Ísland úr Schengen !

Schengen- samstarfið er í molum. Forsendur þess eru ekki lengur fyrir hendi. Hvert landið á fætur öðru herðir nú landamæraeftirlit sitt  á eigin forsendum og lokar landamærum sínum fyrir óheftri ferð fólks milli landa.

„Þar sem ekki tekst leng­ur að verja ytri landa­mæri Schengen-svæðis­ins er sam­starfið und­ir merkj­um þess í mol­um .." :  Schengen-sam­starfið „í mol­um.

Þetta segir Björn Bjarnason sem var dómsmálaráðherra og studdi mjög eindregið inngöngu Íslands í Schengen.

 Að gefa upp landamæri sín til annarra ríkja var mjög umdeilt á Alþingi á þeim tíma. Ég og fleiri lögðumst gegn því fullveldisframsali sem aðildin að Schengen fól í sér.

Nú síðast lokar sjálft Þýskaland, höfuðvígi hins miðstýrða Evrópusambands landamærum sínum.

En óheft för fólks á milli einstakra ESB landa er einn af hornsteinum Evrópusambandsins. Landa­mær­un­um að Aust­ur­ríki lokað

Óháð afstöðu til lausnar hins mikla flóttamannstraums til Evrópu verður Ísland þegar í stað að grípa til eigin ráðstafanna í landamæraeftirliti og segja sig frá Scengen.

  

 


Bloggfærslur 13. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband