Uppgjör Samfylkingar við fortíðina

"Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafn­að­ar­flokks Íslands, segir flokkinn ætla að breyta pólitíkinni og stunda skýra og heiðarlega pólitík.
  
Sam­fylk­ingin mun ekki setja aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál nema að und­an­gengnu víð­tæku sam­tali og upp­færðri rann­sókn á kostum og göllum aðild­ar. For­gangs­mál flokks­ins er að end­ur­reisa vel­ferð­ar­kerfið og sam­eina fólk með jafn­að­ar­taug.

Þetta er meðal þess sem fram kom í stefnu­ræðu Kristrúnar Frosta­dótt­ur, nýkjör­ins for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar, á lands­fundi flokks­ins sem fram fer um helg­ina.

Löðrungar Jóhönnustjórnina  -  lofar sjálf heiðarleika

Hér löðrungar Kristrún, nýr formaður Samfylkingarinnar forvera sína og ESB sinnana í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem sótti um inngöngu í ESB með aðild VG, þvert á stefnu og kosningaloforð þess flokks:

"Allt leysist með inngöngu í ESB" voru kjörorð formanna Samfylkingar og VG í rikisstjórn Jóhönnu 2009.

Hvenær ætli að VG hafi þrek til þess að taka sama uppgjör innan sinna raða, játa mistökin og fara aftur í kjarnann sem hreyfingin var stofnuð um

Breyt­ing­arnar, sem Kristrún tal­aði fyrir snú­ast um að fara aftur í kjarn­ann með því að leggja ofurá­herslu á kjarna­mál jafn­að­ar­manna, það er hús­næð­is­mál, heil­brigð­is­mál, sam­göng­ur, góða atvinnu og kjör fólks.

„Enda er það ekki töfra­lausn.

En það er löngu kom­inn tími til, að hennar mati, að upp­færa og end­ur­nýja umræð­una um kosti og galla aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu,

"það gangi ekki að þylja upp tveggja ára­tuga gömul rök sem byggja á kynn­ingu sem flokk­ur­inn stóð fyrir skömmu eftir alda­mót".

„Og þess vegna segi ég það hér: Sam­fylk­ingin mun ekki setja fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál nema að und­an­gengnu víð­tæku sam­tali og upp­færðri yfir­ferð og rann­sókn á kostum og göllum aðild­ar.“

“Það sama á við um stjórn­ar­skrána".

Kristrún sagði kröf­una um allt eða ekki neitt í stjórn­ar­skrár­málum ekki hafa skilað árangri.

Breyta þurfi um nálgun og við­ur­kenna að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá munu kalla á mála­miðl­anir og breitt sam­starf flokka á þingi.

„Nú hefur málið verið algjör­lega stopp í tíu ár.

Hvernig getum við kom­ist eitt­hvað áfram? Við étum ekki fíl­inn í einum bita — það ætti að vera orðið ljóst að það er ekki raun­hæft.“

Lofar heiðarleika í stjórnmálum

ESB umsóknin og  "nýja" stjórnarskráin - hvorutveggja rekið áfram af miklum óheiðarleika 2008- 2013 voru hrein skemmdar verk og svik sem vonandi verða ekki endurtekin. 

"Við lofum skýrri stefnu og heiðarleika" voru orð nýs formanns Samfylkingarinnar og til hamingju með þá yfirlýsingu og nýjan formann, Kristrúnu Frostadóttur  

 


Gæfa Íslands utan ESB

Það eru engar varanlegar undanþágur til í orðabók ESB 

Nú eru liðin þrettán ár síðan alþingi Íslendinga samþykkti illu heilli  að sækja um aðild að Evrópusambandinu vorið 2009.

Umsóknin var samþykkt naumlega og sumir þingmenn sem álpuðust til þess að greiða henni atkvæði þá eftir miklar hótanir  sögðust vera því mótfallin og það stríddi gegn samvisku þeirra. 

Sú hin sama "samviska" var samt lögð til hliðar við atkvæðagreiðsluna. 

Umsókn Íslands var algjörlega á forsendum Evrópusambandsins  enda ekki annað í boði af ESB hálfu.

Stjórnarskrárbrot 2009 ?

ESB umsóknin og afgreiðsla þingsins vorið 2009 var að margra dómi stjórnarskrár brot. Því umsóknin var fyrirvaralaus og skuldbindandi og með henni framselt vald og fullveldi sem alþingi hafði ekki heimild til. 

Þeir stjórnmálamenn sem börðust fyrir inngöngu í ESB vorið 2009  sviku margir kjósendur sína, stefnur og kosningaloforð.

Því var. m.a.  haldið fram að hægt væri að semja um tiltekna  bita í "samningum" og fá varanlegar undanþágur í einstaka málaflokkum.

Þingmenn áttu svo sem að vita betur. Slíkt er ekki í boði  alls ekki heimilt í grunnsáttmála ESB. 

Öll slík ákvæði voru felld út úr orðabókinni þegar ESB hóf stækkununarferilinn til Austur- Evrópu. 

 Fullkomnum blekkingum var  haldið að þjóðinni:

Að við gætum valið úr og kosið um einstaka þætti. eða eins og stækkunarstjóri ESB sagði:

  „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

Neitaði sem ráðherra að framselja fiskimiðin til Brussel

Viðræður um aðlögun íslensks regluverks og stjórnsýslu að Evrópusambandinu sigldu í strand haustið 2011 þegar ég sem sjávarútvegsráðgherra NEITAÐI  að samþykkja afsal á forrræði fiskimiðanna til ESB.

Né heldur samþykkti ég að leggja íslenskan landbúnað undir stjórn og forræði framkvæmdastjórnarinnar í Brüssel.  

ESB neitaði þá að opna á viðræður á kaflann um sjávarútveg  fyrr en Íslendingar hefðu samþykkt að forræði fiskimiðanna færi óskorað  til Brussel eins og umsóknin kvað á um. 

 Ég sagði þeim í Brüssel að það yrði aldrei gert meðan ég væri ráðherra málaflokksins.  "Til hvers voruð þið þá að sækja um" spurði kommissararnir hjá ESB. Og þeim var vorkunn  

"Slíkur fyrirvari væri ekki í umsókninni". Ég sem sjávarútvegsráðherra stóð fast á rétti Íslendinga og ESB umsóknin stöðvaðist og fór í uppnám síðla árs 2011. 

Aðlögunarviðræðurnar runnu endanlega út í sandinn á árunum 2012 – 2013 þegar utanríkisráðherra Samfylkingarinnar gafst upp og lýsti því yfir " að formlegt og ótímabundið hlé yrði gert á aðlögunarviðræðunum". 

Ísland var síðan tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. 

ESB umsóknin 2009 - ein stærstu pólitísku svik síðari áratuga

Formenn ríkisstjórnarflokka Samfylkingar og Vinstri grænna á þeim tíma  sem svikust að þjóðinni og blekktu  með fyrirvaralausri umsókn um inngöngu í ESB, hrökkluðust bæði frá formennsku í sínum flokkum árið 2013 við lítinn orðstí.

  Flokkarnir sem stóðu að ESB-umsókninni 2009 misstu trúverðugleika sem þeir hafa ekki náð að vinna upp.

Samfylkingin veltir fyrir sér að skipta um nafn til þess að breiða yfir hrakfarirnar frá ESB umsóknartímanum 2009 - 2013, allar götur til dagsins í dag.

 Ný ESB  vegferð  á sömu fölsku forsendum.

Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið á grundvelli umsóknarinnar frá 2009.

ESB flokkarnir virðast lítið hafa lært 

Það er sorglegt að formenn stjórnmálaflokka á alþingi séu enn svo illa að sér um skilyrði og gang umsóknar og aðildarviðræðan við ESB eins og þingsályktunartillaga þeirra vitnar um. 

Það liggur allt fyrir í inngönguskilyrðum ESB. Um  varanaleg frávik eða undanþágur  frá þeim skilyrðum verður ekki samið. 

Að bjóða þjóðinni upp á nýjan  Blekkingarleik um að þar sé hægt að velja úr og hafna öðru er í rauninni vítavert af ábyrgum aðilum

Eina spurningin sem hægt er að spyrja þjóðina um er :

"Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki" ?

Bárum gæfu til að stöðva ESB umsóknina 

Vonandi að flutningsmenn þessarar nýju þingsályktunartillögu að ESB aðild kynni sér betur og lesi grunnsáttmála ESB og þau ófrávíkjanlegu skilyrði sem Evrópusambandið setur.

Ísland á ekkert erindi inn í ESB og engin ástæða til  þess að iðka þar "bjölluat".


"Þorskurinn lepur strauma"

Boggublogg : Þorskastríð    Breytinga er ekki að vænta um stjórn fiskveiða eða  aðgerða gegn samþjöppun í sjávarútvegi, eða

fiskeldi  næstu þrjú árin samkv. frétt á Vísi 24.ágúst sl: 

"Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi". 

Síðan kemur kosningaár !.

Öll þau gögn sem til þarf eru nú þegar fyrir hendi í ráðuneytinu það ég best veit.

Pólitískt mál 

Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, umgjörð  veiða og vinnslu, gjaldheimta og annað er varða meðferð og nýtingu sjávarauðlindarinnar er pólitískt mál. 

Það þýðir að það þarf líka pólitiskan vilja, stefnu og þor til þess að breyta þeirri löggjöf.

Fiskveiðilöggjöfin er skýr

 1. gr.
 Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".

 Sátt um að gera ekki neitt ? 

"Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. 

Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa sl. vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina.

Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni". ( visir 24. 08)

Þekkt leikrit

Ég minnist þess sem sjávarútvegsráðherra 2009- 2013 að sama var uppi á teningnum. 

Eftir stórsigur Vinstri Grænna vorið 2009 með nærri 22 % atkvæða vildi ég fylgja eftir stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum.

Sigur VG þá fólst í að hrinda í framkvæmd loforðum um grundvallar breytingar m.a. á stjórn fiskveiða

  Nákvæmlega sama gerðist þá og eins og nú:

Formenn ríkisstjórnarflokkanna Vg og Samfylkingar  höfðu vorið 2009 skrifað upp á samkomulag við LÍÚ nú SFS um  að engar breytingar yrðu gerðar á fiskveiðistjórn næstu árin.

Átti það að gilda meðan "stöðugleikasamningur " væri í gildi og svo kölluð "Guðbjartsnefnd"  væri að störfum.( Ö.J. Rauði þráðurinn)

Þessi stöðugleika samningur var aldrei samþykktur í ríkisstjórn,

Enda vorum við kosin til þess að breyta en ekki að tryggja að allt færi í sama spillingarfarið á ný.

Ég sem sjávarútvegsráðherra skrifaði ekki uppá þau loforð við LÍÚ

"Guðbjartsnefndin" var mjög fjölmenn og átti að "ná sáttum" um stjórn fiskveiða.

Auðvitað náði hún engum sáttum enda er þetta pólitískt mál.

Nefndin hinsvegar tafði helstu breytingar sem ætlunin var að ráðast í eins og  flokkarnir höfðu lofað fyrir kosningar.

Sama virðist uppi á teningnum nú.

Sjávarútvegsráðherra hefur nú skipað fjölmenna nefnd með undirhópum sem á að ná "sátt" um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Nefndin virðist gefa sér 3 ár

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa örugglega lagt þær línur fyrir ráðherrann. 

Enda margar sömu persónur og leikendur við ríkisstjórnarborðið nú og á þingi 2009 

Með nefndinni í ráðuneytinu  starfar m.a. fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ svo allt er nú í öruggum höndum.

"Stöðugleiki" og "samþjöppun"  sem ekki má rugga.

"Stöðugleika" sem felst í því að útgerðin, nýting fiskveiðiauðlindarinnar safnast á æ færri hendur.

  Handhafar "kvótans" sölsa undir sig nýjar lendur í auðlindum landsins. 

Einstaklingar raka saman auð sem aldrei fyrr,  upphæðir sem við venjulegt fólk berum ekkert skynbragð á. 

Í nafni "stöðugleikans" verður sú græðgisvæðing og samþjöppun að fá að halda ótrauð áfram.

Og því er rétta að skipa stóra nefnd.

Fyrsta verk núverandi sjávarútvegsráðherra var einmitt að setja fleiri fisktegundir i "kvótkerfið".

Aðgerð sem gekk þvert á gömlu grunnstefnu VG í fiskveiðistjórn eins og einn þingmaður flokksins benti á og hann gat ekki stutt.

"Þá er ég svo þankalaus"

Um þessa "pólitísku drauma"  dettur mér í hug vísa  Sigurðar Breiðfjörð:

" Þegar ég ráfa og hengi haus 

þið haldið það skáldadrauma

En þá er ég svo þankalaus

sem þorskur er lepur strauma"

 Boggublogg : Þorskastríð


Kolefnisjöfnun og skógrækt á villigötum

Það er eitthvað meiriháttar galið á ferð hjá íslenskri þjóð,  þegar tveir öflugustu náttúrverndarmenn síðustu áratuga hrópa íslenskri náttúru til varnar.

Í skjóli umræðu um loftslagsvá og kolefnisjöfnun eru unnin stórfelld hervirki á íslenskri náttúru. 

Náttúruvernd er munaðarlaus

í íslenskri stjórnsýslu  segja þessir tveir af öflugustu náttúrverndarmönnum síðustu áratuga í meðfylgjandi grein sem birtist í Kjarnanum

Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands

„Það hefur enginn gefið Skógræktinni umboð til þess að umbreyta náttúru Íslands með þeim afgerandi hætti sem raun ber vitni,“ skrifa Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds. Í vinnubrögðum sé kolefnisjöfnun megindrifkrafur en ekki umhverfisvernd.

Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
 

Með vax­andi umsvifum Skóg­rækt­ar­innar virð­ist hafa losnað um ýmsar hömlur í vinnu­brögðum og stór­virkum tækjum óspart beitt til að brjóta við­kvæmt land til gróð­ur­setn­ing­ar. Hvert óhæfu­verkið á eftir öðru er að koma í ljós. Þessi hern­aður gegn land­inu er að mestu kost­aður af almanna­fé, en einnig fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum innan lands sem utan. Kolefn­is­jöfnun er þar meg­in­drif­kraftur en umhverf­is­vernd ekki í hávegum höfð.

For­kast­an­leg vinnu­brögð

Land­spjöll vegna meintra ólög­legra fram­kvæmda við skóg­rækt í Skorra­dal eru gott dæmi um vinnu­brögð­in. Slóði var lagður inn á við­kvæmt land í 300-370 m hæð án þess að fram­kvæmda­leyfi væri til stað­ar. Mólendi, mýrar og flói síðan rist í sundur til að auð­velda gróð­ur­setn­ingu og auka lifun ung­plantna. Jarð­vinnslan ræsir fram vot­lendið og hætt er við vatns­rofi þar sem landi hall­ar. Planta átti aðal­lega birki en við­kom­andi sveit­ar­fé­lag mót­mælti yfir­gangi Skóg­rækt­ar­inn­ar.

 Erlendir aðilar kost­uðu þessi land­spjöll, en þeim hafði verið talin trú um að trén sem planta átti myndu binda mikið kolefni. Raskið verður hins vegar til þess að kolefni berst út í and­rúms­loftið vegna rotn­unar líf­ræns efnis í gróðri og jarð­vegi, en kolefn­is­bind­ing færi afar hægt af stað. Verk­efnið hefði því skilað litlu til kolefn­is­jöfn­unar næstu árin.

Rang­ár­vellir

Á Rang­ár­völlum hafa merki­leg gróð­ur­lendi verið grædd upp og dafnað á þeim 115 árum sem liðin eru frá því bar­áttan við sand­fok, upp­blástur og eyð­ingu byggða hófst þar. Þarna var komið mólendi, góð berja­lönd og mik­il­vægir varp­staðir mófugla, en fyrir svæð­inu lá að breyt­ast smá saman í kjarr­lendi með birki og víði.

 

Hér eru lögmál gróður- og jarðvegsverndar þverbrotin og fyrstu árin verður losun kolefnis meiri en binding.  Mynd: Borgþór Magnússon
Hér eru lögmál gróður- og jarðvegsverndar þverbrotin og fyrstu árin verður losun kolefnis meiri en binding. Mynd: Borgþór Magnússon 

Í sumar réð­ist Skóg­ræktin til atlögu við þá und­ir­stöðu fyrir end­ur­heimt vist­kerfa sem búið var að kosta miklu til að skapa á löngum tíma. Rifin voru svöðu­sár í landið með stór­virkum tækj­um. Við­kvæm jörð er undir og því er hætta á víxl­verkun vatns­rofs og sand­foks og upp­blást­urs.

Hvað í ósköp­unum gengur þeim til, sem fram­kvæma þennan hernað gegn land­inu? Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur verið plantað þarna stafa­f­uru sem mun í kjöl­farið sá sér víða um nágrennið og leggja undir sig þau gróð­ur­lendi sem fyrir eru. Sér í lagi er ámæl­is­vert að ekki hefur verið óskað eftir fram­kvæmda­leyfi frá hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lagi eins og skylt er þegar um er að ræða svo umfangs­mikla breyt­ingu á ásýnd lands­ins.

Mun­að­ar­laus nátt­úru­vernd

Það hefur eng­inn gefið Skóg­rækt­inni umboð til þess að umbreyta nátt­úru Íslands með þeim afger­andi hætti sem raun ber vitni. Við skorum á sveit­ar­stjórnir að vera vel á verði gagn­vart slíkum fram­kvæmdum og stöðva þær taf­ar­laust ef ekki hefur verið fylgt lögum og regl­um.

 

Gróðursetja átti birki í þetta votlendi sem er í meira en 300 m hæð. Mynd: Sigurður H. Magnússon
Gróðursetja átti birki í þetta votlendi sem er í meira en 300 m hæð. Mynd: Sigurður H. Magnússon

 

Þessi umhverf­isógn stafar meðal ann­ars af veikum lag­ara­mma og hve óljóst það er hver fer með vernd vist­kerfa, lands­lags og líf­fræði­legrar fjöl­breytni utan frið­lýstra svæða, eða á um 80% lands­ins. Við skorum á ráð­herra umhverf­is­mála að bæta þar úr og ráð­herra mat­væla að setja Skóg­rækt­inni eðli­legar skorður í sínum störf­um.

Jafn­framt viljum við hvetja fólk til þess að standa vörð um nátt­úru Íslands og þá sér­stæðu feg­urð sem íslenskt lands­lag býr yfir.

Höf­undar eru Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri og Andrés Arn­alds, fyrr­ver­andi fag­mála­stjóri Land­græðslu rík­is­ins. 


Hrægammasjóðir - Míla - þjóðaröryggið

 Ætti ekki frekar að spyrja  þjóðina hvort hún vilji að að Grunnnet fjarskipta landsmanna sée kastað fyrir  erlenda "hrægammasjóði"

Hrægammar- Aþjóðlegir hrægammasjóðir 

  Keppinautarnir sammála um söluna

Kemur ekki á óvart. En hversvegna er þjóðin ekki spurð. Það er þjóðin sem á allt undir með fjarskiptakerfi landsins

Hversvegna er þjóðin ekki spurð ?

"• Forstjóri Símans telur Ardian vilja semja um lægra kaupverð • Forstjóri Sýnar segir seinagang SKE einsdæmi í Evrópu • Salan góð fyrir samkeppni á markaði • SKE áður mælt með sölu á Mílu

Logi Sig­urðar­son

log­is@mbl.is

Kaup franska fjár­fest­ing­ar­sjóðsins Ardi­an á Mílu af Sím­an­um eru nú í upp­námi eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) gerði at­huga­semd­ir við kaup­in. Sjóður­inn tel­ur þær til­lög­ur, sem hann hef­ur lagt fyr­ir eft­ir­litið, íþyngj­andi fyr­ir Mílu. Því vilji hann ekki ljúka viðskipt­un­um á grund­velli óbreytts kaup­samn­ings.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann geri ráð fyr­ir því að sjóður­inn vilji semja um lægra kaup­verð á Mílu. Helsta áhyggju­efni eft­ir­lits­ins sé viðskipta­sam­band Mílu og Sím­ans eft­ir að viðskipt­in gengju í gegn.

Viðskipta­samn­ing­ur liggi fyr­ir

„Okk­ar ábend­ing­ar eru þær að við telj­um að það hafi fjölþætt já­kvæð áhrif að Sím­inn selji Mílu. Sam­keppnis­eft­ir­litið er sjálft búið að mæla með því að Sím­inn og Míla verði ekki leng­ur í sama eign­ar­haldi og það er verið að reyna að koma því í kring. Að sjálf­sögðu þarf að vera viðskipta­samn­ing­ur , en það er miklu laus­beislaðra sam­band en eign­ar­sam­band, sem er staðan í dag,“ seg­ir Orri. Ef kaup­in gangi í gegn komi sterk­ur aðili inn á ís­lensk­an fjar­skipta­markað sem ætli að fjár­festa mikið í bætt­um innviðum. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir séu helstu eig­end­ur fjar­skipta­fyr­ir­tækja á Íslandi og því myndi sal­an draga úr eign­ar­haldi þeirra á fjar­skipta­markaði, sem SKE hafi mælt með.

Aðspurður seg­ir Orri það hafa komið sér á óvart hvað SKE hafi séð marga nei­kvæða fleti á þess­ari sölu.

„Míla er ekki selj­an­leg eign ef henni fylgja ekki viðskipti við stærsta kúnn­ann, að minnsta kosti þann sem er með mestu viðskipt­in við fé­lagið í dag. Það get­ur vel verið að aðrir viðskipta­vin­ir Mílu muni stækka um­fram Sím­ann í framtíðinni, sér­stak­lega þegar Míla er far­in úr eign­ar­haldi Sím­ans. Þá hafa keppi­naut­ar Sím­ans meiri áhuga á því að versla við Mílu. Við telj­um klár­lega út frá sam­keppn­is­vinkl­in­um að þá sé þetta mjög já­kvætt skref,“ seg­ir Orri.

Heiðar Guðjóns­son, for­stjóri Sýn­ar, seg­ir eign­ar­hald Sím­ans á Mílu hafa veru­lega slæm áhrif á fjar­skipta­markaðinn, hindri upp­bygg­ingu og bitni á neyt­end­um.

„Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur haft orð á því lengi að Sím­inn þurfi að selja Mílu. Ég vona svo sann­ar­lega að það sé hægt að kom­ast að sam­komu­lagi milli Ardi­ans, Sím­ans og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins svo að þessi sala fari fram, það er best fyr­ir Ísland,“ seg­ir Heiðar. Aðspurður seg­ir Heiðar það ekki rök­rétt hjá SKE að halda að viðskipta­sam­band Sím­ans og Mílu verði of sterkt eft­ir söl­una, sér­stak­lega miðað við stöðuna í dag.

Stjórn­kerfið of svifa­seint

Kaup­samn­ing­ur Ardi­ans og Sím­ans var und­ir­ritaður í októ­ber í fyrra og hljóðaði upp á 519 millj­ón­ir evra, rúma 78 millj­arða króna á þáver­andi gengi. SKE hóf að skoða söl­una í fe­brú­ar og skilaði and­mæla­skjali nú í júlí.

Heiðar seg­ir það eins­dæmi í Evr­ópu hve lang­an tíma það taki fyr­ir eft­ir­lits­stofn­an­ir að vinna jafn mik­il­væg mál og hér sé um að ræða.

„Íslenska stjórn­kerfið tek­ur sér allt of lang­an tíma. Það virðist ekki átta sig á því að Ísland er í sam­keppni um fjár­magn við önn­ur lönd. Þegar við erum með viðskipti sem sann­ar­lega gagn­ast land­inu og al­menn­ingi mjög mikið, finnst mér ekki sann­gjarnt að taka sér svona lang­an tíma,“ seg­ir Heiðar og tek­ur dæmi af því að þegar Sýn seldi „stál og steypu“ til banda­rísks fjár­fest­inga­sjóðs í fyrra hafi all­ir frest­ir verið gjör­nýtt­ir. Ferlið hafi tekið þre­falt lengri tíma en geng­ur og ger­ist í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Tjá­ir sig ekki um ein­stök mál

Lilja Al­freðsdótt­ir viðskiptaráðherra seg­ir í skrif­legu svari ekki viðeig­andi að tjá sig um ein­stök mál á borði SKE. Hún sé þó hlynnt er­lendri fjár­fest­ingu hér­lend­is, bæði í þjón­ustu- og fram­leiðslu. Þó þurfi að fara var­lega í er­lenda fjár­fest­ingu í innviðum og auðlind­um með til­liti til ör­ygg­is- og varn­ar­sjón­ar­miða.")


Ríkið taki - Mílu - í öryggisskini

Alþjóðlegi "franski" fjárfestingasjóðurinn telur sig ekki græða nóg á kaupum sínum á grunnneti Símans, Mílu.

Sjóðurinn vill fá nýjan og hagstæðari samning og getað braskað meir með öryggisnet þjóðarinnar. 

Stríðið í Úkraínu viðskiptaþvingar og hótanir um matvæla- og orkustríð ætti að kenna okkur að hugsa fyrst um eigin öryggi. 

Viljum við lenda í svipuðu og Þjóðverjar með skyndilokun gas og olíuleiðslna frá Rússlandi

Stjórnvöld vilja setja upp mannaða herstöð en fórna grunnneti fjarskipta 

  Íslensk stjórnvöld ræða í alvöru um að setja að nýju upp á Íslandi  herstöð með setuliði í "öryggiskini", án samþykkis þjóðarinnar.

Hervæðing kallar á ófrið og skotmörk.

Hins vegar virðast stjórnvöld áfram reiðubúin að láta grunnnet fjarskipta landsins í hendur erlendra brasksjóða -  Öryggiskerfi sem tengir samskipti okkar  saman sem þjóð. 

EES heimtar að við einkavæðum og seljum  Farice fjarskiptastrengina við útlönd  

Þjóðnýtum Mílu -grunnet fjarskipta - í öryggisskini

Er ekki  kominn tími á að íslensk stjórnvöld  rísi upp en liggi ekki marflöt fyrir erlendum auðhringum og "hermöngurum" sem sölsa nú undir sig hverja grunnstoð íslensk samfélags eftir aðra?. 

Hvenær verður Samherji seldur í heilulagi með fiskveiðiheimildum og öllu  eða  í bútum til eða erlendra fjárfestingasjóða og "Tortólu"  landa?


mbl.is Ardian sættir sig ekki við kaupsamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Miskunnsami Samherjinn"

Dómur sögunnar. Grein Atla Gíslasonar  fyrrverandi alþingismann og formann sjávarútvegsnefndar Alþingis 2009- 2011 er góð upprifjun fyrir umræðuna í dag:

"Miskunnsami Samherjinn"

Atli Gíslason

Atli Gíslason
Eftir Atla Gíslason 18. september 2012 :
"Það er ámælisvert að atvinnuvegaráðherra sé hvað eftir annað staðinn að því að fara rangt með."

"Nýlega keypti Samherji útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin í Vestmannaeyjum og sölsaði þar með undir sig um 5.000 tonn í aflaheimildum. Í kjölfarið spratt upp umræða um svonefnd krosseignatengsl Samherja og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en samanlögð aflaheimild fyrirtækjanna í síld og loðnu er mun meiri en lög heimila.

Krosseignatengslin eru fyrir hendi.

Í viðtali í sjónvarpi 5. september sl. segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra „...brýnt að lögum um fiskveiðistjórn verði breytt til að koma í veg fyrir að aflaheimildir safnist á hendur tengdra félaga og þann ágalla á lögum lengi hafa legið fyrir. Til hafi staðið að taka á þeim samhliða heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.“ Og bætir við: „Brýnt að lögin verði skýrð og skerpt svo þau virki sem skyldi.“

Hér gæti maður sagt „góður Steingrímur“ ef forsagan truflaði ekki trúverðugleikann.

Ákvæði voru um krosseignatengsl í frumvarpi um fiskveiðistjórn sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2011.

Frumvörp Jóns Bjarnasonar

Frumvarpið varð ekki að lögum. Í drögum að nýju frumvarpi, sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti ríkisstjórn, hagsmunaaðilum og almenningi í nóvember 2011, voru krosseignatengslum gerð nákvæmari skil, gildandi ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga skerpt og sett ítarleg ákvæði um hámarkshlutdeild í öllum tegundum.

Orðrétt segir í athugasemdum um viðkomandi frumvarpsgrein:

„Greinin er að öðru leyti að mestu efnislega samhljóða 13. gr. gildandi laga. Þó hefur nú verið tekið upp hugtakið samstarf um yfirráð í 2. tl. 5. gr. í stað hugtaksins „raunveruleg yfirráð“.

Við framkvæmd gildandi laga hafa komið í ljós erfiðleikar við að staðreyna að um tengda aðila sé að ræða þar sem kveðið er á um raunveruleg yfirráð.

Þannig sýnir reynslan að jafnvel þótt sterkar vísbendingar séu til staðar, svo sem veruleg eignatengsl, samstarf, sami maður í lykilstöðum í tveimur fyrirtækjum o.s.frv., hefur Fiskistofa ekki talið gerlegt, gegn andmælum aðila, að sanna að um raunveruleg yfirráð sé að ræða.

Af þessum sökum er lagt til að sú breyting sem gerð var á lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr. 22/2009, sé einnig gerð hér.

Þar er farin sú leið að leggja áherslu á samstarf milli aðila og sönnunarbyrði snúið við, þannig að þegar aðstæður eru með tilteknum hætti beri að líta svo á að um samstarf sé að ræða nema sýnt sé fram á hið gagnstæða.“

Ljóst var að frumvarpsgreinin tók til Samherja og tengdra fyrirtækja.

Steingrímur J. Sigfússon tók við embætti sjávarútvegsráðherra um síðustu áramót og það kom í hans hlut að leggja fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um fiskveiðistjórn.

Ákvæði gegn samþjöppun felld burt í siðari frumvörpum

Þegar það var loks lagt fram vorið 2012 brá svo við að fyrrnefnd frumvarpsgrein Jóns Bjarnasonar um krosseignatengsl var horfin. Sömuleiðis ákvæði um hámarksaflahlutdeild í einstökum tegundum.

Það vandamál að aflaheimildir safnist á of fáar hendur hefur lengi verið þekkt og jafnframt baráttumál margra okkar sem höfum viljað breyta fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar.

En stórfyrirtækin hafa átt sína pólitísku bandamenn.

Það er ekki tilviljun að í núverandi frumvarpi til breytinga á stjórn fiskveiða hafi fyrrnefnd ákvæði verið felld brott.

Það er ámælisvert að atvinnuvegaráðherra sé hvað eftir annað staðinn að því að fara rangt með. Dapurlegt en satt.

Í þessu tilviki eru allar staðreyndir skjalfestar og borðleggjandi.

Steingrímur J. segir blákalt í orði að brýnt sé að lögin verði skýrð og skerpt svo þau virki sem skyldi, en breytir þveröfugt við það".

Dómur sögunnar- Ný stór nefnd - fleiri tegundir settar í "kvótakerfið"

Fyrir okkur sem stóðum í þessari baráttu að breyta fiskveiðistjórnarkefinu á árunum 2009 til 2013 er fróðlegt að rifja upp umræðuna frá þeim tíma. 

Grein Atla Gíslasonar sem var formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis  2009- 2011 frá í sept 2012 stendur enn fyrir sínu og góð inn í umræðuna í dag.

Þessu efni eru gerð ágæt skil í bók Ögmundar Jónassonar, "Rauði þráðurinn". 

Ýmsir fara nú að þenja sig um samþjöppun í sjávarútvegi sem við Atli og fleiri vildum taka föstum tökum þá á þeim tíma en aðrir viku sér undan. 

Þeir sjávarútvegsráðherrar sem á eftir mér komu, hafa til þessa öll gengið slóð  hins "Miskunnsama Samherja"  í þessum efnum

Greinin er birt með leyfi höfundar Atla Gíslasonar


Guðmundur Halldórsson - Minning

Baráttumaður látinn og borinn til grafar í dag.
Guðmundur Halldórsson skipsstjóri í Bolungavík var einn öflugasti baráttumaður fyrir, sjómenn og útgerðir í minni sjávarbyggðum. "Þetta var upp á líf eða dauða að tefla fyrir byggðirnar"
 
 
  

Mér er eftirminnileg lýsing Guðmundar þegar hann lagði landsfund Sjálfstæðisflokksins að fótum sér í janúar 2003 og fékk línuívilnun samþykkta.

Línuívilnunin þýddi að þeir dagróðrarbátar sem reru á línu frá heimahöfn og lönduðu þar fengu auka veiðiheimildir ef beitt var í landi. Þetta skipti miklu máli fyrir línubátana eins og á Vestfjörðum
Forysta Sjálfstæðisflokksins, sjávarútvegsnefnd flokksins hafði neitað að tillagan yrði borin fram í nafni nefndarinnar.
Guðmundi sárnaði það mjög:
 
"Við konurnar styðjum þig"
" Þá komu forystukonur úr kvennahreyfingum flokksins og sögðu við mig .
Við skiljum þig svo vel Guðmundur og við munum styðja tillöguna.
Þú berð hana aftur upp undir lok fundar.
Þá mun forystan flokksins og LÍÚ engri mótspyrnu við koma. 
Við konurnar styðjum þig".
Guðmundur vann.
Tillagan var samþykkt með tilheyrandi rökstuðningi og greinargerð Guðmundar
Guðmundur var afar hróðugur þegar hann lýsti þessu fyrir mér.
Þegar honum fannst stjórnvöld draga lappirnar að hrinda þessari samþykkt í framkvæmd boðaði hann til almenns borgarafundar á Ísafirði í sept 2003 til þess að hnykkja á framkvæmdinni.
Og Guðmundur  Halldórsson hafði sitt fram. "Orð skulu standa"
 
Eldhugi
Guðmundur Halldórsson var einn sá fyrsti sem hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með sjávarútvegsráðuneytið vorið 2009. Hann hvatti mig og leiðbeindi.
Var gott að eiga eldhugann og reynsluboltann Guðmund Halldórsson að í bakvarðsveitinni. Áttum við oft góð samtöl saman.
Hann varaði mig líka við :
"Þú veist að þeir munu koma í bakið á þér"
 Strandveiðarnar og fleiri byggðatengdar aðgerðir  voru gerðar  einmitt í anda Guðmundar Halldórssonar.
 
Þökkum samferðina 
Blessuð sé minning þessa hlýja en öfluga baráttumanns, Guðmundar Halldórssonar skipstjóra og fyrrverandi formanns Eldingar, félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum.
Guð gefi landi voru marga slíka sem Guðmund Halldórsson
 

Héraðsvötnin á höggstokk Alþingis

Kúvending í náttúruverndarmálum 

  Hart hefur verið barist fyrir friðlýsingu og vernd  Jökulsánna í Skagafirði. 
Í raun hafa Héraðsvötnin verið eitt sterkasta flagg Vinstri grænna og annarra náttúruverndarsinna í  náttúruverndarmálum. 
Eitt af þeim málasviðum sem Vg var stofnað um í upphafi.  Verkefnastjórn rammaáætlunar mat verndargildi  vatnasvæða Héraðsvatna eitt það mesta á landinu.
 
"Heggur sá er hlífa skal"
 
Það kemur því sorglega á óvart að nú skuli ríkisstjórn Vg kúvenda í náttúruverndarmálum.-
Ríkistjórn undir forystu forsætisráðherra sem var af heilum hug aðili að þingmannahópi Vinstri grænna sem flutti tillögu á Alþingi um friðun Jökulsánna.
Tillagan á alþingi  nú hljóðar upp á að fella Héraðsvötnin úr verndarflokki í  biðflokk til frekari virkjunarundirbúnings- þvert á grundvallastefnu VG
Sbr. meðfylgjandi þingsályktun:
  
Verndun Jökulsánna í Skagafirði.
59/135 2008 þáltill.: friðlýsing Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði 
Flm.: Jón Bjarnason, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson,
Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon,
Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.
 
Tillaga til þingsályktunar 2008
um friðlýsingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu vatnasvæðisins norðan Hofsjökuls, þ.e. Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði ásamt þverám þeirra.
Friðlýsingin taki til vatnasviðs ánna að meðtöldum þverám og skal hvers kyns röskun á náttúrulegum rennslisháttum ánna vera óheimil.
Skal svæðið friðað og stjórnað til varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundins landbúnaðar. Sérstaklega skal hugað að því við undirbúning málsins hvernig friðlýsing vatnasvæðanna norðan Hofsjökuls geti tengst framtíðaráformum um Hofsjökulsþjóðgarð og fallið að stækkuðu friðlandi Þjórsárvera sunnan jökulsins.
 
Greinargerð.
Frá Hofsjökli renna árnar Austari- og Vestari-Jökulsár. Þegar þær koma saman kallast þær Héraðsvötn en þau eru meginvatnsfallið í Skagafirði.
Koma jökulsárnar saman við bæinn Kelduland. Báðar árnar renna í gljúfrum og er gljúfur Austari-Jökulsár öllu hrikalegra en þeirrar vestari.
Náttúrufegurð jökulsárgljúfranna er einstök, svo og gróður, landslag og náttúrufar á vatnasvæði ánna.
Hér er gert að tillögu að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga þess efnis að árnar og vatnasvið þeirra verði friðlýst með lögum.
Með hliðsjón af flokkunarkerfi hinna alþjóðlegu náttúruverndarsamtaka IUCN er lagt til að svæðið geti fallið að V. friðlýsingarflokki.
Nánari skilgreining þessa verndarstigs er á þessa leið: „Landsvæði, ásamt strönd eða sjó eftir því sem við á, þar sem samskipti manns og náttúru í gegnum tíðina hafa gert svæðið sérstætt, fagurfræðilega, vistfræðilega og/eða menningarlega, og gjarnan með mjög fjölbreyttu lífríki.
Varðveisla þessara hefðbundnu samskipta í heild sinni er nauðsynleg fyrir verndun, viðhald og þróun slíks svæðis.“
Segja má að viðhorf þeirra sem vilja vernda vatnasvæði ánna speglist vel í ljóðlínum Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöðum (1889–1963) úr kvæðinu Blönduhlíð:
 
"Meðan „Vötnin“ ólgandi að ósum sínum renna,
iðgrænn breiðist gróður um sléttur, hæð og laut,
geislar árdagssólar á bröttum tindum brenna,
blessun Drottins ríkulega falli þér í skaut".
 
Í ályktun félagsfundar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Skagafirði frá 8. júní 2005 segir:
„Héraðsvötnin og jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs.
Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi.
Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg.
Félagsfundur VG í Skagafirði leggst því alfarið gegn öllum hugmyndum um virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði.“
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild.
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild. Ljósmyndari: Mirto Menghetti
Ferðaþjónusta í Skagafirði er í örum vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu.
Með þingsályktunartillögu þessari eru í fylgiskjölum ályktanir og sýnishorn af greinaskrifum Skagfirðinga sem undirstrika hug þeirra til svæðisins. Augu æ fleiri eru að opnast fyrir verðmæti ósnortinnar náttúru og ábyrgð okkar gagnvart komandi kynslóðum. Náttúran á sinn eigin sjálfstæða rétt. Við höfum hana að láni frá komandi kynslóðum.
Jökulsárnar í Skagafirði eru mikilvægar fyrir lífkerfi héraðsins frá jöklum til sjávar. Vötnin hafa ekki aðeins mótað skagfirska náttúru heldur einnig skagfirska menningu og daglegt líf. Þau eru lífæð Skagafjarðar.
Í ljósi þessa er þingsályktunartillagan um friðun Austari- og Vestari-Jökulsár flutt.
 
Gæti verið mynd af náttúra
 
 Héraðsvötnin voru síðan í hæsta verndarflokki hjá Verkefnastjórn rammaáætlunar.
 
 Við unnendur jökulsánna í Skagafirði krefjumst þess að vatnasvið Héraðsvatna verði áfram í vernd

Spretthlaup Norðmanna út úr EES

Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að mun fleiri vilja tvíhliða samning við ESB frekar en EES samninginn.

Norðmenn hafa ítrekað rekið sig á að EES samningurinn þvingar þá undir reglur og dóma EES og ESB þvert á fullveldisrétt, hagsmuni  og vilja norsku þjóðarinnar. 

Má þar nefna Orkutilskipun ESB sem hefur stórhækkað raforku til heimila í Noregi, rekstur járnbrauta kerfis Noregs, stuðning við norskan landbúnað og matvælaöryggi sem nú er í brennidepli þar eins og hér

Orkupakkinn - ESB- umsóknin  og "trúverðugleikinn"

Alþingi Íslendinga samþykkti 4.orkupakka ESB fyrir ári þvert á stefnu, loforð og samþykktir allra þriggja ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

( Svo eru sumir flokkar hissa á því að þeir séu að tapa trúverðugleika þegar sjaldan er staðið við stefnu og kosningaloforð)!

Vg var jú sérstaklega stofnað gegn þessum ófögnuði.

Íslenskur landbúnaður og matvælaöryggi byggir á að við getum varið okkar eigin framleiðslu gegn undirboðum og lögþrýstingi erlendis frá.

Stríðið í Úkraínu undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að treysta eigin matvælaframleiðslu

ESB unsóknin og sífelld undirgefni stjórnvalda  fyrir EES/ESB reglum  hefur grafið undan rekstrar grundvelli og öryggi íslenskrar matvælaframleiðslu.

 Spretthlaupið sem átti að taka inn í ESB  2009 var fiasko  sem betur fór var stöðvað og sá "sprettur"

verður vonandi ekki endurtekinn þótt sumir gangi enn með þann draum 

Spretthlaupið - ESB/ EES  og " hráa kjötið"

Það er hárrétt hjá matvælaráðherra að nú þurfi "spretthlaup" til þess að bjarga landbúnaðinum undan ESB/ EES holskeflu undanfarinna ára og  kreppunnar vegna Ukraínustríðsins.

Vonandi er þó ekki verið að biðja um  endurtekið "spretthlaup" inn í ESB 

Krumlur EES/ESB eru gripsterkar það hafa Íslendingar þegar reynt í samskiptum við EES, samanber dóma um innflutning á "hráa kjötinu" raforkutilskipanir og fjarskiptastrengi

Mín giska er sú að sterkast væri fyrir íslenskan landbúnað, matvælaöryggi og neytendavernd að "spretthlaupið" verði tekið út úr EES/ ESB samningnum eins og Norðmenn eru nú að sjá og gætu gert .

Hriktir í  hjá Norðmönnum Tvihliða samningar við ESB

Nú mun hrikta í  norsku ríkisstjórninni því almenningur hefur fengið upp í kok af undirgefni stjórnvalda og yfirgangi EES/ESB samningsins.

Tvíhliða samningar  Noregs við ESB gætu verið á næsta leiti. 

Ísland ætti að taka frumkvæði, setja á sig hlaupaskóna, taka sprettinn  og segja upp EES samningnum og gera tvíhliða samning við ESB á okkar eigin fullveldis grundvelli.

Meðfylgjandi er frétt  norsku samtakanna  NEI til EU um málið:

 " En fersk meningsmåling viser at det er flere som støtter en handelsavtale med EU enn EØS-avtalen.

Meningsmålingen er utført av Sentio på oppdrag fra Nei til EU. Spørsmålet som ble stilt er: «Er du for eller mot en handelsavtale med EU som erstatter EØS-avtalen?» Svarene fordeler seg på denne måten:

  • For: 34,2 %
  • Mot: 27,1 %
  • Vet ikke: 38,8 %

Målingen er en nasjonal representativ undersøkelse der 1004 personer er spurt i nettskjema (webomnibus) i perioden 19.–25. mai.

Markant forskjell

De som er for å erstatte EØS-avtalen med en handelsavtale har et markant overtak i målingen, selv om vet ikke-gruppen også er stor. Det er 7 prosentpoeng flere som er for en handelsavtale enn EØS. Bare litt over 1 av 4 spurte hegner om EØS-avtalen.

Hvis vi holder vet ikke-gruppen utenfor, er det 55,8 % som er for en handelsavtale som erstatter EØS-avtalen, mens 44,2 % er mot.

Handelsavtale vs EØS Mai22B«Er du for eller mot en handelsavtale med EU som erstatter EØS-avtalen?» (Grafikk: Nei til EU.)

Det er flere menn enn kvinner som er for en handelsavtale. I alle aldersgrupper unntatt de over 75 år er det et flertall for handelsavtale. Blant de yngste (18–24 år) er det 37,9 % som er for handelsavtale og bare 19,4 % som heller vil ha EØS. Om vi ser på fylkesnivå, er ønsket om å erstatte EØS med en handelsavtale aller sterkest i Oslo: 42,3 % er for og 21,5 % er mot. Målingen inneholder ikke partipreferanser.

Handelsavtale er et alternativ

En del andre undersøkelser har vist et nokså klart flertall for EØS, men disse målingene spør som regel om ja eller nei til EØS-avtalen, uten å vise til noe alternativ. Denne nye målingen viser derimot at EØS-avtalen har støtte fra bare omtrent en fjerdedel og at mange er usikre på hva de mener om EØS. Resultatet deler befolkningen i tre grupper, der de som er mot handelsavtale og støtter EØS-avtalen er den minste gruppen. En måling i januar, med en lignende spørsmålsstilling, viste også at oppslutningen om EØS slår sprekker.

Nei til EU-leder Roy Pedersen mener særlig strømpriskrisen kan forklare at flere nå ønsker et alternativ til EØS:

– Stadig flere ser at strøm på børs, kabler til utlandet og tilknytning til EUs energibyrå ACER fører til høye strømpriser og usikre arbeidsplasser. Når landets statsminister ikke vil ta grep fordi det støter mot EØS-avtalen er det bare naturlig at flere vil ha handelsavtale framfor en avtale som fratar de folkevalgte makt bit for bit, sier Pedersen

Stort bilde i toppen: Meningsmåling utført av Sentio i mai 2022: «Er du for eller mot en handelsavtale med EU som erstatter EØS-avtalen?» 34,2 % for, 27,1 % mot og 38,8 % vet ikke. (Grafikk: Nei til EU.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband