Að safna auð með augun rauð

80 milljarða hagnaður bankanna þriggja á sl. ári endurspeglar einokun þeirra og sjálftökurétt á fjármunum eintaklinga, heimila og atvinnulífs í landinu. Allt er það í  skjóli ríkisábyrgða.

Hvergi örlar á samkeppni í þjónustu eða kjörum heldur virðast þeir hafa skipt landinu og einstaka atvinnugreinum á milli sín, svipað eins og olíufélögin forðum.

 Enda eru einstaklingar, heimili og fyrirtæki bundin sama bankanum fyrir lífstíð, hvort sem þeim líkar betur eða ver. 

Í krafti "vistarbandsins" geta bankarnir sett viðskiftavinum afarkosti að vild.

Vextir útlána eru ótrúlega háir. Vaxtamunur innlána og útlána er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það líður varla sú vika að ekki sé boðuð hækkun á þjónustugjöldum bankanna, nú síðast fyrir að eiga orð við gjaldkera í afgreiðslu.

Uppsögn tveggja kvenna á Hólmavík bjargaði arði Arionbanka! 

Fyrir nokkrum vikum var Arionbanki svo mjög á horrenglunum að segja varð upp tveim störfum á Hólmavík til að bjarga erfiðum rekstri aðalbankans. Sömu rök fyrir þjónustuskerðingi heyrast frá öðrum bönkum sem nú skila miljarðatuga arði.

Ríkið veitti beinan fjárstuðning til að stofnsetja og styrkja eigið fé nýju bankanna eftir hrunið. Þeir urðu í raun allir ríkisbankar með ríkisábyrgð á öllum innlánum og annarri meginstarfsemi.

Gömlu bankarnir höfðu siglt öllu í strand og uppgjör þrotabúanna eru enn óleyst. Þeir hefðu betur farið strax í gjaldþrot eins og ég og fleiri vildum. Gjaldþrota reglur eru skýrar og kröfuhafar fá þar allir sama rétt.

Hin nýja einkavæðing

Skyndileg einkavæðing fyrrverandi ríkisstjórnar bæði á Arionbanka og Íslandsbanka og að afhenda þá svokölluðum "kröfuhöfum" var afar hroðvirknisleg og óskynsamleg. Bönkunum var jafnframt veitt ríksábyrgð á innstæðum og víkjandi lán á vildarkjörum. 

Ekki hafði heldur verið sett ný löggjöf um bankana og fjármálastarfsemi í landinu, t.d um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingasjóða sem var ein forsenda fyrir að setja þá á markaðstorg að nýju.

Afleiðingin er sú að nú sækir allt í sama horfið í starfsemi fjármálastofnana og áður var fyrir hrun. Og enginn ber ábyrgð!

Ég studdi ekki þessa óvæntu nýju einkavæðingu bankanna í ríkisstjórn á sínum tíma. Bæði gekk hún þvert á þau fyrirheit sem gefin voru við stofnun nýju bankanna í hruninu og svo einnig gegn stefnu Vinstri grænna í bankamálum. Enda var ´það ekki borið undir þingflokk Vg.

Bankarnir hlíti samfélagskröfum

Í því uppgjöri sem framundan er við kröfuhafana, aðaleigendur nýju bankanna ætti að sjá til þess að gjörningurinn verði tekinn til baka og bæði Arionbanki og Íslandsbanki komi aftur til ríkisins, enda er ábygðin á starfsemi þeirra  öll þar.

Það er ekkert lögmál að fjármálastofnanir séu undanþegnar samfélagsskyldum og að þjónustukvöðum við viðskiptavini.

Arður fjármálastofnana á fyrst og fremst að renna til viðskiptamanna og samfélagsins í formi bættrar þjónustu og betri kjara.

Seðlabankinn tekur þátt í dansinum í kringum gullkálfinn. Hann borgar bönkunum mun hærri vexti á innstæðum sínum þar en sem viðskiptavinir bannkanna fá á sinum innstæðum. Munar þar tugum milljarða króna. Nær væri að setja bindiskyldu á bankana til að hemja þá.

Kapphlaup í stóryrðum - en ekkert gert?

En nú virðist sama leikritið endurtaka sig: stjórnmálamenn reyna að trompa hvern annan í stóryrðum og hneykslan en ekkert verður svo úr athöfnum: "Þetta er ekki mitt mál að leysa" mun verða viðkvæðið.

Málið er að nánast öll fjármálastarfsemi hér er með opinbera ábyrgð, samkeppni er lítil sem engin í þjónustu eða kjörum.    Ríkið lætur kúga sig og dregur lappirnar í enduruppbyggingu svæðisbundinna sparisjóða eins og lofað var.

Bankarnir geta stundað ríkisvarða sjálftöku á almenningi, heimilum og fyrirtækjum. Væri þá ekki nær að  slá þeim saman og  hafa hér sterkan þjóðbanka sem lyti kjörnu boðvaldi. Þá gætu stjórnmálamenn ekki komist upp með að blása í lúðra en yppta svo öxlum og né heldur bankastjórar reigt sig yfir almúgann eins og hanar á hól með bæði ríkisbelti og axlabönd.

Vonandi verða stóryrðin ekki aðeins stormur í vatnsglasi?

Sigmundur Davíð hjólar í bankana: „Algerlega ótækt“


91% kjósenda Framsóknar andvígir ESB aðild

Afdráttarlaus vilji þjóðarinnar stendur til þess að Ísland sé áfram frjálst og fullvalda ríki meðal þjóða heimsins.

Þetta má lesa úr nýlegri skoðanakönnun sem Gallupp vann fyrir Heimssýn þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. 60% landsmanna á móti inngöngu í ESB

Meirihluti íbúa á öllum landssvæðum lýstu þessum vilja sínum í könnuninni.

Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem skýra afstöðu tóku þá eru liðlega 60% þjóðarinnar andvíg inngöngu Íslands í ESB.

Kjósendur Framsóknarflokksins þurftu ekki að velta svörum við spurningunni lengi fyrir sér.

85% þeirra sem sögðust kjósa Framsóknarflokkinn vor andvígir inngöngu í sambandið, 7% hlynntir en 8% tóku ekki afstöðu.

Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku eru liðlega 91% framsóknarmanna andvígir inngöngu í ESB.

Eitt af stærstu kosningaloforðum Framsóknarflokksins var afturköllun umsóknarinnar að ESB.

Þess er nú beðið að þau loforð verði efnd af hálfu ríkisstjórnar og alþingis.


Kjósendur VG andsnúnir inngöngu í ESB

Kjósendur Vinstri grænna eru andsnúnir inngöngu Íslands í ESB eða 44%, en  30% kjósenda hreyfingarinnar eru hlynntir inngöngu, fjórðungur tekur ekki afstöðu. Þetta má lesa út úr könnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn um afstöðu landsmanna til inngöngu í Evrópusambandið.

60% andvíg inngöngu í ESB 

Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu eru 60% kjósenda VG andvígir inngöngu í Evrópusambandið

Rétt er að minna á að Vg missti rúman helming kjósenda sinna við síðustu alþingiskosningar sem  má ætla að hafi margir verið hörðustu andstæðingar umsóknarinnar að ESB.

Þetta ætti að vera forystu Vg umhugsunarefni þegar hún tekur afstöðu til afturköllunar á þeirri umsókn sem nú er inni hjá ESB.

Viðræður við ESB hafa leitt í ljós það sem áður var vitað, að umsóknarríkið verður að taka upp öll lög og regluverk sambandsins.

Ekki er um neinar varanlegar undanþágur að ræða:

"Hins vegar setur sambandið ávallt fram þá meginkröfu í aðildarviðræðum að viðkomandi ríki gangi að öllu regluverki þess óbreyttu, hvort sem um er að ræða bindandi eða óbindandi gerðir eða dóma dómstóls ESB. (Úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands) .

 Það væri í samræmi við stefnu Vg og vilja kjósenda að þingmenn flokksins hefðu nú frumkvæði um afturköllun umsóknarinnar á Alþingi. 


Mikil andstaða við inngöngu Íslands í ESB

 Andstaða við inngöngu Íslands í Evrópusambandið er mikil samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann nýverið fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þar kemur fram að um helmingur landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og rétt tæpur þriðjungur landsmanna er hlynntur inngöngu í ESB. Reykvíkingar vilja standa utan ESB og það sama á við um íbúa annarra sveitarfélaga landsins.

Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndust 49,1% svarenda vera andvígir inngöngu landsins í ESB, 32,8% sögðust vera hlynntir inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynntur né andvígur inngöngu í ESB.

Af þeim sem sem segjast munu kjósa Framsóknarflokkinn, ef gengið yrði til kosninga nú, eru 85% andvígir inngöngu í ESB, 77% þeirra sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn og 44% kjósenda VG eru andvígir inngöngu Íslands í ESB en 30% kjósenda Vg eru því hlynnt.

Athygli vekur að þeir sem myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað ef nú yrði gengið til alþingiskosninga eru almennt andvígir inngöngu. Það sama má segja um þá sem nú myndu kjósa flokk eða framboð sem ekki á fulltrúa á Alþingi. Í þeim hópi eru 54% andvíg en 37% hlynnt aðild að sambandinu.

Samkvæmt könnuninni eru 42% Reykvíkinga andsnúnir aðild að ESB en 41% borgarbúa er hlynntur aðild. Munurinn er meiri í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Þar eru 45% andvígir aðild en 38% hlynntir henni. Munurinn er enn meiri í öðrum sveitarfélögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvígir aðild að ESB en 21% hlynntir.

„Könnunin undirstrikar það sem oft hefur áður komið fram að Íslendingar vilja vera frjáls og fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Beiðni um inngöngu Íslands í ESB á því að afturkalla hið snarasta," segir Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar.

 

Fréttilkynning frá Heimssýn

 


Með heiminn allan sem augastein

heimsyn_-_merki.jpgHeimssýn hefur allt frá stofnun staðið í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hart hefur verið sótt að fullveldinu, bæði af pólitískum og hagsmunatengdum öflum sem virðast oft reiðubúin til að gefa frá sér frumburðarréttinn, fullveldið, í þágu tímabundins pólitísks eða persónulegs ávinnings.

   Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn allan sem augastein og er tákn fyrir að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á afmarkaðan hluta hans.

Sjá grein í Morgunblaðinu í dag : Ísland og umheimurinn.

og á vef Heimssýnar

Jón, Jóhanna og Halldóra: Verjum fullveldi og sjálfstæði Íslands

 

johanna-maria_1254544.jpg

 jon_bjarnason_1254547.jpghalldora_hjaltadottir.jpg

 

 

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum – var stofnuð 27. júní 2002. Hreyfingin er þverpólitísk samtök þeirra sem vilja að Íslendingar haldi áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Í ávarpi sem samtökin sendu frá sér í kjölfar stofnfundarins segir:

„Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu.“

Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn allan sem augastein og er tákn fyrir að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á afmarkaðan hluta hans.

Heimssýn eru fjöldasamtök sem reiða sig alfarið á félagsgjöld og frjáls framlög til starfsemi sinnar.

Sjálfstæðið er sívirk auðlind

 Heimssýn hefur allt frá stofnun staðið í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hart hefur verið sótt að fullveldinu, bæði af pólitískum og hagsmunatengdum öflum sem virðast oft reiðubúin til að gefa frá sér frumburðarréttinn, fullveldið, í þágu tímabundins pólitísks eða persónulegs ávinnings.

Þegar litið er nú til hins ótrygga ástands í Evrópu, svo sem fjöldaatvinnuleysis, einkum hjá ungu fólki í suður- og austurhluta Evrópusambandsins, getum við með stolti horft til þess að hér á Íslandi hafa langflestir atvinnu við sitt hæfi þótt við að sjálfsögðu munum ávallt takast á um forgangsröðun og skiptingu þjóðartekna. Lýðræðið er í okkar höndum og á grundvelli sjálfstæðis öxlum við ábyrgð í öllum samningum og samskiptum við aðrar þjóðir, ríki og ríkjasambönd.

Vildum við nú vera í sporum Grikkja sem reyna að hrista af sér ok, tilskipanir og yfirgang hins miðstýrða evrópska Brüsselvalds?

Ráðum sjálf okkar fiskveiðilögsögu

 Við höfum svo sem fengið að kenna á klóm þessa nýja heimsveldis. Með samstöðu þjóðarinnar unnum við landhelgisstríðið og náðum fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Síðustu ár höfum við hins vegar fengið yfir okkur hótanir Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir og löndunarbann, þegar við veiddum fisk eins og makríl innan okkar eigin landhelgi.

Allt frá árinu 2010 höfum við veitt makríl innan okkar eigin lögsögu fyrir milli 20 og 30 milljarða króna á ári í útflutningsverðmæti. Aðeins í krafti þess að við ráðum okkar eigin fiskveiðilögsögu og erum ekki gengin í Evrópusambandið getum við sótt þessi verðmæti. Svo einfalt er það. Tekjur þjóðarbúsins af þessum veiðum námu 22 milljörðum króna á síðasta ári.

Stjórnmálamenn eða forystumenn í atvinnulífi þjóðarinnar mega ekki tala um fullveldið af léttúð. En því miður virðast sumir þar á bæ vera reiðubúnir til að framselja rétt okkar yfir fiskveiðiauðlindinni í tilraunum sínum til að koma landinu inn í Evrópusambandið. Það yrðum við að gera ef halda ætti áfram með þá umsókn sem send var inn árið 2009 og er nú í biðstöðu vegna krafna ESB.

Kröfur ESB liggja fyrir

 Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu var illu heilli send inn í júlí 2009. Var það gert án atbeina þjóðarinnar en stutt með yfirlýsingum nokkurra þingmanna sem sögðust andvígir aðild en vildu prófa hvað væri í boði.

Skilyrði og kröfur ESB eru nú skýrar, hvort sem þær liggja fyrir í formlegum opnunarskilyrðum eða því að einstaka kaflar hafa einfaldlega ekki verið opnaðir. Hægt er að benda á samningskaflann um sjávarútveg þar sem ESB neitaði að opna á viðræður vegna skilyrða Alþingis og sleit þar með í raun viðræðunum.

Af hálfu Evrópusambandsins er lögð áhersla á það að það sé umsóknarríkið sem er að ganga í ESB en ekki öfugt.

Ekki er um neinar varanlegar undanþágur að ræða frá grunnsáttmálum Evrópusambandsins. Þeir sem voru í vafa hafa fengið sín svör.

Áskorun um afturköllun umsóknarinnar

 Framkvæmdastjórn Heimssýnar samþykkti nýlega eftirfarandi ákall til ríkisstjórnar og Alþingis:

„Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, ítrekar nauðsyn þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Umsóknin var samþykkt og send ESB á forsendum sem reynslan hefur sýnt að standast ekki. Samningur um aðild að ESB snýst um skilyrði og tímasetningu fyrir innleiðingu umsóknarríkis á reglum ESB. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar eins og fram kemur hjá ESB.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB. Sú stefna er studd samþykktum æðstu stofnana ríkisstjórnarflokkanna.

Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslendinga að þeir haldi fullveldi sínu og forræði í eigin málum.

Það er því rökrétt framhald að stjórnin leggi til við Alþingi að umsóknin verði dregin til baka og að Alþingi samþykki þá tillögu.“

Á þetta mun enn reyna á næstu dögum. Heimssýn hvetur til þess að landsmenn allir standi saman eins og í landhelgisstríðinu fyrir um 35 árum og verji fullveldi og sjálfstæði Íslands og afturkalli umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið.

 Jón er fv. ráðherra og form. Heimssýnar, Jóhanna María er þingmaður og varaformaður Heimssýnar, Halldóra er nemi í stjórnmálafræði við HÍ og ritari Heimssýnar.

  


Viðskiptaráð fari í meðferð: "Hrein og klár vitfirring"

Er fyrirsögn Stefán Ólafssonar prófessors eftir að hafa hlustað á ræður forystumanna á Viðskiptaþingi í gær:

Viðskiptaráð fari í meðferð: „Hrein og klár vitfirring“

Þar á bæ virðast menn ekkert hafa lært af þátt sínum í hruninu og þeim skelfingum sem hrunverjar Viðskiptaráðs dengdu yfir þjóðina. 

Meiri einkavæðing  - meiri einkvæðing á almannaþjónustu voru örvæntingaróp sjúklinganna á Viðskiptaþingi.

Ef einhver taug væri í liðinu ættu talsmennirnir að rífa í hár sitt og biðja þjóðina afsökunar á gjörðum sínum undanfarinna ára. 

Viðskiptaráð ætti fyrst að fara í innri skoðun og siðferðislegt uppgjör á sjálfum sér áður en þeir troða upp á torgum og heimta  "Arons dansinn" frá 2008 til baka. 

  "Eftir þá reynslu sem þjóðin fékk af hrunadansinum þá væri það vitfirring að fylgja ráðum Viðskiptaráðs nú. Hrein og klár vitfirring. Hvernig væri nú að Viðskiptaráðsmenn færu í meðferð og lærðu að viðurkenna að það var einkageirinn sem steypti Íslandi fyrir björg." segir Stefán í pistli sínum

Sjö milljarða gjaldþrot móðurfélags ÍAV  hljóma í fréttum dagsins

Og nú heimtar einkageirinn Landsvirkjun, Orkuveituna og heilbrigðiskerfið. Sjúklingurinn kallar á meira morfín: "Viðskiptaráð vill færa opinber verkefni í hendur einkaaðila"

Íslenskur landbúnaður og hrunadans Viðskiftaráðs

Íslenskur landbúnaður er áfram versti óvinur hrunkerfis Viðskiftaráðs.  Þeir vilja ná í einokuna á mætavælamarkaði með óheftum innflutningi Þeir vilja getað deilt og drottnað og ráðið gæðum og álagningu á matvælum fólks með innflutningi. Þetta kom fram í ræðu Hreggviðar Jónssonar, formanns Viðskiftaráðs:

Segja vernd íslensks landbúnaðar óréttlætanlega frá lýðræðislegu og efnahagslegu sjónarmiði "

 Það skipti þjóðina miklu máli í hruninu og gerir enn að hafa öfluga matvælaframleiðslu í landinu.

Sjálfstæði þjóðar felst ekki síst í því, hversu vel hún getur brrauðfætt sig.

Íslensk matvælaframleiðsla nýtir hér auðlindir landsins, veitir hér fjölþætta atvinnu og fæðuöruggi.  Allur innflutningur krefst gjaldeyris sem atvinnuvegir þjóðarinnar verða að útvega.

 Enn er glímt við miklar erlendar skuldir og gjaldeyrishöft,sem stefna og framganga Viðskiftaráðs í aðdraganda hrunsins ber ekki hvað síst ábyrgð á.

Prestar landsins biðji fyrir andlegri velferð og lækningu Viðskiftaráðs

 Sjávarútvegur og landbúnaður og síðan ferðaþjónustan eru þeir atvinnuvegir sem hafa borið uppi íslenskt atvinnu líf á síðustu árum. Lausn hrunverjanna í Viðskiptaráði er hinsvegar að komast í Evrópusambandið og upplifa hér spænskt eða franskt fjöldaatvinnuleysi.  

Nú veit ég ekki fyrir hönd hverra talsmenn Viðskiptaráðs tala en ég tek heilshugar undir ákall Stefáns Ólafssonar prófessors: Vipskiptaráð þarf að fara í meðferð.  

Það er hrein vitfirring og beinn dónaskapur við þjóðina að bjóða upp á þann málflutning sem borinn var fram af forystumönnum Viðskiftaráðs í gær. Málið er grafalvarlegt fyrir Ísland

 Biðjum presta landsins að biðja fyrir lækningu og andlegri velferð Viðskiptaráðs.  

 


Atvinnurekendur tapa trú á Evru og andvígir aðild að ESB

Ný skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda sýnir að aðeins 39% svarenda telja að taka ætti upp evru hér á landi en 40% eru því andvíg. Hlutfallið var 58 % með og 28% á móti fyrir ári síðan.   

Aðeins 19% fyrirtækja eru hlynnt því að ganga í ESB en 41% eru því andvíg.

Nú skil ég reyndar ekki hvernig er hægt að gera marktæka skoðanakönnun meðal fyrirtækja þar sem það eru einstaklingar sem svara spurningum og ólíklegt að tekin sé afstaða til slíkra skoðanakannanna á aðalfundum eða jafnvel stjórnarfundum.                        

Atvinnurekendur vilja áfram ESB-viðræður en efins um aðild

 Svar eins og " 60 % af svarendum telja að halda hefði átt aðildarviðræðum áfram"

er náttúrulega ekkert svar, og hver svaraði fyrir hönd fyrirtækisins.

Staðreyndin er jafnframt sú að viðræðum á forsendum umsóknarinnar frá 16. júlí 2009 var lokið.

ESB neitaði að opna á kaflann um sjávarútvegsmál og setti ófrávíkjanleg skilyrði um full yfirráð sambandsins yfir fiskveiðiauðlindinni og forsjá á samningum um deilistofna við önnur ríki. Til þess hafði Alþingi ekki gefið heimild.

Þetta ættu forsvarsmenn Samtaka atvinnurekenda að hafa kynnt sér.

Núverandi umsókn er því enginn valkostur hana ber að afturkalla. Hinsvegar ef menn vilja halda áfram að komast í ESB verður að senda inn nýja umsókn sem ber í sér skýran vilja um að meirihluti þjóðarinnar og Alþingis vilji ganga í Evrópusambandið og undirgangast skilmála þess.

Sú staða er ekki nú fyrir hendi og kemur vonandi aldrei.

                           

 


ESB krefur Ísland um milljarða króna í "fátækrasjóði" sína

Evrópusambandið er í miklum fjárhagskröggum og í örvæntingu krefur það EFTA löndin um stórauknar greiðslur í s.k. þróunarsjóði sína.

En þessar greiðslur eru af ESB hálfu ein af forsendum fyrir EES samningnum. Kjarninn greinir ítarlega frá málinu: Vilja milljarða frá Íslandi

Hvorki hefur gengið né rekið í samningum um greiðslur EFTA landanna til ESB fyrir árin 2014 til 2019. En samkvæmt kröfum Evrópusambandsins er Íslandi ætlað að greiða 6,5 milljarða króna fyrir tímabilið sem er um þriðjungs hækkun frá fyrra tímabili.

"Dýr myndi Hafliði allur" eins og sagt var ef við værum gengin inn í sambandið og þyrftum að greiða hlutfallslega af tekjum okkar miðað við önnur ríki sambandsins  

Brüsselvaldið telur sig í þessu sem öðru geta sett einhliða fram kröfur og hótanir, annars sé EES samningurinn uppí loft.

Vonandi láta Eftalöndin  Ísland, Noregur og Lichenstein ekki ESB kúga sig til undirgefni. 


Harmakvein Samfylkingarinnar

jb_s_og_js.jpgAðild að Evrópusambandinu hefur verið eina mál Samfylkingarinnar sl.10 ár. Hverfi umsóknin hangir flokkurinn í lausu lofti. 

Ýmsir forystumenn Samfylkingar skjálfa á beinum af ótta við að ríkisstjórnin standi við flokkssamþykktir sínar og gefin fyrirheit og afturkalli umsóknina.

Hafa þeir það eitt fram að færa í máli sínu að hóta klofningi í öðrum flokkum enda hefur hún mikla reynslu í þeim efnum: "Slit á aðildarviðræðum munu kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og leiða til falls ríkisstjórnarinnar"

Samfylkingin er eins og lyfjasjúklingur, titrandi með sjóntruflanir ef hún fær ekki ESB skammtinn sinn að morgni.

Hver vill framselja fiskimiðin til Brüssel?

Eina von Árna Páls og fylkingar hans í Samfylkingunni er hinsvegar að losna við ESB-umsóknina og verða mögulega stjórntækur. Árni Páll verður að frelsa Samfylkinguna úr þeirri dauðagildru sem Jóhanna Sigurðardóttir steypti flokknum og fyrrverandi ríkisstjórn í með ESB-umsókninni.  

Það verður enginn feitur á undirlægjuhætti og Brüsseldekri næstu árin og Árni Páll verður að sýna fram á að hann er enginn taglhnýtingur þvermóðsku Jóhönnu Sigurðardóttur.

Samfylkingin getur ekki vænst stuðnings frá ASÍ eða Félagi atvinnurekanda.-  Hvernig ætla menn þar á bæ að berjast fyrir inngöngu í ríkjasamband sem er með gjaldmiðil sinn í uppnámi og  20- 50% atvinnuleysi ungs fólks.

Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? 

Viðræðum við ESB er lokið. Kröfur ESB liggja fyrir. Hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þær nú þegar.

Ekki verður lengra gengið í eftirgjöf  á grundvelli samþykktar Alþingis fra 16. júlí 2009.

 Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Er spurningin sem átti að spyrja þjóðina um vorið 2009 áður en farið var í aðildarviðræður.

 Þeirrar spurningar er einnig hægt að spyrja í dag ef meirihluti þings leggur það til.

Við getum hinsvegar ekki staðið áfram sem umsóknarríki á forsendum sem komnar eru í strand og löngu brostnar.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband