Áfram Birgir Ármannsson

Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannnsson staðfesti að tillagan um afturköllun aðildarumsóknina að ESB væri væntanleg fyrir þingið. Hann tók þar undir orð forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að á næstu dögum yrði greint frá því hvenær tillagan kæmi fram. Tillaga um afturköllun væntanleg

Utanríkisráðherra tilbúinn

Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson sagði í fréttaviðtölum um helgina að tillagan um afturköllun væri tilbúin af hans hálfu. Hann væri jafn gallharður sem fyrr á því að afturkalla umsóknina formlega. Ótækt væri að sitja áfram sem umsóknaríki og lúta þeim kvöðum og áhættu sem því fylgdi." Glóru­laust að ganga ekki frá mál­inu". 

Þá er að láta hendur standa fram úr ermum.

Núverandi stjórnvöld hafa sammælst um að Ísland ætti ekkert erindi í ESB og fráleitt er að sitja eftir sem umsóknarríki í því ljósi. Landsfundarsamþykktir beggja stjórnarflokkanna eru afdráttarlausar í þeim efnum. 

Rétt hjá formanni utanríkismálanefndar 

"Hafi verið tilefni til þess að draga umsóknina formlega til baka á síðasta ári hafa þeir atburðir og þróun sem átt hefur sér síðan orðið til þess að styrkja þá afstöðu að Ísland eigi ekki að hafa formlega stöðu umsóknarríkis", sagði Birgir Ármannsson í viðtali við mbl.

Gott er til að vita að utanríkisráðherra muni galvaskur flytja tillöguna á ný og fylgja henni eftir í gegnum þingið.

Utanríkismálanefnd gæti flutt málið 

Hitt getur einnig verið eðlileg leið að meirihluti utanríkismálanefndar myndi flytja tillöguna beint inn í þingið. Hún var samþykkt í ríkisstjórn á síðasta þingi og mjög ítarlega rædd bæði á Alþingi og í utanríkismálanefnd. Nefndinni er því ekkert að vanbúnaði að koma með hana beint inn í þingið.

Samfylkingin eins og biluð plata í ESB málinu

Eðlilega hlaupa hörðustu ESB sinnar upp til handa og fóta og hóta að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn jafnvel þó þeir séu ekki í honum.

Forysta Samfylkingarinnar hefur aldrei átt neitt annað mál en inngöngu í ESB og mun spila þann söng áfram.

Þingmenn Vinstri grænna

Miklvægast fyrir þjóðina er hinsvegar að ríkisstjórnarflokkarnir standi við loforð sín um refjalausa og formlega afturköllun umsóknarinnar að ESB. Þeir ættu jafnvel að bjóða þingmönnum Vinstri Grænna að vera með sér á tillögunni.

VG er sá flokkur sem hafði í grunnstefnu sinn hvað hörðustu afstöðu gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu og ætti að fagna afturkölluninni

Ljúka þarf málinu á þessu þingi 

Tillagan þarf að komast sem fyrst fyrir þingið og hún afgreiðist fyrir vorið.  


Bloggfærslur 6. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband