Fyrir Ísland eru þetta spenandi tímar.

Það er reyndar með ólíkindum að hér á Íslandi skuli vera til þeir menn sem vilja leggja æru sína undir í baráttu fyrir því að Ísland gerist aðili að þessum darraðardansi og gangi í Stórríki Evrópusambandsins.

Þessi átök undirstrika enn frekar mikilvægi þess að ríkisstjórn og Alþingi Íslendiga afturkalli hina glötuðu umsókn um inngöngu í Evrópusambandið tafarlaust.

 


Fyrir hverja talar Þorsteinn Víglundsson

 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tjáir sig á visir.is í dag fyrir hönd samtakanna um ESB aðild. Hann telur að ljúka eigi samningum sem reyndar þegar voru komnir í strand m.a. vegna kröfu ESB um yfirráð yfir sjávarauðlind Íslendinga og fullt forræði í samningum við önnur ríki um deilistofna.

Nú er það eitt að vilja persónulega ganga í ESB, en menn eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins  verða samt að kynna sér staðreyndir mála og umboðið sem þeir hafa til slíkra yfirlýsinga.

ESB býður engar varanlegar undanþágur

Það er grundvallaratriði að gera sér grein fyrir  hvers eðlis Evrópusambandið er og þau skilyrði sem það setur umsóknarríkinu. Samningum við ESB lýkur ekki fyrr en umsóknarríki hefur innleitt allt laga og regluverk sambandsins eða tímasett hvenær það verði gert:

Úr stækkunarhandbók ESB:

([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

 Er ekki LÍÚ í Samtökum atvinnulífsins?

Víst er um,að það vafðist ekki fyrir stjórn og framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna hver krafa ESB væri og hver væri afstaða þeirra samtaka gangnvart þingsályktunartillögunni um afturköllun umsóknarinnar á sl. vetri: 

"Utanríkismálanefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn Landssambands íslenskra útvegsmanna um tillögu til þingsályktunar um að umsókn íslands um aðild að Evrópusambandinu verði afturkölluð, 471. mál.

Samtökin hafa lagst eindregið gegn aðild að Evrópusambandinu, sbr. umsögn okkar frá 6. júlí 2009. Sú afstaða hefur mótast af því að það er grundvallaratriði og ófrávíkjanlegt skilyrði að íslendingar fari sjálfir með forræði yfír fiskimiðunum og hafínu, að við höfum samningsforræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tölum eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana sem og að fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum verði áfram takmarkaðar, enda um að ræða einn af grundvallaratvinnuvegum þjóðarínnar.

Við teljum að það sem fram hefur komið síðan að umsóknarferlið hófst, staðfesti það að ekki verði samið um þessi atríði við Evrópusambandið þannig að hagsmunir Íslands verði tryggðir.

Það er því mat samtakanna að afturkalla eigi umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Fríðrík Friðriksson, hdl"

 Krafa ESB í sjávarútvegsmálum var skýr

Það er mikilvægt að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins kynni sér vel stöðu samningamálanna og hversvegna ESB neitaði að opna á viðræður um sjávarútvegsmál. En krafa ESB var þar skýr.

Ef Samtök atvinnulífsins vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald samninga væri réttast að spyrja beint : Viltu framselja til ESB  forræði fiskimiðanna við Ísland og rétt þjóðarinnar til samninga við önnur ríki um deilistofna?

Það verður að orða hlutina tæpitungulaust

Menn skulu líka átta sig þegar talað er um mynt og öflun gjaldeyris að það er sjávarútvegurinn ekki hvað síst sem hefur lagt þjóðinni til erlendan gjaldeyri. Fyrir það börðumst við fyrir í útfærslu landhelginnar, sem hluta af okkar sjálfstæði og fullveldi og erum stolt af.

Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum

 Hvað ætli að ýmsum einstaklingum í Samtökum atvinnulífsins finnist um frjálslegar yfirlýsingar framkvæmdastjórans.

Viðræðunum er í raun lokið. Samninganefnd Íslands hafði hvorki heimild til né gat samþykkt einhliða kröfur ESB. Eftir er aðeins að afturkalla umsóknina

 1)Úr stækkunarhandbók ESB 

„Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 90 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 


Árni Páll og Evrópusambandið

Í áramótaávarpi sínu minntist Árni Páll Árnason hvergi á umsókn og aðild að Evrópusambandinu, sem hefur þó verið eina mál Samfylkingarinnar í meira en áratug eða allt frá stofnun flokksins.

 Vitnaði hann þess í stað  til 17. júníræðu Haraldar Guðmundssonar frá 1944, gamallar Alþýðuflokkshetju.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu var þó úrslitaskilyrði Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfi hennar og Sjálfstæðisflokksins og á því sprakk "hrunstjórn" þessara flokka í janúarlok 2009.

Umsókn og aðild að Evrópusambandinu var nánast eina skilyrðið sem Samfylkingin setti fram í ríkisstjórnarmyndun með Vinstri grænum vorið 2009.

Illu heilli laut forysta VG í gras fyrir þessum kröfum Samfylkingar og lamaði þar með allt ríkisstjórnarstarfið og flokkinn til langs tíma.

Fellur Árni Páll í gröf Jóhönnu ?

Það er lífsspursmál fyrir Árni Pál að losna við einsmálsstimpilinn af Samfylkingunni. Ef flokkurinn vill láta taka sig alvarlega í öðrum málum eins og velferðarmálum og verða stjórntækur verður hann að segja skilið við inngöngubeiðnina í ESB.

Innganga Íslands í ESB átti öllu að bjarga í Jóhönnustjórninni. Afturköllun Evrópusambandsumsóknarinnar er því kannski eitt brýnasta mál Samfylkingarinnar þannig að hún losni úr ESB-fjötrunum.

 Árni Páll verður líka að skilja sig frá formannstöktum Jóhönnu Sigurðardóttur, sem valdi alltaf ófrið væri hann í boði. Mátti Árni Páll sjálfur súpa seyðið af þeim stjórnarháttum formannanna í Jóhönnustjórninni er honum var gert að taka pokann sinn sem ráðherra.

Þótt Árni Páll verði í orði að halda fram mikilvægi Evrópusambandsaðildar fyrir Samfylkinguna er nú greinilega slegið á aðrar nótur í áramótaávarpi hans.

Þar dregur hann fram Lýðveldisstofnunina 1944 og mikilvægi sjálfstæðis Íslands og „við getum þannig verið þjóð meðal þjóða“ en ekki hluti af stórríki Evrópusambandsins.

Vantaði bara að hann minntist á sigurinn í landshelgisdeilunni og fullt forræði Íslendinga yfir fiskimiðunum. En aðildarviðræðurnar steyttu einmitt á kröfu ESB um yfirráð á fiskimiðum Íslendinga.

Hjartfólgna heimili þjóðarinnar

Hér kemur athyglisverður kafli úr ávarpi Árna Páls formanns Samfylkingarinnar,

Hjartfólgið heimili:

„Lýðveldisbygging fyrir alla

Á árinu voru 70 ár frá stofnun lýðveldisins. Það hefur alltaf þótt undrum sæta að jafn fámenn þjóð skyldi ná að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki.

Kannski má segja að sjálfstæði Íslands hafi þá, rétt eins og nú, verið sigur draumsins yfir veruleikanum.

Forsenda þess hlýtur að vera sú að við náum samstilltu átaki – samtaki – og getum þannig verið þjóð meðal þjóða. Haraldur Guðmundsson, forystumaður Alþýðuflokksins, rakti sýn jafnaðarmanna á lýðveldisstofnuna í ræðu 18. júní 1944 og lagði þá út af hinni sígildu hugmynd jafnaðarmanna um þjóðarheimilið. Hann sagði:

„Nú er það okkar að sýna, að við kunnum að halda svo á málum okkar, að þjóðin verði raunverulega frjáls, að við látum okkur ekki nægja að reisa lýðveldisbygginguna, heldur viljum og getum komið öllu svo vel fyrir innan stokks, að hún verði öllum Íslendingum hjartfólgið heimili“.

 

Framtíð Árna Páls Árnasonar

Kannski tekst Árna Páli að losa Samfylkinguna við einsmálsstimpilinn, ESB-fjötrana með því að sýna því vinsemd að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði afturkölluð refjalaust. 

Þar í liggur framtíð Árna Páls sem leiðtoga Samfylkingarinnar.


Súðavíkurhlíð er áfram lokuð !

Nú þegar minnst er þess að tuttugu ár eru liðin frá hinum hörmulegu snjóflóðum í Súðavík er enn verið að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.

 Snjóflóðahættur í Súðavíkurhlíð

Það er hreinlega til skammar að ekki skuli enn verið búið að leysa samgöngumál  milli Súðavíkur og Ísafjarðar  með jarðgöngum. Bolvíkingar máttu berjast með öllum tiltækum ráðum fyrir jarðgöngum sínum  eftir mörg hörmuleg slys og  tíðar lokanir vegna snjóflóða- og skriðuhættu. Þá  var þess vænst að göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar yrðu næst á dagskrá.

Skrifa undir áskorun um göng til Súðavíkur

Stjórnvöldum til sorglegrar skammar

Því miður varð svo ekki og Alþingi og ríkisstjórn hver á fætur annarri sveik þessar byggðir um eðlilegan  forgang í samgöngumálum, grundvallaröryggi íbúa við Ísafjarðardjúp.

Súðavík­ur­hlíð áfram lokuð

Ég man hve mjög mér sárnaði sitjandi í ríkisstjórn þegar Vaðlaheiðargöngum var troðið í gegn bakdyramegin við vegaáætlun  fram fyrir brýn samgöngumál á Vestfjörðum eins og jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Þótt ég skilji vel ánægju þeirra byggðarlaga sem munu njóta Vaðlaheiðarganga fannst mér þetta algjörlega röng  forgangsröðun.

Um jarðgöng og öryggi í samgöngum Vestfirðinga

Og enn mega Súðvíkingar og Ísfirðingar bíða eftir öruggum samgöngum milli þessara nágranna byggða, einu landleiðina  til og frá öðrum landshlutum  8 mánuði á ári a.m.k.

Nú þegar við vottum samúð aðstandendum þeirra sem misstu börn sín, foreldra, nána ættingja og vini, er það heitasta ósk og hreint réttlætismál að jarðgöng verði lögð svo ekki þurfi stöðugt og fyrirvaralítið að loka lífæðinni innan byggðarinnar vegna snjóflóðahættu.

Mörg orð hafa verið sögð en nú þurfa verkin að tala

Nú þegar fjölmiðlar fjalla mjög ítarlega um hin hörmulegu snjóflóð í Súðavík, sorg, vonbrigði og hetjudáðir í fárviðri sem á sér varla sína líka væri réttmætt að þeir leiddu einnig orðræðuna að samgöngunum sem skipta byggðirnar öllu máli.

Þar hafa stjórnvöld gengið á bak orða sinna æ ofan í æ. 

Jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur hafa verið á dagskrá í áratugi en ekkert gerst.

Byggðarlagið er búið að færa miklar fórnir og mörg orð  hafa verið sögð nú eru það verkin sem þurfa að tala.

 

 

 


Hvert fór áróðursfé Evrópustofu

Evrópusambandið opnaði áróðurs- og kynningarmiðstöð á Íslandi haustið 2010. Heimildin til að reka hér slíka miðstöð byggðist á skuldbindingum sem Íslendingar gengust undir sem umsóknarríki.

Sendiherra ESB hér á landi fór ekkert í launkofa með hver væri tilgangur með "Evrópustofu", en hann fólst í víðtækri gagnasöfnun um skoðanir almennings og afstöðu og hvernig mætti hafa áhrif á viðhorf Íslendinga til inngöngu í ESB. Í viðtali við Morgunblaðið 10.11. 2010 sagði hann m.a.:

"Við vilj­um skilja upp­lýs­ingaþörf ólíkra hópa. Hvað veit fólk og hvað veit það ekki? Hver eru, svo dæmi sé tekið, viðhorf og upp­lýs­ingaþörf ungs fólks, há­skóla­fólks eða elli­líf­eyr­isþega?“ seg­ir Timo Summa, formaður sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi, um fyr­ir­hugað kynn­ing­ar­starf sam­bands­ins á Íslandi næstu miss­er­in.

Við lít­um á mis­mun­andi hópa og hver afstaða borg­ar­búa eða fólks á lands­byggðinni er til aðild­ar. Við vilj­um vita þetta svo við get­um und­ir­búið kynn­ing­ar­gögn í sam­ræmi við það. Við vilj­um vita hvar eyður eru í þekk­ing­unni og reyn­um í fram­hald­inu að leysa það.“

Spurður um um­fang "kynn­ingar­átaks­ins" svar­ar Summa því til að millj­ón evra, eða 155 millj­ón­ir króna, muni renna til kynn­ing­ar á ESB á Íslandi á næstu tveim­ur árum. Í fyrstu sé gert ráð fyr­ir fjór­um til fimm starfs­mönn­um sem hafi það að full­um starfa að dreifa upp­lýs­ing­um um sam­bandið til al­menn­ings. Þá muni skrif­stof­an í Aðalstræti og úti­bú henn­ar á Ak­ur­eyri styðja fyr­ir­lestra­hald og annað kynn­ing­ar­starf.   ESB kortleggur Ísland

Samkvæmt Vínarsáttmálanum um réttindi, skyldur og friðhelgi diplómata mega erlendir sendiherrar ekki blanda sér í innanríkismál gistiríkisins.

Þá er diplómatisk staða sendiherra ESB á Íslandi óljós því að aðeins ríki og formleg sambandsríki mega halda úti sendiherrum í öðrum löndum á grundvelli Vinarsáttmálans.

Bein afskipti sendiherra ESB og starfsemi áróðursskrifstofu Evrópusambandsins eru því brot á fullveldi Íslands. Hins vegar sækir Evrópusambandið sér heimild til víðtækrar áróðursstarfsemi hér á landi í skuldbindingarnar sem Ísland gekkst undir sem umsóknarríki að ESB. Þess vegna er mikilvægt að afturkalla umsóknina og loka Evrópustofu.


Bjarni Benediktsson styður afturköllun ESB umsóknarinnar

Formaður Sjálfsstæðisflokksins hefur síðustu daga ítrekað þá afstöðu þingflokksins að ekki standi á honum að afgreiða tillögu um afurköllun umsóknarinnar að ESB. Styðja tillögu um viðræðuslit :

„Þetta er tillaga sem við studdum í fyrra og kemur ekki á óvart að sé í umræðunni núna enda hefur hún verið í þingmálaskránni hjá utanríkisráðherra síðan í haust. Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því málið var lagt fram síðast.

“ Þannig að þið mynduð styðja svona tillögu? „Jájá, við myndum gera það með sama hætti og við gerðum síðast.“( ruv.14.01. 2015)

Bjarna er það fyllilega ljóst að meðan umsóknin stendur inni hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðildarviðræðum ekki verið hætt.

Ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins er líka skýr

Þetta vafðist heldur ekki fyrir landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga. En þá var ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu, áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi. Orðrétt segir:

 „Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".

 Komið er að utanríkisráðherra,

Gunnari Braga Sveinssyni að uppfylla landsfundarsamþykktir beggja ríkisstjórnarflokkanna, kosningaloforð og ákvæði stjórnarsáttmálans um að afturkalla refja laust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið frá í júli 2009.

 

 


Jón Jakob Friðbjörnsson smíðakennari - Minning

Þegar við Ingbjörg tókum við skólastjórn og staðarhaldi á Hólum í Hjaltadal vorið 1981 voru nokkrir máttarstólpar á staðnum er höfðu haldið tryggð við skólann um langa hríð og báru með sér gamlan klassískan skólaanda. Einn af þeim var Jón "smiður".

Jón var fæddur 13. des 1925 og lést 27. des sl. Útför hans var gerð frá Akureyrarkirkju í dag. Jón Jakob Friðbjörnsson

 Jón Jakob Friðbjörnsson hafði ráðist til Hólaskóla 1953 og starfaði við hann allt til ársins 1987 er hann fluttist til Akureyrar. Jón var handavinnukennari og umsjónarmaður skólahúsa á Hólum allt þar til hann lét af störfum og fluttist til Akureyrar.

Smíðar og smíðakennsla voru ein af mikilvægustu kennslugreinum bændaskólanna alla síðustu öld og marga góða smíðisgripi tóku nemendur með sér heim að námi loknu við skólann. Hróður skólanna var oft tengdur því hversu smíðakennslan var góð. Þar naut Hólaskóli Jóns smiðs ríkulega.

Jón var sjálfur listasmiður og bjó sjálfur til mörg smíða- og kennslutæki á smíðastofunni. Ég held að Jón hafi einnig sjálfur smíðað flest húsgögn á heimili hans og Erlu. Hann var afskaplega natinn og metnaðargjarn í smíðakennslunni. Nemendur fóru ekki aðeins heim með veglega og vandaða smíðisgripi heldur einnig góða færni í því að handleika og beita hinum ýmsu smíðatólum ásamt sjálfstrausti til að takast á við fjölbreytt smíðaverkefni þegar heim var komið. Smíðastofan hjá Jóni var einn vinsælasti staður skólans. Hún var ekki aðeins nýtt í hefðbundnum kennslustundum, heldur einnig á kvöldin og um helgar. Gjarnan var Jón til taks og leiðbeindi nemendum sínum.

Jón Friðbjörnsson var listabókbindari og batt inn allar bækur og tímarit fyrir skólann. Hann batt inn bækur fyrir fjölmarga vini sína og bauð einnig upp á kennslu í bókbandi bæði fyrir nemendur, starfsfólk og fólk í sveitinni. Jón hafði léttan húmor og var oft glatt á hjalla í bókbandstímum.

Jón Friðbjörnsson var einstaklega ljúfur og traustur maður og naut óskoraðrar virðingar nemenda og alls samferðafólks. Það vissu allir, að þau verkefni eða ábyrgð sem Jón tók að sér voru í góðum höndum.

Þau hjónin, Jón og Erla, voru bæði vakin og sofin við umsjón sína með dómkirkjunni á staðnum. Jón lét sér mjög annt um allt kirkjustarf. Hann var formaður sóknarnefndar, safnaðarfulltrúi, söng í kirkjukórnum og var umsjónarmaður Hóladómkirkju en Erla var kirkjuvörður og var með leiðsögn um hana.

Ég kalla það mikils virði að Jón starfaði með okkur á fyrstu árum skólastarfsins á Hólum. Hann var ekki aðeins traustur og góður starfsmaður, heldur bar með sér hinn sígilda bændaskólaanda sem fól í sér forsjálni en einnig staðfestu í lífsins ólgusjó.

Við Ingibjörg þökkum Jóni Friðbjörnssyni samferðina, traust og góð kynni og farsælt samstarf. Erlu og fjölskyldunni allri sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Jakobs Friðbjörnssonar, smíðakennara á Hólum í Hjaltadal.

Ingibjörg Kolka

og Jón Bjarnason.

 

 


Áfram Birgir Ármannsson

Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannnsson staðfesti að tillagan um afturköllun aðildarumsóknina að ESB væri væntanleg fyrir þingið. Hann tók þar undir orð forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að á næstu dögum yrði greint frá því hvenær tillagan kæmi fram. Tillaga um afturköllun væntanleg

Utanríkisráðherra tilbúinn

Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson sagði í fréttaviðtölum um helgina að tillagan um afturköllun væri tilbúin af hans hálfu. Hann væri jafn gallharður sem fyrr á því að afturkalla umsóknina formlega. Ótækt væri að sitja áfram sem umsóknaríki og lúta þeim kvöðum og áhættu sem því fylgdi." Glóru­laust að ganga ekki frá mál­inu". 

Þá er að láta hendur standa fram úr ermum.

Núverandi stjórnvöld hafa sammælst um að Ísland ætti ekkert erindi í ESB og fráleitt er að sitja eftir sem umsóknarríki í því ljósi. Landsfundarsamþykktir beggja stjórnarflokkanna eru afdráttarlausar í þeim efnum. 

Rétt hjá formanni utanríkismálanefndar 

"Hafi verið tilefni til þess að draga umsóknina formlega til baka á síðasta ári hafa þeir atburðir og þróun sem átt hefur sér síðan orðið til þess að styrkja þá afstöðu að Ísland eigi ekki að hafa formlega stöðu umsóknarríkis", sagði Birgir Ármannsson í viðtali við mbl.

Gott er til að vita að utanríkisráðherra muni galvaskur flytja tillöguna á ný og fylgja henni eftir í gegnum þingið.

Utanríkismálanefnd gæti flutt málið 

Hitt getur einnig verið eðlileg leið að meirihluti utanríkismálanefndar myndi flytja tillöguna beint inn í þingið. Hún var samþykkt í ríkisstjórn á síðasta þingi og mjög ítarlega rædd bæði á Alþingi og í utanríkismálanefnd. Nefndinni er því ekkert að vanbúnaði að koma með hana beint inn í þingið.

Samfylkingin eins og biluð plata í ESB málinu

Eðlilega hlaupa hörðustu ESB sinnar upp til handa og fóta og hóta að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn jafnvel þó þeir séu ekki í honum.

Forysta Samfylkingarinnar hefur aldrei átt neitt annað mál en inngöngu í ESB og mun spila þann söng áfram.

Þingmenn Vinstri grænna

Miklvægast fyrir þjóðina er hinsvegar að ríkisstjórnarflokkarnir standi við loforð sín um refjalausa og formlega afturköllun umsóknarinnar að ESB. Þeir ættu jafnvel að bjóða þingmönnum Vinstri Grænna að vera með sér á tillögunni.

VG er sá flokkur sem hafði í grunnstefnu sinn hvað hörðustu afstöðu gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu og ætti að fagna afturkölluninni

Ljúka þarf málinu á þessu þingi 

Tillagan þarf að komast sem fyrst fyrir þingið og hún afgreiðist fyrir vorið.  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband