Sigur Syriza ógnar Stórríki Evrópusambandsins

Forystumenn Evrópusambandsins höfðu í beinum  hótunum  við Grikki til að hafa áhrif á úrslit kosninganna.

ESB hafði reyndar áður komið sínum mönnum til valda í Grikklandi  og samið  við þá um afarkostina sem Grikkir urðu að gangast undir eftir bankahrunið í Evrópu.

 ESB og AGS voru ekki að verja grísku þjóðina, eða grískan almenning, heldur voru það  hagsmunir fjármálaveldis sem á höfðustöðvar sínar í Þýskalandi og öðrum löndum Mið-Evrópu.

Nauðasamningarnir sem þröngvað var upp á Grikki gátu hinsvegar aldrei gengið upp. En eins og allir vita líta lánardrottnar ekki á sig sem góðgerðarstofnanir.

Verður Spánn næstur ?

Munu Grikkir og Syriza standast áhlaup, hótanir og viðskiptastríð sem hið Evrópska kapítalíska fjármagn lætur dynja yfir þá?  

Verða forystumenn hins nýja Grikklands beygðir?  

Ekki er langt síðan Grikkland laut einræðisstjórn og lýðræðinu kippt úr sambandi.

Munu forustumenn ESB grípa til þeirra hótanna?

Hvað gerist á Spáni? Munu þeir fylgja í kjölfar Grikkja og síðan Portúgal?

Fyrir Ísland eru þetta spenandi tímar.

Það er reyndar með ólíkindum að hér á Íslandi skuli vera til þeir menn sem vilja leggja æru sína undir í baráttu fyrir því að Ísland gerist aðili að þessum darraðardansi og gangi í Stórríki Evrópusambandsins.

Þessi átök undirstrika enn frekar mikilvægi þess að ríkisstjórn og Alþingi Íslendiga afturkalli hina glötuðu umsókn um inngöngu í Evrópusambandið tafarlaust.

 


Bloggfærslur 27. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband