Lýðræðið og þjóðaratkvæðagreiðslur

Stjórnvöld, kjörnir fulltrúar eru til fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir geðþóttaákvarðanir stjórnvalda.

Að kalla þjóðina til með beinum hætti í ákvörðunum um einstök mál er hluti hins virka lýðræðis fólksins

Æ ofan í æ hefur það gerst á undaförnum árum að fulltrúar sem kjörnir eru á þing samkvæmt stefnu, loforðum  eða yfirlýsingum sem þeir hafa gefið, en svíkja svo á örlagastundum.

 Ýmis einstök mál sem snerta fullveldi, auðlindir og framtíðarheill þjóðarinnar eru með þeim hætti að fulltrúalýðræðið ræður illa við að ná niðurstöðu sem er í samræmi við vilja þjóðarinnar.

Lýðræði fólksins á stöðugt í vök að verjast því þeir sem fara með völd á hverjum tíma telja sér trú um að almenningur, fólkið í landinu hafi ekki vit eða  þekkingu til að taka ákvörðun í tilteknum málum.

Eða eins og sitjandi valdhafar á hverjum tíma segja, að það væri svo hættulegt að láta þjóðina komast að málinu því þá vissi enginn hvað gæti gerst.

Einn lýðræðisventill sem nú verandi stjórnarskrá landsins hefur er málskotsréttur forsetans. Þar getur forsetinn skotið umdeildum málum, stjórnvaldsaðgerðum ríkisstjórnar til þjóðarinnar. Beiting þessa ákvæðis hefur reynst þjóðinni mikilvæg á síðustu misserum.

 Ríkisstjórn og Alþingi á hverjum tíma virðist óttast þjóðaratkvæðagreiðslur. Þess vegna þarf að styrkja þann þátt stjórnarskrárinnar og rýmka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði til þess að ráða fram úr og vísa veginn í mikilvægum en umdeildum málum

 


Bloggfærslur 10. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband