Súðavíkurhlíð er áfram lokuð !

Nú þegar minnst er þess að tuttugu ár eru liðin frá hinum hörmulegu snjóflóðum í Súðavík er enn verið að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.

 Snjóflóðahættur í Súðavíkurhlíð

Það er hreinlega til skammar að ekki skuli enn verið búið að leysa samgöngumál  milli Súðavíkur og Ísafjarðar  með jarðgöngum. Bolvíkingar máttu berjast með öllum tiltækum ráðum fyrir jarðgöngum sínum  eftir mörg hörmuleg slys og  tíðar lokanir vegna snjóflóða- og skriðuhættu. Þá  var þess vænst að göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar yrðu næst á dagskrá.

Skrifa undir áskorun um göng til Súðavíkur

Stjórnvöldum til sorglegrar skammar

Því miður varð svo ekki og Alþingi og ríkisstjórn hver á fætur annarri sveik þessar byggðir um eðlilegan  forgang í samgöngumálum, grundvallaröryggi íbúa við Ísafjarðardjúp.

Súðavík­ur­hlíð áfram lokuð

Ég man hve mjög mér sárnaði sitjandi í ríkisstjórn þegar Vaðlaheiðargöngum var troðið í gegn bakdyramegin við vegaáætlun  fram fyrir brýn samgöngumál á Vestfjörðum eins og jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Þótt ég skilji vel ánægju þeirra byggðarlaga sem munu njóta Vaðlaheiðarganga fannst mér þetta algjörlega röng  forgangsröðun.

Um jarðgöng og öryggi í samgöngum Vestfirðinga

Og enn mega Súðvíkingar og Ísfirðingar bíða eftir öruggum samgöngum milli þessara nágranna byggða, einu landleiðina  til og frá öðrum landshlutum  8 mánuði á ári a.m.k.

Nú þegar við vottum samúð aðstandendum þeirra sem misstu börn sín, foreldra, nána ættingja og vini, er það heitasta ósk og hreint réttlætismál að jarðgöng verði lögð svo ekki þurfi stöðugt og fyrirvaralítið að loka lífæðinni innan byggðarinnar vegna snjóflóðahættu.

Mörg orð hafa verið sögð en nú þurfa verkin að tala

Nú þegar fjölmiðlar fjalla mjög ítarlega um hin hörmulegu snjóflóð í Súðavík, sorg, vonbrigði og hetjudáðir í fárviðri sem á sér varla sína líka væri réttmætt að þeir leiddu einnig orðræðuna að samgöngunum sem skipta byggðirnar öllu máli.

Þar hafa stjórnvöld gengið á bak orða sinna æ ofan í æ. 

Jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur hafa verið á dagskrá í áratugi en ekkert gerst.

Byggðarlagið er búið að færa miklar fórnir og mörg orð  hafa verið sögð nú eru það verkin sem þurfa að tala.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband