Fullveldið stærsta auðlind þjóðarinnar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson lagði þunga áherslu á fullveldi þjóðarinnar við setningu Alþingis áðan.

Í krafti fullveldisins sóttum við eigið forræði á fiskveiðilögsögunni og landgrunninu. Með fullveldið að vopni gátum við hafnað ábyrgð þjóðarinnar á óreiðuskuldum einkaaðila. Hefðum við þá verið komin í ESB hefði hið yfirþjóðlega vald Evrópusambandsins hneppt íslensku þjóðina í ábyrgð fyrir einkaaðila og skuldafjötra svipuð og Grikkir nú bera:

 „All­ir vissu að full­veldið var horn­steinn í sjálf­stæðis­kröf­um Ís­lend­inga. Rétt­ur sem síðar var hert­ur við er­lend ríki um út­færslu land­helg­inn­ar. Full­veldið var þá for­senda þess að fá­menna þjóðin bar hærri hlut en heimsveldið,“ sagði for­set­inn og bætti við að full­veld­is­rétt­ur­inn hafi einnig verið ný­lega úr­slita­vopn „þegar banda­lag Evr­ópu­ríkja reyndi að þvinga Íslend­inga til að axla skuld­ir einka­banka.“

Íslendingum hefur alla tíð frá lýðveld­is­stofn­un tek­ist að stunda fjölþætt alþjóðasam­starf með ýms­um alþjóðastofn­un­um og öðrum ríkj­um, „án þess að þörf væri að breyta full­veld­isákvæðum lýðveld­is­ins, hinum helga arfi sjálf­stæðis­ins,“ sagði forsetinn.

Þeir sem vilja skerða fullveldisréttinn

ESB aðildarsinnar á Alþingi vilja að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar verði skert og þynnt  út þannig að framselja megi æ fleiri forræðisþætti landsins til yfirþjóðlegra stofnana eða ríkjasambanda. Þessa umræðu þekkti ég vel sem ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem Evrópusambandsumsóknin og stjórnarskrárbreytingar hennar vegna fylgdust að hjá forystumönnum þáverandi ríkisstjórnarflokka.

Sem betur fór tókst að koma í veg fyrir þau áform þá.

ESB aðildarsinnar á Alþingi munu áfram sækja hart að fullveldinu í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.

Það var því hárrétt hjá forsetanum að vara alþingismenn við skerðingum á fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar

"Sjálfstæðið er sívirk auðlind" segir Ragnar Arnalds í samnefndri bók.

Það er öllum ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hefur sem forseti átt farsæla aðkomu að styrkja sjálfstæða ímynd Íslands bæði innlands sem og á alþjóðavettvangi. Hann hefur staðið vörð um fullveldið og beitt ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæði því til varnar á örlagatímum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband