Föstudagur, 13. maí 2022
Reykjavíkurflugvöllur - Tákn höfuðborgar
Hef aldrei skilið óvild Reykjavíkurborgar í garð flugvallarins í Vatnsmýrinni.
Sem fyrrverandi landsbyggðarþingmaður og með löngun til þess að höfuðborg standi undir nafni vil ég öruggan flugvöll í Reykjavík
Reykjavíkurflugvöllur er einmitt hin sterka staðreynd þess að höfuðborgin er borg allra landsmanna.
Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti Reykvíkinga allra vilja að flugvöllurinn sé á sínum stað.
Megin þorri allra landsmanna vill hafa sinn höfuðborgar flugvöll.
Svo koma einhverjir stjórnendur "Borgarinnar" sem svífa sjálfhverf á ljósrauðu skýi eins og slitin úr tengslum við allt sem gerist ofan Ártúnsbrekku.
Reykjavíkurflugvelli er kennt um samgönguvanda og íbúðarskort í Reykjavík. - Stórmannlegt það!
Votlendið í Vatnsmýrinni og fjaran í Skerjafirði eru líka nátturperlur sem Reykavík ber ábyrgð á að varðveita.
Búið er að kosta miklu til þess að reyna að troða flugvellinum niður í Hvassahrauni, en þá fór að gjósa á Reykjanesi og umrætt flugvallarsvæði í Hvassahrauni er þar á virku eldgosasvæði.
Sömuleiðis er Keflavíkurflugvöllur og leiðir að og frá á virku eldgosasvæði
Ein af forsendum fyrir því að Landspítalinn var byggður upp við Hringbrautina var nálægðin við öruggan innanlandsflugvöll.
Allan þann tíma sem ég var á þingi skildi ég aldrei þetta sjálfhverfa viðhorf forystumanna Reykjavíkur gagnvart landsbyggðinni sem nálgaðist hreinan hroka.
Umræður framboðanna í sjónvarpinu breyttu þar litlu um því miður
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum

Stolta höfuðborg en ekki nöldrara
Ég vil sjá stolta höfuðborg með metnað og sjálfstraust til þess að vera höfuðborg allra landsmanna.
en ekki nöldrara út í tilveru íbúanna út um allt land eins og borgarstjóri gerði ítrekað í umræðunum í kvöld
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2022 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. maí 2022
Hrundansinn - eða ??
Meðan Seðlabankinn varar við verðbólgu og biður fólk að draga úr neyslu, verkalýðsforingar tala um stríðshanska, Bankar, matvælakeðjur, tryggingafélög, fasteignafélög greiða eigendum sínum út hærri arð sem aldrei fyrr.
Reykjavíkurborg vill reka burt flugvöllinn og "réttir landsbyggðinni fingurinn",
Fjármálaráðherra selur vinum og kunningjum banka. Grunnfjarskipti landsmanna seld til útlendra auðjöfra.
Vísir kemur með góðar fréttir fyrir peningastefnunefnd.
Landsmenn, þeir sem betur mega sín ætla hvorki að hlusta á varnaðarorð seðlabankastjóra né formanns VR ef marka má þessar fréttir Vísis í dag.
Seðlabankastjóri bendir á að vextir bankans séu sögulega enn lágir og fjöldi fólks hafi náð að fjárfesta í íbúð með lánum á góðum kjörum eins og að var stefnt. Og horfur séu í sjálfu sér bjartar þótt aðgát sé þörf
Tveir heimar eða er heimsendir á næsta leiti
Ölgerðin hélt langþráða árshátíð í tékkneskum kastala

Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó.
Árshátíð Ölgerðarinnar fór fram í spænska salnum svokallaða, hátíðarsal sem hefur meðal annars verið notaður fyrir móttökur Tékklandsforseta. Salurinn var byggður á árunum 1602 til 1606 og er með tólf metra lofthæð en kastalann má finna á heimsminjaskrá UNESCO. Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu þar um veislustjórnun og Siggi Gunnars þeytti skífum.
Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem Ölgerðin hélt árshátíð og segir Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins, að heimsfaraldurinn hafi auðvitað sett þar strik í reikninginn líkt og hjá öðrum stórum fyrirtækjum. Ölgerðin hafi þess í stað lagt fé til hliðar í árshátíðarsjóð og svo nýtt tækifærið til þess að fara utan.

Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman, segir Jóhanna. Óhætt sé að segja að starfsfólkið hafi skemmt sér konunglega um helgina.
Íslendingar orðnir ferðasjúkir
Þór Bæring Ólafsson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Komdu með, segir að það hafi færst mjög í aukana eftir afléttingar sóttvarnatakmarkanna að fyrirtæki reyni að gera vel við starfsfólk sitt og leggi land undir fót.
Það er búið að vera hálfgerð sprenging í þeim efnum. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem eru akkúrat í þessari stöðu núna að vilja fara út með fólkið enda ekki búið að fara neitt í tvö til þrjú ár og margir ekki einu sinni búnir að halda árshátíð svo eðlilega er reynt að gera þetta svolítið flott núna.

Þór segir að Komdu með hafi skipulagt um tíu slíkar árshátíðir fyrir íslensk fyrirtæki upp á síðkastið og fjölmargar ferðir séu á dagskránni í haust.
Þetta er að vakna aftur til lífsins, það er alveg á hreinu.
Misjafnt sé hvert fyrirtæki séu að fara en stærri fyrirtæki á borð við Ölgerðina taki oftast leiguvélar undir starfsfólk sitt. Auk þess að skipuleggja ferðir til Prag hefur fyrirtæki Þórs farið með starfsmannahópa á árshátíðir í Alicante, London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og Split í Króatíu. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að fyrirtæki hafi sömuleiðis gert sér ferðir til Amsterdam og Brighton á Englandi.

Þór segir að í flestum tilvikum séu þetta helgarferðir þar sem fólk gisti í tvær eða þrjár nætur erlendis. Utanlandsferðirnar einskorðist ekki við ákveðin svið íslensks atvinnulífs heldur sé um að ræða fjölbreyttan hóp fyrirtækja.
Mér finnst vera mikill vilji hjá starfsmannafélögum, sem eru oft búin að safna upp peningum, til að gera eitthvað fyrir starfsfólkið. Það er mikill ferðavilji hjá fólki. Íslendingar eru bara ferðasjúkir núna.
Þetta eru í sjálfu sér eins og endurbirtar myndir frá árunum 2007 og 2008. Lífið er lag
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.5.2022 kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. apríl 2022
Minning- Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir forseti Alþingis, rithöfundur og fyrrverandi ritari rektors við M.R. er fallin frá.
Þegar ég settist í Menntaskólann í Reykjavík haustið 1961, feiminn sveitastrákur lærði maður fljótt hvert skyldi leita innan skólans
Snaggaraleg ung kona fór léttstíg um alla ganga og hljóp gjarnan upp tröppurnar og stigann í skólanum.
Hún virtist vera allsstaðar.
Gjarnan með blað í annarri hendi og blýant í hinni.
Þetta var nú allt fyrir tíma tölva og farsíma.
Einbeitt á svip en stutt í brosið:
"Þetta er hún Guðrún Helgadóttir, ritari rektors. Hún ræður hér öllu" heyrðist strax pískrað meðal fyrstaárs nema.
Og svo sannarlega lét Guðrún Helgadóttir til sín taka í stjórnun skólans.
Mál M.R. voru þar í góðum höndum með rektor.
Guðrún þekkti strax alla nemendur með nafni og vissi óspurt nánast allt um hagi hvers og eins.
Guðrún Helgadóttir rektorsritari ( 1957 til 1967) var mér svona bein og óbein fyrirmynd þegar ég seinna á árum stýrði virðulegri menntastofnun af öðrum toga en M.R. Það er sem rektor Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal:
Það var sú kúnst Guðrúnar að láta umhverfið finnast maður væri alltaf til staðar og gæti lagt til.
Að heiman vissi ég að Guðrún hafði verið gift frænda mínum, Hauk Jóhannssyni frá Goðdal í Bjarnarfirði á Ströndum.
Allir kennarar og rektor voru þéraðir á þessum tíma í M.R.
Ekki minnist ég þess að Guðrún hafi þérað okkur né við hana.
Þegar nálgaðist jólafrí fór mig, sveitamanninn að langa heim í Bjarnarhöfn.
Mjög strangar reglur giltu um mætingar og hélt Guðrún ritari um þær skráningar.
Ég man þegar ég fór upp á skrifstofu til Guðrúnar Helgadóttur ritara snemma í desember.
Bað ég um að fá að fara fyrr heim í jólafrí.- Þetta væri svo óvisst með rútuferðir.
Sem þó var ekki rétt því það gekk áætlunarbíll a.m.k tvisvar í viku.
"Já" sagði Guðrún og sá aumur á mér, "er þetta líka ekki að verða síðasta rúta vestur fyrir jól"
" Jú" sagði ég. "Er svo ekki frekar erfitt með áætlunarbílinn suður eftir áramót" ?. "Jú það getur verið snúið" sagði ég.
"Reyndu samt að vera kominn fyrir miðjan janúar".
Guðrún átti það til að hóa í einstaka nemendur og hvetja þá. " Þú getur nú gert svo miklu betur". Eða hvatt þá með stuttu ávarpi. "Þetta var nú gott hjá þér".
Annars var stjórn skólans í höndum Guðrúnar ritara rektors formföst og góð.
Nemendur M.R. báru mikla virðingu fyrir Guðrúnu Helgadóttur, ritara og þeir áttu líka vísa hlýju, réttsýni og leiðsögn hennar þegar á því þurfti að halda.
En það gustaði af Guðrúnu Helgadóttur hvar sem hún fór.
Seinna kynntist ég Guðrúnu sem alþingismanni, rithöfundi og forseta Alþingis.
Alltaf fylgdi Guðrúnu hin mikla hlýja og hreinskipta reisn.
Því gátu menn alltaf treyst.
Á forseta stól Alþingis jafnt sem að lesa upp úr bókum sínum um Jón Odd og Jón Bjarna
var Guðrún Helgadóttir okkur sú hin sama til hinstu stundar: Hin léttstíga, röggsama rektorsritari sem "öllu réð" og við gamlir nemendur M.R: kynntumst svo vel, bárum virðingu fyrir og mátum
Kærar þakkir Guðrún Helgadóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2022 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. apríl 2022
Íslendingar flytja árásarvopn á vígvöllinn- Sorglegt
Þótt Ísland sé í Nató hefur landsmönnum verið sagt að við séum undanþegin herkvaðningum og beinnar þátttöku í stríðsátökum eða vopnaflutningum á vígvelli.
Í orði höfum við alltaf lagt áherslu á að leysa ætti hinar erfiðistu deilur með viðræðum en ekki með því að skjóta niður og drepa fólk, hvar í liði sem það stendur í stríðsátökum
Friðflytjendur eru ekki burðardýr fyrir morðvopn
Og hversu fordæmanlegar og hörmulegar þær aðstæður væru.
Nú berast fregnir af að Ísland hafi greitt fyrir og annast flutning á hergögnum, skotfærum og byssum ætluð til manndrápa á átakasvæðum Ukrainu.
Íslensk skráðar flugvélar og flugáhafnir hafi annast flutning á hergögnum og skotvopnum til átakasvæða i Ukraínu.
13 flugfarmar samkv. utanríkisráðuneytinu,
Mannúðaraðstoð og móttaka flóttamanna
Innrás Rússa og stríðið í Ukraínu er hörmulegt og Íslendingar reiðubúnir að leggja allt sitt af mörkum til aðstoðar flóttamanna og neyðaraðstoð innan Ukraínu. Og um það erum við 0ll sammála og stöndum þétt saman í verki . Og reiðubúin að kaupa flutning fyrir nat, lyf og aðrar nauðþurftir annað en vopn.
Hvar eru mörk Íslands
En að flytja manndrápsvopn á vigvöllinn er allt annað mál og gengur gegn því sem þjóðinni hefur verið sagt um aðkomu Íslands að þessu hörmulega stríði.
Hvar ætla stjórnvöld nú að draga mörkin.
ESB er að setja upp eigin her. " Evrópuher ". Er það næst á dagskrá að Íslendingar manni ESB herinn líka og hér komi herskylda?.

![]() |
Þrettán flugferðir með hergögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. mars 2022
Frá öðrum heimsálfum
Ramaphosa had previously said he had been approached to mediate in the Russia-Ukraine crisis.

South African President Cyril Ramaphosa has blamed NATO for the war in Ukraine and said he would resist calls to condemn Russia, in comments that cast doubt over whether he would be accepted by Ukraine or the West as a mediator.
Ramaphosa, who was speaking on Thursday in parliament, said: The war could have been avoided if NATO had heeded the warnings from amongst its own leaders and officials over the years that its eastward expansion would lead to greater, not less, instability in the region.
But he added that South Africa cannot condone the use of force and violation of international law an apparent reference to Russias February 24 invasion of Ukraine.
President Vladimir Putin has characterised Russias actions as a special operation to disarm and denazify Ukraine and counter what he calls NATO aggression.
Kyiv and its Western allies believe Russia launched the unprovoked war to subjugate a neighbour Putin calls an artificial state.
Ramaphosa also revealed that Putin had assured him personally that negotiations were making progress. The South African leader said he had not yet talked with Ukraines President Volodymyr Zelenskyy, but that he wanted to.
On Friday, Ramaphosa said South Africa had been asked to mediate in the Russia-Ukraine conflict. He did not say who had asked him to intervene.
There are those who are insisting that we should take a very adversarial stance against Russia, Ramaphosa added. The approach we are going to take [instead] is insisting that there should be dialogue.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. mars 2022
Ég vil fá að lifa
Við vorum í skólanum en svo var kallað á okkur í herinn.
Viðtal við tvo úkraínska unglingspilta á erlendri sjónvarpsstöð snerti mig mjög.
Þeir voru þar komnir í alherklæðnað með hjálm á höfði og hriðskotabyssu um öxl.
"Hvað hafið þið fengið mikla æfingu". "Í þrjá daga". svöruðu þeir. "Við áttum ekkert val".
Þessir ungu skólapiltar voru komnir út á vígvöllinn 18 ára. "Og hvernig líður ykkur"?. "Ekki vel, mjög illa"
"Ég vil ekki deyja fyrir þetta stríð, ég vil lifa".
Viðtalið við þessa ungu menn var svo þrungið sorg.
Þrífarar sem ógna heimsfriðnum
Næsta mynd sem birtist á skjánum var samsett af þeim þrem: Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Nató og Vladimir Pútin forseta Sovétríkjanna.
Þeir voru ekki sjálfir að fara í vígvöllinn, nei en voru að siga ungu mönnunum á vígvöllinn sem sögðust bara vilja fá að lifa.
Maður fyllist kuldahrolli og harmi að horfa á þessa þremenninga, "fulltrúa ófriðarins" og vopnaframleiðenda" sem stóðu þarna hnarrreistir og sjálfumglaðir. Mennirnir sem öðrum fremur bera ábyrgð á harmleiknum í Úkrainu og bjóða meiri vopn.
Allir þrír þóttust vera að vinna í þágu mannréttinda, vernda rétt og líf fólks.
"Hvað ætlar þú að gera þegar þú mætir rússneskum hermanni" spurði fréttamaðurinn unga manninn, ný kominn með byssu um öxl. Ég veit það ekki, en ég vil ekki deyja, mig langar til þess að lifa".
Það er afar sorglegt að Ísland skuli nú styðja með beinum hætti herflutninga til manndrápa á vígasvæðum stórveldanna í stað þess að beita afli sínu til friðar og sátta án vopna.
Syngjum saman, leikum saman, ræktum friðinn þóttt stundum sé það mjög erfitt.
Ég á bágt með að skilja hversvegna fötluðu íþróttafólki var bannað í nafni mannúðar að taka þátt í vetrarólympuleikum í Kína.
Ég vona að Ísland hafi ekki verið með í þeirri miskunnarlausu ákvörðun.
Þegar einmitt var þörf á því að rækta samkenndina, bræðralagið, kærleikann.
Palestína- Israel
Á sömu erlendu fréttasíðu stóð að Ísraelsmenn hefðu fellt tug Palestínu manna á Vesturbakkanum, þar af einn ungling. -Palestínumennirnir hefðu verið að mótmæla hernámi Ísraelsmanna
Land og þjóð Palestínumanna er hernumið og svipt forræði sínu í trássi við öll alþjóðlög.
Ekki veit ég hvort Ísraelsmenn eiga þátttakendur á vetrarólympuleikum fatlaðra.
Ekki veit ég hvort Bandaríkin voru útilokuð frá Olympíuleikum meðan innrás þeirra í Afghanistan, Serbíu, Írak, Libýu eða Vietnam stóð yfir. Vona að svo hafi þó ekki verið þrátt fyrir allt
Að efla friðinn
Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva stendur nú yfir.
Hvernig ætli að það þjóni friði og mannkærleik að útiloka þáttakendur einstakra þjóða frá þeirri keppni? Söngurinn sameinar
Vandséð er hvernig það eflir friðinn að útiloka einstakar þjóðir frá sameiginlegum iþrótta kappleikjum eða alþjóðlegum menningar viðburðum.
Upptaka eigna Oligarka er mörgum meira áhyggjuefni en ræktun menningar og friðar í heiminum.
Bandaríkin og Vietnam- Afganistan- Írak ..
Ég man þegar loks var saminn friður í Vietnam stríðinu
Þá var lengi deilt um stærð og lögun borðsins sem setið var við. En endanlegur friður var ekki saminn fyrr en að stríðsaðilar ræddust við. Hervæðingin og innrás Bandaríkjanna leiddi aðeins hörmungar yfir Vietnamisku þjóðina.
Hryllilegur harmleikur
Innrás herliðs Pútins og stríðið í Ukrainu er hryllilegur harmleikur sem á að stöðva þegar í stað. Félagar hans, Biden og Stoltenberg eiga að rétta fram allar hendur til friðar í stað þess að bjóða meiri vopn, meiri vopn og hella olíu á eldinn.
Að biðja fyrir friði
Vélbyssur og eldflaugar munu aldrei stilla til varanlegs friðar í Ukraínu frekar en annarsstaðar í heiminum.
Heldur munu þær einungis úthella saklausu blóði og hörmungum, börnum og mæðrum á flótta .
"Ég vil fá að lifa" sagði ungi háskólaneminn.
¨( About 30 corpses are placed on the ground. Two soldiers in fatigues, one disembowelled, are stacked on top of each other. There appear to be civilians, too.
They are so young, younger than my nephew, says Vladimir.
At the back of the room, there is also a Russian soldier.
We keep them separated. Aljezira)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. mars 2022
Sammála Kára - Ákall um frið
Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.
Nú er það verkefni okkar Íslendinga á næstunni að hlúa að Úkraínumönnum, taka við flóttafólki, senda matvæli, fatnað og annað sem gagnast þessum hræðilegu aðstæðum en síðan verðum við að draga af þessum dapurlegu atburðum einhvern lærdóm.
Það er alveg ljóst að friður í skjóli hernaðarbandalaga er bara vopnahlé sem ekki er hægt að reiða sig á, sagði Kári.

Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.
Við eigum að tilbiðja friðinn
Hann sagði salnum að tilbiðja friðinn.
Við eigum að tilbiðja friðinn, við eigum að skrifa um hann, við eigum að yrkja um hann, við eigum að syngja um hann. Við hlúum að öryggi okkar með því að láta heiminn vita að ekki verði svo um villst að við séum friðsöm þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði, hvorki beint né óbeint.
Þjóð sem vill hvorki kannast við sverð né blóð........"
Sagði Kári Stefánsson m.a. í ávarpi sínu í Hallgrímskirkju í kvöld.
Íslendingar eiga ekki að bera spengjubelti á sér í samskiptum við aðrar þjóðir, Við eigum að vera boðberar friðar og sátta á alþjóðavettvangi.
Miðvikudagur, 2. mars 2022
Meningar og friðarsamtökin MFÍK
Ég rakst af tilvikjun á þessa ágætu síðu á vefnum.
Hélt fyrst að þetta væri úr gömlu stefnuskrá Vinstri Grænna en sá svo titilinn hér að ofan.
Það má enginn svíkja sjálfan sig né sinn innri mann þótt loftárásir og sprengjugnýr geti villt mönnum sýn.
Nú veit ég ekki hvort þessi ágætu samtök kvenna starfi enn.
En markmiðin og ályktanirnar þeirra lýsa að mínu viti beint íslenskri þjóðarsál og innsta vilja. Alla vega mínum
Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir:
- alheimsfriður og afvopnun
- að fest verði í stjórnarskrá að Ísland sé herlaust og að þjóðin fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum
- frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda
- að Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga
- Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum
- að loft- og landhelgi Íslands verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði
- að hernaðarumsvif verði aldrei heimiluð innan loft- og landhelgi landsins
- að efla samskipti og samvinnu kvenna í þágu friðar, mannréttinda og menningar
- Barátta fyrir vernd og réttindum barna.
Loftárásir Nató á Libyíu, stríðið í Kosóvó, innrás Bandaríkjanna og hertaka Íraks, innrás Rússa og síðan Bandaríkjanna í Afganistan, Víetnamstríðið.
Og nú skelfileg innrás Pútins í Ukraínu.
"Krefjumst annarra lausna í heimsmálum en stríðsreksturs með drápstólum vopnaframleiðenda.
Ekki fleiri stríð hvorki í Írak, Afganistan né Líbíu, Kosóvó" og getum nú bætt Ukraínu við.
Ekki fleiri glæpi í nafni mannréttinda".
Segir ályktun Menningar og friðarsamtakanna MFÍK frá 2011. Undir þessum merkjum eigum við Íslendingar að fylkja okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. febrúar 2022
Kvótakerfið og kosningaloforðin 2009
Bæði Vinstri græn og Samfylking höfðu lofað uppstokkun á fiskveiðistjórnunrkerfinu og lagt fram afdráttarlausa stefnu sína í þeim efnum. Það átti að vera eitt af fyrstu verkum í nýrri ríkisstjórn.
Nokkur munur var á áherslum; Samfylkingin hugsaði fyrst og fremst um allsherjar uppboð og auðlinda- eða veiðigjöld.
Þau vildu jú ganga í ESB og þar með færi auðlindin undir Brusselvaldið sem réði því hver veiddi.
Sömu skoðunar voru jú margir í VG, sérstaklega þau sem harðast börðust fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
"Hafið bláa"
Vinstri græn vildu stýra veiðunum til innlendra aðila og treysta fjölþætta útgerð og vinnslu í landinu og sem mestan virðisauka innanlands og í hinum dreifðu byggðum. Uppstokkun kerfisins væri númer eitt.
Hafði VG gefið út sérstakt rit " Hafið bláa" þar sem stefnan var útlistuð
Vinstri græn unnu stóran kosningasigur vorið 2009. Fengum m.a. 3 þingmenn kjörna í Norðvestur kjördæmi og munaði örfáum atkvæðum að VG yrði stærsti flokkurinn í kjördæminu.
Við lögðum þunga áherslu á sjávarútvegsmálin, breytingar á kerfinu til þess að tryggja og treysta rétt sjávarbyggðann í fiskveiðum og vinnslu.
Við ætluðum okkur stóra hluti í þeim efnum í nýrri ríkisstjórn.
Loforð formannanna við L.Í.Ú.
Ögmundur Jónasson rekur í bók sinni "Rauði þráðurinn" hve okkur kom á óvart þegar formenn ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Samfylkingar höfðu samið um við forystu L Í Ú að ekki yrði gerðar neinar grundvallar breytingar á fiskveiðikerfinu á næstu árum.
Heldur skyldi skipuð " sáttanefnd allra hagsmunaaðila" og stýrt utan ráðuneytisins.
Væri það hluti af svokölluðum "stöðugleika samningi við atvinnulífið". Vissum við hvað það þýddi: Ekkert átti að gera.
Ég hafnaði þessu ákvæði í stöðugleikasamningum sem sjávarútvegsráðherra taldi það algerlega ótækt og sama gerði Ögmundur Jónasson.
Það gekk líka þvert gegn einu af dýrustu loforðum ríkisstjórnarflokkanna fyrir kosningar sem var að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu í samræmi við stefnu flokkanna.
Ráðherraskipan vorið 2009
Ég man þessa stund eins og hafi gerst í gær. - Þingflokkarnir eru á Grandhóteli að ganga frá ráðherraskipan.
Jóhanna og Steingrímur kalla mig fram á gang: Jóhanna er nokkuð óðamála og segir að Kristján Möller neiti að hætta sem ráðherra og hún ráði ekki við málið.
En talast hafði svo til að ég yrði samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra enda hugnaðist mér það best.
Eftir nokkuð orðaskak segist ég þá skuli taka sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið.
Það skein nú engin sérstök gleði úr augunum, en með það förum við aftur inn á fundina.
Sjávarútvegsmálin átti að salta
Stuttu síðar kallar Jóhanna okkur aftur út.
Jóhanna segir þá að það séu miklar efasemdir um mig sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í sínum hópi.
Ekki aðeins út af ESB þar sem hún óttast afstöðu mína sem ráðherra heldur einnig út af áformum okkar um grundvallar breytingar á stjórn fiskveiða.
Jóhanna fer þá að tala um samkomulag sem þau Steingrímur hefðu gert við L.Í. Ú. um að gera engar grunn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu næstu árin.
Væri það hluti af stöðugleikasamningi við samtök atvinnulífsins.
Segir hún að L.Í Ú. treysti mér ekki í þeim efnum, ég myndi keyra fram breytingar.
Stakk hún upp á að sjávarútvegurinn væri tekinn undan sjávarútvegsráðuneytinu og settur inn í forsætisráðuneytið.
Sagði ég að slíkt kæmi ekki til greina. Ég myndi beita mér eins og gæti til þess að ná fram breytingum á stjórn fiskveiða bæði til skemmri og lengri tíma eins og við hefðum lofað.
Jóhanna bar sig mjög aumlega og sagði að L.Í.Ú. neitaði að skrifa upp á stöðugleikasáttmálann nema þetta væri tryggt. Sem mér fannst alveg fráleitt að ansa.
Út úr þessu kom svo Guðbjartsnefndin sem átti bara að vinna í 3 mánuði og var hátt á annað ár.
Og í framhaldi fleiri leikrit þar sem markmiðin virtust vera að tefja allar grundvallarbreytingar á kerfinu og halda ráðherra frá þeirri vinnu.
Nefndarstarfið " Guðbjartsnefndi" dróst og dróst og niðurstaðan varð sú eftir nærri tvö ár að málið stóð á upphafspúnkti eins og vitað var.
Enn heyrist mér ætlunin að fara að skipa nefnd til þess að drepa málum á dreif og enn er talað um stöðugleikasáttmála
L Í Ú. og stórútgerðin vildi veiðigjöld en kerfið sjálft látið í friði
Ég vissi svo sem að stórútgerðin myndi aldrei í alvöru setja sig upp á móti auðlindagjöldum og veiðigjöldum nema bara svona til málamynda:
Þá verður alltaf þrasað á alþingi um upphæðir og prósentur veiðigjalda og tekist á um auðlindagjöld.
Kvótakerfið og samþjöppunin í greininni verður látin í friði.
Sú varð líka raunin.
Stórútgerðarmennirinr höfðu þar rétt fyrir sér.
Eftirmenn mínir á ráðherrastóli hugsuðu fyrst og fremst um veiðigjöld, en létu kvótakerfið sjálft og samþjöppunina óáreitta.
Gamla L.Í. Ú. forystan glotti, hún hafði náð sínu fram
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. febrúar 2022
Nú er kaos í Cóvíð
Allt skipulag virðist nú hafa riðlast í vörnum gegn Cóvið.
Fólk fer í sýnatöku en getur ekki vænst svars fyrr en eftir tvo til þrjá daga. Vill til að sóttkvíin er aðeins 5 dagar núna.
Vitað er þó að Íslensk erfðagreining getur náð halanum upp á einum sólarhring. Hvers vegna er hún Í.E, ekki beðin um aðstoð
Fólk bíður og bíður. Vill ekki fara í vinnu hálfsjúkt eða smitandi. Né heldur til gamals eða veikburða fólks og geta smitað
Landspítalinn hrópar á hjálp en fær engin svör.
Rætt er um að senda veikt fólk eða smitað í vinnu og jafnvel innan um sjúklinga og gamalt fólk
Sóttvarnalæknir ætlar að skoða málin í næstu viku. Heilbrigðisráðherra virðist týndur.
Covið deildin lögð niður og vísað á Heilsugæsluna.
Hver veit símatíma há Heilsugæslunni um nætur og helgar?
Það má vel vera að 90% þjóðarinnar þurfi núna að veikjast og sem allra fyrst. Engin tilhlökkun,
En grunnatriði heilbrigðisþjónustu verða þó að vera í lagi og stjórnvöld verða að gefa svör.
Það er óásættanlegt að fólk þurfi að bíða sólarhringum saman eftir niðurstöðu úr sýnatöku þegar vitað er að þekking og afl er til staðar að gera það samdægurs.
Forstjóri Landspitalans hrópar á hjálp.
Þekki það af eigin raun. Konan sem átti að fara í skurðaðgerð með nokkuð langri svæfingu. Aðgerðinni var frestað og frestað frá því snemma í haust. Loks var hún mætt á skurðarborðið í vikunni. En þá var aftur hugsað um að fresta vegna veikinda bæði hjá starfsfólki og sjúklingum.
Hún var send heim um leið og hún vaknaði af skurðarborðinu og ekki sett inn á neina stofu m.a. af ótta við smit. Annars átti hún að vera yfir nótt
Og sem var hárrétt ákvörðun hjá lækninum og allt hefur gengið vel
Óþarfi að láta allta enda í kaosi
Þjóðin er búin að takast á við þessa veiru í tvö ár og staðið af sér. Það er því sárt að sjá þessa baráttu leysast upp í einu kaosi algjörri ringulreið.
Einu svör til forstjóra Landspítalans er axlaypting.
Fólk fer í sýnatöku vill vita hvað er að því. Sýnatakan einföld aðgerð:
" Þú færð niðurstöðu einhverntíma í næstu viku".
ÆÆÆ
![]() |
Um tveggja sólarhringa bið vegna sýnahalans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)