Merkel krefst Evrópuhers ESB

  Angela Merkel vill að herir Evrópusambandsríkja lúti sameiginlegri stjórn og myndi svokallaðan "Evrópuher". David Cameron forsætisráðherra Breta hefur staðið gegn þeim áformum. Nú mun Merkel hafa krafist þess af Cameron að láta af þessari andstöðu sinni við  Evrópuherinn ef ljáð verði máls á óskum hans um  endurskoðun á tilteknu regluverki ESB.

  
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. stækka

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands. AFP

 

 

 

 

 

Ísland úr Schengen !

Schengen- samstarfið er í molum. Forsendur þess eru ekki lengur fyrir hendi. Hvert landið á fætur öðru herðir nú landamæraeftirlit sitt  á eigin forsendum og lokar landamærum sínum fyrir óheftri ferð fólks milli landa.

„Þar sem ekki tekst leng­ur að verja ytri landa­mæri Schengen-svæðis­ins er sam­starfið und­ir merkj­um þess í mol­um .." :  Schengen-sam­starfið „í mol­um.

Þetta segir Björn Bjarnason sem var dómsmálaráðherra og studdi mjög eindregið inngöngu Íslands í Schengen.

 Að gefa upp landamæri sín til annarra ríkja var mjög umdeilt á Alþingi á þeim tíma. Ég og fleiri lögðumst gegn því fullveldisframsali sem aðildin að Schengen fól í sér.

Nú síðast lokar sjálft Þýskaland, höfuðvígi hins miðstýrða Evrópusambands landamærum sínum.

En óheft för fólks á milli einstakra ESB landa er einn af hornsteinum Evrópusambandsins. Landa­mær­un­um að Aust­ur­ríki lokað

Óháð afstöðu til lausnar hins mikla flóttamannstraums til Evrópu verður Ísland þegar í stað að grípa til eigin ráðstafanna í landamæraeftirliti og segja sig frá Scengen.

  

 


Stórpólitísk tíðindi frá Bretlandi

Greiddi atkvæði gegn inngöngu Bretlands í ESB.

Jeremy Cor­byn, róttækur vinstrimaður var í dag kjör­inn leiðtogi breska Verka­manna­flokks­ins.

Corbyn greiddi atkvæði gegn inngöngu Bretlands í ESB á sínum tíma. En eitt stærsta mál framundan hjá Bretum er þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn úr Evrópusambandinu.  

Cor­byn kjör­inn leiðtogi Verka­manna­flokks­ins

David Camerun forsætisráðherra  hefur leikið með kápuna lausa á báðum öxlum  þóst bæði vilja vera inni og úti og "kíkja í alla pakka" og biðja um fínni umbúðir eins og við þekkjum úr umræðunni hér heima.

Slíkt mun honum ekki gagnast þegar á hólminn er komið í Bretlandi frekar en okkur hér á Íslandi

Í Bretlandi gætu sameinast þau pólitísku öfl sem eru annarsvegar vinstramegin og hinsvegar hægramegin í pólitík og hafnað aðild að skrifstofubákni og yfirþjóðlegum hroka og valdbeitingu Brüsselvaldsins.

Ég hef reyndar aldrei skilið afhverju ýmsir þeir sem kalla sig vinstrimenn á Íslandi sóttu um inngöngu í ESB og halda sig þar enn.

Það verða spennandi tímar framundan í breskri pólitík.

 

 


Loforð og svik ?

Hvernig ætla stjórnarflokkarnir að útskýra fyrir kjósendum svik sín í ESB-málinu? 

Spyr Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og einn af burðarásum Sjálfstæðisflokksins um áratugi:

" Báðir flokkarnir gengu til kosninga vorið 2013 með þá yfirlýstu stefnu að binda endi á umsóknarferlið. Það hefur mistekizt".

Og að mati Styrmis sýnist ríkisstjórnin hafa gefist upp við að hrinda i framkvæmd einu sína stærsta kosningaloforði:

" Veturinn 2014 ætlaði ríkisstjórnin sér að ljúka málinu með þingsályktun á Alþingi. Hún gafst upp við það".

Það er flokkum dýrt að svíkja loforð í grundvallarmálum sínum eins og dæmin sanna og Styrmir kveður fast að orði:

"Þetta eru alvarlegustu mistök núverandi ríkisstjórnar og þingflokka hennar vegna þess að þau mistök snúast ekki um dægurmál heldur grundvallarmál".

En ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks  hefur enn tæp tvö ár til að standa við gefin loforð um afdráttarlausa afturköllun umsóknarinnar:

"Framundan er landsfundur flokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort svæfingin mun einnig ná til landsfundar og hvort landsfundarfulltrúar láta gott heita"

segir Styrmir og brýnir landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Svo virðist sem ríkisstjórn og Alþingi ráði ekki við að framfylgja stefnu flokka sinna, uppfylla kosningaloforð sín og fara að vilja þjóðarinnar um afdráttarlausa afturköllun umsóknarinnar að ESB. En það getur orðið hverjum manni og flokki dýrt að svíkja gefin loforð.

 

Lýðræðið og þjóðaratkvæðagreiðslur

Stjórnvöld, kjörnir fulltrúar eru til fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir geðþóttaákvarðanir stjórnvalda.

Að kalla þjóðina til með beinum hætti í ákvörðunum um einstök mál er hluti hins virka lýðræðis fólksins

Æ ofan í æ hefur það gerst á undaförnum árum að fulltrúar sem kjörnir eru á þing samkvæmt stefnu, loforðum  eða yfirlýsingum sem þeir hafa gefið, en svíkja svo á örlagastundum.

 Ýmis einstök mál sem snerta fullveldi, auðlindir og framtíðarheill þjóðarinnar eru með þeim hætti að fulltrúalýðræðið ræður illa við að ná niðurstöðu sem er í samræmi við vilja þjóðarinnar.

Lýðræði fólksins á stöðugt í vök að verjast því þeir sem fara með völd á hverjum tíma telja sér trú um að almenningur, fólkið í landinu hafi ekki vit eða  þekkingu til að taka ákvörðun í tilteknum málum.

Eða eins og sitjandi valdhafar á hverjum tíma segja, að það væri svo hættulegt að láta þjóðina komast að málinu því þá vissi enginn hvað gæti gerst.

Einn lýðræðisventill sem nú verandi stjórnarskrá landsins hefur er málskotsréttur forsetans. Þar getur forsetinn skotið umdeildum málum, stjórnvaldsaðgerðum ríkisstjórnar til þjóðarinnar. Beiting þessa ákvæðis hefur reynst þjóðinni mikilvæg á síðustu misserum.

 Ríkisstjórn og Alþingi á hverjum tíma virðist óttast þjóðaratkvæðagreiðslur. Þess vegna þarf að styrkja þann þátt stjórnarskrárinnar og rýmka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði til þess að ráða fram úr og vísa veginn í mikilvægum en umdeildum málum

 


Slagurinn um fullveldið

Evrópusambandsumsóknin og fullveldisframsalið var stærsta mál síðustu ríkisstjórnar og klauf bæði stjórnina, þingið  og þjóðina í andstæðar fylkingar.

Setningarræða forseta Íslands í gær endurspeglaði þá baráttu sem staðið hefur um fullveldi þjóðarinnar síðustu ár.

EES samningurinn, sem tók gildi 1.janúar 1994 var afar umdeildur og samþykktur með minnsta meirihluta á Alþingi. Samningurinn fékk  ekki að fara fyrir dóm þjóðarinnar þótt 34.397 manns hefðu með eigin undirskrift skorað á Alþingi og  forsetann að beita þeim rétti. EES samningurinn er af mörgum talinn hreint stjórnarskrárbrot.

 Nú síðustu misserin hafa stjórnmálamenn margir sett EES samninginn ofar stjórnarskrá Íslands. Þau sömu öfl halda því fram að vegna EES-samningsins verði að breyta fullveldis ákvæðum stjórnarskrárinnar. EES-samningurinn átti þó að vera afmarkaður um gagnkvæm viðskipti á tilteknum sviðum.

 Þjóðin var ekki spurð fyrirfram hvort hún vildi ganga í Evrópusambandið sem var þó tilgangur umsóknarinnar.

Sem betur fór var hægt að stöðva bæði ESB umsóknina og áformin um fullveldisframsalið á síðasta kjörtímabili.

Síðustu forsetakosningar snerust m.a. um áform sterkra pólitískra afla, sem vildu heimildir til fullveldisframsals í stjórnarskrá og inngöngu í Evrópusambandið.

Þar hafði Ólafur Ragnar Grímsson tjáð sig med afgerandi hætti sem meirihluti þjóðarinnar treysti.

Ræða forsetans við þingsetningu í gær  minnti rækilega á að áfram vinna sterk öfl að veikingu fullveldisréttarins.

Svo virðist sem  ríkisstjórnin og Alþingi ráði ekki við að afturkalla  Evrópusambandsumsóknina með óyggjandi hætti og vofir hún áfram yfir komist aðildarsinnuð ríkisstjórn til valda.

Framboð til embættis forseta Íslands að ári mun því að óbreyttu áfram snúast um fullveldisrétt þjóðarinnar og  baráttuna gegn áformum um framsal þess réttar og inngöngu í Evrópusambandið.

 

 

 


Fullveldið stærsta auðlind þjóðarinnar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson lagði þunga áherslu á fullveldi þjóðarinnar við setningu Alþingis áðan.

Í krafti fullveldisins sóttum við eigið forræði á fiskveiðilögsögunni og landgrunninu. Með fullveldið að vopni gátum við hafnað ábyrgð þjóðarinnar á óreiðuskuldum einkaaðila. Hefðum við þá verið komin í ESB hefði hið yfirþjóðlega vald Evrópusambandsins hneppt íslensku þjóðina í ábyrgð fyrir einkaaðila og skuldafjötra svipuð og Grikkir nú bera:

 „All­ir vissu að full­veldið var horn­steinn í sjálf­stæðis­kröf­um Ís­lend­inga. Rétt­ur sem síðar var hert­ur við er­lend ríki um út­færslu land­helg­inn­ar. Full­veldið var þá for­senda þess að fá­menna þjóðin bar hærri hlut en heimsveldið,“ sagði for­set­inn og bætti við að full­veld­is­rétt­ur­inn hafi einnig verið ný­lega úr­slita­vopn „þegar banda­lag Evr­ópu­ríkja reyndi að þvinga Íslend­inga til að axla skuld­ir einka­banka.“

Íslendingum hefur alla tíð frá lýðveld­is­stofn­un tek­ist að stunda fjölþætt alþjóðasam­starf með ýms­um alþjóðastofn­un­um og öðrum ríkj­um, „án þess að þörf væri að breyta full­veld­isákvæðum lýðveld­is­ins, hinum helga arfi sjálf­stæðis­ins,“ sagði forsetinn.

Þeir sem vilja skerða fullveldisréttinn

ESB aðildarsinnar á Alþingi vilja að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar verði skert og þynnt  út þannig að framselja megi æ fleiri forræðisþætti landsins til yfirþjóðlegra stofnana eða ríkjasambanda. Þessa umræðu þekkti ég vel sem ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem Evrópusambandsumsóknin og stjórnarskrárbreytingar hennar vegna fylgdust að hjá forystumönnum þáverandi ríkisstjórnarflokka.

Sem betur fór tókst að koma í veg fyrir þau áform þá.

ESB aðildarsinnar á Alþingi munu áfram sækja hart að fullveldinu í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.

Það var því hárrétt hjá forsetanum að vara alþingismenn við skerðingum á fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar

"Sjálfstæðið er sívirk auðlind" segir Ragnar Arnalds í samnefndri bók.

Það er öllum ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hefur sem forseti átt farsæla aðkomu að styrkja sjálfstæða ímynd Íslands bæði innlands sem og á alþjóðavettvangi. Hann hefur staðið vörð um fullveldið og beitt ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæði því til varnar á örlagatímum.

 

 


OECD- launahækkanir - stöðugleiki og ESB

Framkvæmdastjóri OECD Angel Gurría sendir almennu launafólki og starfsfólki á sjúkrahúsum  á Íslandi tóninn vegna nýrra launahækkanna. Hann minnist ekki á að launahækkanir bankastjóra eða framkvæmdastjóra og annarra háttsettra hjá samtökum atvinnulífsins eða stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja ógnuðu stöðugleika í íslensku efnahagslífi . Mikil heimavinna bíður“

Nei það voru launahækkanir almennra launþega sem hann hafði áhyggjur af að gæti ógnað stöðugleikanum.

„Þessar kjaraviðræður eru nú hatrammar og þrasgjarnar og gefa tilefni til mikilla launahækkana sem fara langt fram úr framleiðni í þessum greinum og draga úr samkeppnishæfni landsins.“

Voru ekki tveir aðilar að semja og krefjast nokkurra ára leiðréttingar og sanngirni.

Og við stöndum blessunarlega utan ESB

Ástæða er til að fagna góðri stöðu í íslensku atvinnulífi og þjóðarbúskap. Framkvæmdastjórinn hefði átt að gleðjast með okkur að við stöndum utan Evrópusambandsins og gátum haldið á okkar eigin málum sjálf. Það var ekki sjálfgefið, en sem betur fór tókst að koma í veg fyrir að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið næði fram að ganga.

Hverjir ógna stöðugleikanum?

Skyldi framkvæmdastjórinn hafa spurt um launahækkanir bankastjóra, forstjóra,"bónusa" og arðgreiðslur margra fyrirtækja síðustu misserin? Líklega ekki.

Formaður Framsýnar líkir seðlabankastjóra við bjarndýr í ...

Vilhjálmur sakar seðlabankastjóra um hræsni « Eyjan

 

Stöndum með okkur sjálf

Ég hef aldrei kunnað við þegar aðilar sem starfa hjá hinum eða þessum erlendum samtökum og stofnunum geta talið sig þess umkomna að tjá sig og vanda um, þegar þeim finnst hinn almenni launamaður fá of mikið í sinn hlut af þjóðarkökunni.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband