Hvert fór áróðursfé Evrópustofu

Evrópusambandið opnaði áróðurs- og kynningarmiðstöð á Íslandi haustið 2010. Heimildin til að reka hér slíka miðstöð byggðist á skuldbindingum sem Íslendingar gengust undir sem umsóknarríki.

Sendiherra ESB hér á landi fór ekkert í launkofa með hver væri tilgangur með "Evrópustofu", en hann fólst í víðtækri gagnasöfnun um skoðanir almennings og afstöðu og hvernig mætti hafa áhrif á viðhorf Íslendinga til inngöngu í ESB. Í viðtali við Morgunblaðið 10.11. 2010 sagði hann m.a.:

"Við vilj­um skilja upp­lýs­ingaþörf ólíkra hópa. Hvað veit fólk og hvað veit það ekki? Hver eru, svo dæmi sé tekið, viðhorf og upp­lýs­ingaþörf ungs fólks, há­skóla­fólks eða elli­líf­eyr­isþega?“ seg­ir Timo Summa, formaður sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi, um fyr­ir­hugað kynn­ing­ar­starf sam­bands­ins á Íslandi næstu miss­er­in.

Við lít­um á mis­mun­andi hópa og hver afstaða borg­ar­búa eða fólks á lands­byggðinni er til aðild­ar. Við vilj­um vita þetta svo við get­um und­ir­búið kynn­ing­ar­gögn í sam­ræmi við það. Við vilj­um vita hvar eyður eru í þekk­ing­unni og reyn­um í fram­hald­inu að leysa það.“

Spurður um um­fang "kynn­ingar­átaks­ins" svar­ar Summa því til að millj­ón evra, eða 155 millj­ón­ir króna, muni renna til kynn­ing­ar á ESB á Íslandi á næstu tveim­ur árum. Í fyrstu sé gert ráð fyr­ir fjór­um til fimm starfs­mönn­um sem hafi það að full­um starfa að dreifa upp­lýs­ing­um um sam­bandið til al­menn­ings. Þá muni skrif­stof­an í Aðalstræti og úti­bú henn­ar á Ak­ur­eyri styðja fyr­ir­lestra­hald og annað kynn­ing­ar­starf.   ESB kortleggur Ísland

Samkvæmt Vínarsáttmálanum um réttindi, skyldur og friðhelgi diplómata mega erlendir sendiherrar ekki blanda sér í innanríkismál gistiríkisins.

Þá er diplómatisk staða sendiherra ESB á Íslandi óljós því að aðeins ríki og formleg sambandsríki mega halda úti sendiherrum í öðrum löndum á grundvelli Vinarsáttmálans.

Bein afskipti sendiherra ESB og starfsemi áróðursskrifstofu Evrópusambandsins eru því brot á fullveldi Íslands. Hins vegar sækir Evrópusambandið sér heimild til víðtækrar áróðursstarfsemi hér á landi í skuldbindingarnar sem Ísland gekkst undir sem umsóknarríki að ESB. Þess vegna er mikilvægt að afturkalla umsóknina og loka Evrópustofu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband