Baðst ekki afsökunar á hryðjuverklögunum

David Camerun forsætisráðherra Breta fann ekki hvöt hjá sér til að biðja Íslendinga afsökunar á hryðjuverkalögunum sem sett voru á okkur haustið 2008.  Að stimpla land hryðjuverkaríki og beita það síðan aðgerðum á grundvelli þeirra var alþjóðlegur glæpur.

 Beiting hryðjuverkalaga er ein hrottalegasta framkoma sem nokkurt ríki getur beitt annað og segir kannski meir en margt annað um innræti þessa gamla nýlenduveldis gagnvart smáþjóð.

 -Bretar myndu t.d. aldrei hafa beitt hryðjuverkalögum á  Þjóðverja, Bandaríkjamenn eða Rússa þótt sumum gæti fundist ærin ástæða til þess._

Vissulega hafa samskipti landanna um margt verið mjög góð ártugum saman - í viðskiptum, á menningar og menntasviði ofl.

En við munum þorskastríðin

Hryðjuverkalög Breta voru studd af Evrópusambandinu, Norðurlöndum  að frátöldum Færeyingum, sem stóðu með okkur heilir.

Hryðjuverkalögin lokuðu í einum vettvangi á nánast öll samskipti Íslands við umheiminn. Námsmönnum og fjölda Íslendinga erlendis voru nánast allar bjargir bannaðar.

Skortur á lyfjum og fleirum lífsnauðsynlegum vörum lá fyrir dyrum.

  Íslenskur almenningur átti að axla ábyrgð á glæpum innlendra og erlendra fjárglæframanna, gölluðum lögum og regluverki Evrópusambandsins og græðgi Breta sjálfra í peninginga.

Cameron er fyrsti forseti Bretlands sem kemur til höfuðborgarinnar síðan Ísland var sjálfstætt og fullvalda ríki.

Það sýnir hroka og litla sál hjá forsætisráherra Bretlands, David Cameron að nýta ekki tækifærið og biðjast afsökunar á skýlausu broti á alþjóðalögum gagnvart lítilli smáþjóð. Hann hefði orðið maður að meiri.

 


Mun Sjálfstæðisflokkurinn svíkja í ESB málinu ?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætlar að skilja Evrópusambandsumsóknina eftir á sama stað og hún var þegar þeir tóku við í ríkisstjórn. Umsóknin var þá stopp og gat ekki haldið áfram nema ríkisstjórnarflokkarnir veittu henni brautargengi.

Það var Alþingi sem samþykkti að sækja um aðild, hversu lögleg sem sú aðgerð var og það var Evrópuþingið sem samþykkti beiðnina. Hjá hvorugum þessum hefur umsóknin verið afturkölluð eða send til baka. Næsta ríkisstjórn getur því óhindrað tekið upp þráðinn á ný og haldið áfram umsóknarferlinu á sínum forsendum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur öll sem erum andsnúin áformum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að afturkalla umsóknina með óyggjandi hætti og byrjaði feril sinn í ríkisstjórn  með það að markmiði að standa við loforð sín samanber meðf. frétt. Formaðurinn kallar eftir trausti. Það fæst aðeins ef menn standa við orð sín.

 
 
 

Um­sókn­in verði dreg­in til baka 

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins. stækka

Val­höll, höfuðstöðvar Sjálftsæðis­flokks­ins. mbl.is/​Rax / Ragn­ar Ax­els­son

ng­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti á fundi sín­um í dag að um­sókn­in um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið yrði dreg­in til baka í sam­ræmi við þings­álykt­un­ar­til­lögu sem ut­an­rík­is­ráðherra myndi leggja fram á Alþingi. Þetta staðfest­ir Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Niðurstaða þing­flokks­ins er að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um að draga aðild­ar­viðræðurn­ar til baka var samþykkt út úr þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Ragn­heiður. Spurð hvort niðurstaðan hafi verið ein­róma svar­ar hún: „Við erum ekk­ert vön að greina frá því hvernig það er. Hún er bara af­greidd út úr þing­flokkn­um.“

Sama niðurstaða varð á þing­flokks­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fór í dag að sama skapi: „Þetta var samþykkt ein­róma út úr þing­flokkn­um,“ seg­ir Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

 


Sjálfstæðisflokkurinn og ESB

ESB-umsóknina á að afturkalla formlega og ótvírætt sagði formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins, Tómas Ingi Olrich fyrrverandi ráðherra, sem kvað skýrt að orði á aðalfundi Heimsýnar í fyrradag:

"Umsóknin að Evrópusambandinu var gríðarleg mistök og sýndi bæði kjarkleysi og undirlægjuhátt þeirra sem að henni stóðu. Menn höfðu misst trúna á sjálfan sig og kraftinn sem fylgir sjálfstæðu þjóðríki".

Hryðjuverkalög Breta, málsókn ESB gegn okkur í Icsave og flótti Norðurlanda í fjármálahruninu á Íslandi sýndi að þeir sem maður heldur að séu vinir sínir til síðasta manns eru fljótir að leggja niður skotið og koma i bakið ef þeim hentar svo.

"Það ber að afturkalla umsóknina um aðild að ESB með skýrum hætti.

Eins og staðan væri núna væri umsóknin bara í dvala og auðvelt væri að vekja hana til lífsins á ný." Sagði Tómas Ingi, formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir trausti í stjórnmálum á landsfundinum.

Traust fæst aðeins með því að standa við orð sín og stefnu.

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að afturkalla ESB umsóknina afdráttarlaust. Til þess að vinna traust þarf að efna slík grundvallarloforð.

 


Hin bognu hné ráðherranna

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á fullu í aðlögun íslensks landbúnaðar og matvælavinnslu að kröfum ESB-aðildar og stórinnflutningsfyrirtækjanna.

Evrópusambandsumsóknin stendur, þótt henni sjálfri sé troðið tímabundið niður í skúffu 

 Eindregnar yfirlýsingar Framsóknarflokksins og heitstrengingar m.a.núverandi utanríkisráðherra og annarra þingmanna flokksins fyrir kosningar um afdráttarlausa afturköllun umsóknarinnar hafa í raun verið sviknar. Og utanríkisráðherrann hefur látið þvæla sér í fáránlegan stuðning við refsiaðgerðir ESB gegn Rússum sem fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum, og áratuga góðum viðskiptum við þá.

Nýgerður tollasamningur við Evrópusambandið er af sama meiði og er eins konar innganga í Evrópusambandið um hliðardyr hvað landbúnað- og matvælavinnslu í landinu varðar.

Það er þeim mun furðulegara að þetta eru ráðherrar Framsóknarflokksins sem leiða þessa vegferð, flokksins sem hefur á stefnu sinni að standa með bændum og íslenskri matvælaframleiðslu og gegn aðlögun að ESB aðild.

Það sem tapast við svona aðgerðir verður ekki auðveldlega kallað til baka.

Og enn furðulegra er að forysta bænda og matvælavinnslunar í landinu stendur eins og lömuð hjá : Það má nefnilega ekki styggja "sína" menn í forystu ríkisstjórnarflokkanna.

Ég þekkti sem ráðherra viðlíka tillögur í tollaeftirgjöf í tengslum við  aðlögunarvinnuna að ESB og var þeim andvígur.

Ég veit líka að hefði ég staðið að slíkum tillögum sem ráðherra hefði bændaforystan og matvælavinnslufyrirtækin í landinu lagst á mig og mótmælt með miklum þunga, eðlilega.

Þessi tollasamningur er ekki orðinn að veruleika þótt svo sé látið. Það væri rothögg fyrir þróun fjölbreyttrar innlendrar matvælaframleiðslu ef hann næði óbreyttur fram að ganga. Heilbrigði íslensks búfjár væri stefnt í aukna hættu.

Það tókst að snúa til baka samningum um óheftan innflutning á hráum ófrosnum kjötvörum.

Ef vilji er til, þá er hægt að snúa þessum axarskaftasamningi við líka.

Kjósendur margir treystu Framsóknarflokknum við síðustu alþingiskosningar til að standa í lappirnar gagnvart Evrópusambandinu. Nú standa þeir ráðalausir frammi fyrir eftirgjöf og bognum hnjám ráðherranna sinna.

Þetta allt kemur mér því miður of kunnuglega fyrir sjónir

Flokksmenn Framsóknar verða að hafa þá döngun í sér og taka þessa ráðherra sína á beinið og krefjast þess að þeir standi við stefnu flokksins og kosningaloforð í þessum efnum. 


Kolefnisfótsporin á RÚV

 Fjölmiðlapressan á Íslandi var ringluð og áttavilt gagnvart þeim stóra viðburði fyrir Ísland sem Hringborð Norðurslóða, “Arctic Circle Conference” í síðustu viku var:  (Þyrftu að planta 500 þúsund trjám)

  Hollande Frakklandsforseti og prins Albert II af Monakó voru hinsvegar ekki í vafa um mikilvægi ráðstefnunnar og miðlægt frumkvæði Íslands.

Páfinn í Róm sá sérstaka ástæðu til að senda kveðjur og heillaóskir til Hringborðsins:  ( Páfi sendi hringborði Norðurslóða kveðju)

Frumkvæði forsetans

Það er að vísu rétt að Ólafur Ragnar Grímsson hefur með orðum sínum og gjörðum ekki ávalt leikið á nótum fjölmiðla.  Má þar nefna Icesave málið, andstöðuna við inngöngu í Evrópusambandið og gangrýni á áform um framsal á fullveldi landsins í drögum að stjórnarskrá.

Ég tel þó af og frá að gengið hafi verið framhjá Rúv í aðgengi að ráðstefnunni svo ástæðulaust væri að móðgast.

Afbrýðissemi eða vankunnátta 

  Aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar voru umhverfismál og breytingar á heimskautaísnum vegna hlýnunar jarðar.

Fréttin í Ríkisútvarpinu 19.okt, sem  átti að vera  einskonar uppgjör af þess hálfu  eftir ráðstefnuna  var þó með ólíkindum.

  Þar var gert gys að ráðstefnunni og  dregið  helst fram að gestirnir með ferðum sínum  "hafi skilið eftir sig kolefnisfótspor á stærð við 200 hektara skóg" sem þeim væri nær að planta til að bæta fyrir tilstandið eins og kemur fram í meðfylgjandi frétt Rúv frá 19.okt. : Þyrftu að planta 500 þúsund trjám

Svo sannarlega skal ekki dregið úr hlut ferðalaga í loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Og kannski hefur þetta átt að vera fyndni hjá Rúv, en sem loka umfjöllun einnar stærstu ráðstefnu á heimsvísu um Norðurslóðir gat hún ekki talist það.

Þegar sálin er lítil

Áfram er í fréttinni fabulerað um stærðir á kolefnisfótsporum ráðstefnugesta eftir því hvort þeir ferðuðust á fyrsta, öðru farrými, Saga klass eða einkaþotum:.

“Miðað við upplýsingar af Vísindavefnum þyrftu fyrirlesarar því að planta minnst um 40 þúsund trjám, ef þeir vildu kolefnisjafna ferðalag sitt, eða 16 hektara skóglendi.

Þetta er fyrir utan aðstoðarmenn og fylgdarlið fyrirlesaranna og aðra erlenda gesti sem komu á Arctic Circle, en um 2000 þátttakendur frá um 50 löndum sóttu ráðstefnuna. Ef meiri hluti þeirra kom með flugvél, þyrftu þeir samtals að planta um það bil hálfri milljón trjáa til að kolefnisjafna ferðalagið.”

 Þótt rétt sé að draga athygli að þessum alvarlegu þáttum umhverfismála, sem ferðalög eru fannst mér í raun ríkisútvarpið verða sér til minnkunar í þessari aðalumfjöllun sinni um ráðstefnuna.

 Rúv ætti að telja saman kolefnisfótspor "Brüsselfaranna"!

Mér var hugsað til allra kolefnisfótsporanna hjá þeim fjölda fólks sem þáðu hundruðum ef ekki þúsundum saman boðsferðir til Brüssel til að greiða fyrir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Kannski er kominn tíminn á að fréttastofa Ríkisútvarpsins afli gagna um þau ósköp öll og telji kolefnisfótspor "Brüsselfaranna" undanfarin ár tengt ESB - umsókninni og hvað þau hafa kostað þjóðina og alheiminn.

 


Hringborð Norðurslóða

Stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið um málefni Norðurslóða fór fram í Hörpu dagana 16.-18. október slíðastliðinn.

Þetta er sú þriðja hér á landi á vegum Hringborðsins undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera með innlegg og taka þátt í ráðstefnunni: "The Arctic Circle Conference".

Þarna komu saman leiðandi stjórnmálamenn, vísindamenn og foystufólk í stofnunum, ráðum og almannasamtökum sem tengjast beint stöðu og þróun mála á heimskautasvæðum norðurhvels.

Í stuttu máli sagt kom ráðstefnan mér á óvart:  hversu öflugt og  víðfemt efnið var, frábært skipulag, þátttaka og nöfn og forystu fólk á þessum vettvangi á Norðurhveli jarðar.

Ísland, lítið en sjálfstætt land fyrir miðju Norður-Atlantshafi, leikur þarna lykilhlutverk í að færa sem flesta að hringborði þar sem að hin ýmsu sjónarmið og gagnkvæmar upplýsingar fá tækifæri til að koma fram á jafnréttisgrunni allra.

 "Save t The Arctic" Framtíð okkar er háð því sem þar gerist. 

Ólafur Ragnar Grímsson hefur haft málefni Norðurslóða sem sérstakt áhersluefni.

Það var auðfundið á ráðstefnunni að forysta Ólafs Ragnars á þessum vettvangi sem og Íslands nýtur djúprar virðingar og þakklætis á alþjóðavettvangi. Dagsetningar fyrir framhald á ráðstefnum  Hringborðsins hér á landi  hafa þegar verið ákveðnar næstu tvö ár fram í tímann.

Heimskautasvæðin, Norður-Íshafið eru eins og lungu fyrir allt lífríkið, þróun þess og endurnýjun á öllu Norðuhveli jarðar.  Ráðstefna og samtal af þeim toga sem á sér stað við Hringborð Norðurslóða er afrek sem miklar væntingar eru bundnar við.

 


Makríllinn og fullveldi Íslands

Makrílveiðarnar skiptu sköpum fyrir  atvinnu og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar árin eftir hrun.

Evrópsambandið hótaði Íslendingum viðskiptaþvingunum vegna lögmætra makrílveiða okkar. Makríll var þá íslenskri lögsögu í milljóna tonna vis. Evrópusambandið lagðist gegn því að viðurkenna rétt Íslendinga til makrílveiða. Sá réttur fullvalda strandríkis er þó skýlaus samkvæmt alþjóðalögum. "Föðurland vort hálft er hafið", fullveldisréttur okkar er því jafn á landi og sjó.

 Ég minnist þess einnig  þegar Evrópusambandið tók sér einskonar lögregluvald  og rak fulltrúa okkar á dyr af sameiginlegum fundi strandríkja sem veiddu makríl.

 Evrópusambandið var engin góðgerðastofnun í samskiptum um makrílinn né virti alþjóðalög og sáttmála. Þaðan af síður virti ESB rétt smáþjóða til að vernda og nýta sínar eigin auðlindir í deilunni um makrílveiðarnar.

ESB setti sérstök lög til að beita á Íslendinga og Færeyinga vegna fiskveiða þeirra. Setti einhliða viðskiptabann á Færeyinga og  hótuðu víðtækum refsiaðgerðum og innflutningsbanni á fiskafurðir frá Íslandi. Sú hótun stendur vafalaust enn.

ESB sinnum á Íslandi illa við makríl?

Samningarnir um inngöngu í Evrópusambandið strönduðu af þess hálfu m.a.á makrílnum og því að við skyldum taka okkur rétt til að veiða eðlilega hlutdeild í íslenskri lögsögu.

 Það er því við að búast að mörgum hörðum ESB sinnum sé í nöp við makrílinn og fagni því að aftaníossaháttur við refsiaðgerðir gegn Rússlandi bitni á veiðum og sölu á makríl.

Ísland getur í krafti fullveldis og samskipta haft meiri áhrif á alþjóðavettvangi en hanga aftan í stórveldum eða ríkjasamböndum sem vilja deila og drottna í krafti eigin viðskipta- og valdahagsmuna. Áhrif og stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna er gott dæmi um slíkt.

Sýnum sjálfstæði í utanríkismálum

Vonandi verður viðskiptasamstarfi við Rússa komið í lag um næstu áramót þegar skuldbinding utanríkisráðherra við ESB, sem hann hafði enga heimild til rennur út og verður ekki endurnýjuð.

 


Hún var vandi ríkisstjórnarinnar frá fyrsta degi

Frekja og dómgreindarleysi Jóhönnu Sigurðardóttur gerði fyrrverandi ríkisstjórn fyrirfram lítt starfhæfa. Jóhanna stingur höfðinu rækilega áfram í sandinn ef hún ætlar að varpa ábyrgð af sér á Árna Pál. Harkaleg skot Jóhönnu á Árna Pál munu valda

Þótt ég sé enginn pólitískur stuðningsmaður Árna Páls Árnasonar skal rétt vera rétt.

Stjórnarskrármálið eins og það var keyrt áfram naut aldrei meirihlutastuðnings á Alþingi. Þetta vissi Jóhanna best sjálf en samt ríghélt hún í þennan lekakút sinn og sinna nánustu.

Ákveðin atriði í stjórnarskrártillögunum miðuðu beint að því að stytta og auðvelda ferilinn til fullveldisframsals og inngöngu í Evrópusambandið sem hefðu aldrei verið samþykktar.

Það var því ábyrgðarhluti af Jóhönnu sem verkstjóra ríkisstjórnar að keyra þetta mál áfram af offorsi, sem var fyrirfram tapað.

Hlutverk Árna Páls sem nýkjörins formanns Samfylkingarinnar vorið 2013 var að draga þetta gegnblauta lík að landi sem Samfylkingin var þá orðin.  Árni Páll situr uppi með Svarta Pétur – Fleiri bera

Að bjarga lífi þess sem vill sjálfur drukkna er oft vanþakklátt starf. Ekki kemur á óvart, ef Jóhanna Sigurðardóttir velur að skella sinni eigin sök og mistökum á aðra.

Nákvæmlega sama var með hina vonlausu Evrópusambandsumsókn sem átti að vera hinn stóri líf- og björgunarpakki. Samt endurtók hún sem forsætisráðherra sífellt að umsóknin, inngangan í ESB og upptaka Evru myndi þegar í stað "bjarga" Íslandi!!

Sem betur fór tókst að kæfa ESB-umsóknina, sem var bæði hættuleg og stjórnsýslulegur óskapnaður frá byrjun.

Staðreyndin er sú að Jóhanna Sigurðardóttir sjálf var hinn stóri vandi ríkisstjórnarinnar frá fyrsta degi.


Fáni Palestínu dregin að hún hjá Sameinuðuþjóðunum

Það var hátíðleg stund þegar fáni Palestínu var dregin að húni við hús Sameinuðuþjóðanna í gær.  Palestinian flag raised at UN
 Palestinians celebrated in the West Bank city of Ramallah as the Palestinian flag was raised at the United Nations for the first time in history [EPA]

 "Það eru hinu mörgu píslarvottar, hinir særðu og þeir sem hafa látið lífið í baráttunni fyrir sjálfstæði Palestínu sem gerðu þennan atburð mögulegan" sagði Abbas forseti í ávarpi sínu:

" A moment of hope" fyrir palestínsku þjóðina.

 

 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband