Slagurinn um fullveldið

Evrópusambandsumsóknin og fullveldisframsalið var stærsta mál síðustu ríkisstjórnar og klauf bæði stjórnina, þingið  og þjóðina í andstæðar fylkingar.

Setningarræða forseta Íslands í gær endurspeglaði þá baráttu sem staðið hefur um fullveldi þjóðarinnar síðustu ár.

EES samningurinn, sem tók gildi 1.janúar 1994 var afar umdeildur og samþykktur með minnsta meirihluta á Alþingi. Samningurinn fékk  ekki að fara fyrir dóm þjóðarinnar þótt 34.397 manns hefðu með eigin undirskrift skorað á Alþingi og  forsetann að beita þeim rétti. EES samningurinn er af mörgum talinn hreint stjórnarskrárbrot.

 Nú síðustu misserin hafa stjórnmálamenn margir sett EES samninginn ofar stjórnarskrá Íslands. Þau sömu öfl halda því fram að vegna EES-samningsins verði að breyta fullveldis ákvæðum stjórnarskrárinnar. EES-samningurinn átti þó að vera afmarkaður um gagnkvæm viðskipti á tilteknum sviðum.

 Þjóðin var ekki spurð fyrirfram hvort hún vildi ganga í Evrópusambandið sem var þó tilgangur umsóknarinnar.

Sem betur fór var hægt að stöðva bæði ESB umsóknina og áformin um fullveldisframsalið á síðasta kjörtímabili.

Síðustu forsetakosningar snerust m.a. um áform sterkra pólitískra afla, sem vildu heimildir til fullveldisframsals í stjórnarskrá og inngöngu í Evrópusambandið.

Þar hafði Ólafur Ragnar Grímsson tjáð sig med afgerandi hætti sem meirihluti þjóðarinnar treysti.

Ræða forsetans við þingsetningu í gær  minnti rækilega á að áfram vinna sterk öfl að veikingu fullveldisréttarins.

Svo virðist sem  ríkisstjórnin og Alþingi ráði ekki við að afturkalla  Evrópusambandsumsóknina með óyggjandi hætti og vofir hún áfram yfir komist aðildarsinnuð ríkisstjórn til valda.

Framboð til embættis forseta Íslands að ári mun því að óbreyttu áfram snúast um fullveldisrétt þjóðarinnar og  baráttuna gegn áformum um framsal þess réttar og inngöngu í Evrópusambandið.

 

 

 


Bloggfærslur 9. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband