Loforð og svik ?

Hvernig ætla stjórnarflokkarnir að útskýra fyrir kjósendum svik sín í ESB-málinu? 

Spyr Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og einn af burðarásum Sjálfstæðisflokksins um áratugi:

" Báðir flokkarnir gengu til kosninga vorið 2013 með þá yfirlýstu stefnu að binda endi á umsóknarferlið. Það hefur mistekizt".

Og að mati Styrmis sýnist ríkisstjórnin hafa gefist upp við að hrinda i framkvæmd einu sína stærsta kosningaloforði:

" Veturinn 2014 ætlaði ríkisstjórnin sér að ljúka málinu með þingsályktun á Alþingi. Hún gafst upp við það".

Það er flokkum dýrt að svíkja loforð í grundvallarmálum sínum eins og dæmin sanna og Styrmir kveður fast að orði:

"Þetta eru alvarlegustu mistök núverandi ríkisstjórnar og þingflokka hennar vegna þess að þau mistök snúast ekki um dægurmál heldur grundvallarmál".

En ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks  hefur enn tæp tvö ár til að standa við gefin loforð um afdráttarlausa afturköllun umsóknarinnar:

"Framundan er landsfundur flokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort svæfingin mun einnig ná til landsfundar og hvort landsfundarfulltrúar láta gott heita"

segir Styrmir og brýnir landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Svo virðist sem ríkisstjórn og Alþingi ráði ekki við að framfylgja stefnu flokka sinna, uppfylla kosningaloforð sín og fara að vilja þjóðarinnar um afdráttarlausa afturköllun umsóknarinnar að ESB. En það getur orðið hverjum manni og flokki dýrt að svíkja gefin loforð.

 

Bloggfærslur 11. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband