Bjarni Benediktsson styður afturköllun ESB umsóknarinnar

Formaður Sjálfsstæðisflokksins hefur síðustu daga ítrekað þá afstöðu þingflokksins að ekki standi á honum að afgreiða tillögu um afurköllun umsóknarinnar að ESB. Styðja tillögu um viðræðuslit :

„Þetta er tillaga sem við studdum í fyrra og kemur ekki á óvart að sé í umræðunni núna enda hefur hún verið í þingmálaskránni hjá utanríkisráðherra síðan í haust. Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því málið var lagt fram síðast.

“ Þannig að þið mynduð styðja svona tillögu? „Jájá, við myndum gera það með sama hætti og við gerðum síðast.“( ruv.14.01. 2015)

Bjarna er það fyllilega ljóst að meðan umsóknin stendur inni hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðildarviðræðum ekki verið hætt.

Ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins er líka skýr

Þetta vafðist heldur ekki fyrir landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga. En þá var ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu, áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi. Orðrétt segir:

 „Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".

 Komið er að utanríkisráðherra,

Gunnari Braga Sveinssyni að uppfylla landsfundarsamþykktir beggja ríkisstjórnarflokkanna, kosningaloforð og ákvæði stjórnarsáttmálans um að afturkalla refja laust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið frá í júli 2009.

 

 


Bloggfærslur 14. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband