Hefur ESB-umsóknin verið afturkölluð ?

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ræðir stöðu ESB-umsóknarinnar á félagsfundi Heimssýnar í kvöld klukkan 8 á Hótel Sögu.

Heimssýn mun í sérstakri fundarrröð bjóða forystumönnum stjórnmálaflokkanna að gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum.

Hefur umsóknin verið afturkölluð?

Hvað þýða bréfaskipti utanríkisráðherra við forystumenn ESB um stöðu umsóknarinnar? 

Kallað hefur verið eftir þjóðaratkvæðgreiðslu um stöðuna og framhaldið í Evrópusambandsmálum.

- Spyrja þjóðina beint:  Á Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki?

Samfylkingin hefur aðild að Evrópusambandinu sem eitt sitt stærsta baráttumál. 

Fróðlegt er fyrir okkur andstæðinga ESB aðildar að heyra hvað Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir um stöðu þessara mála og spyrja hann spurninga í fullveldismálum þjóðarinnar.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og stuðningsfólki Heimssýnar 

Nánar má sjá um fundinn á bloggsíðu Heimssýnar.

Árni Páll Árnason á fundi með Heimssýn

 


Bloggfærslur 16. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband