Laugardagur, 20. nóvember 2021
Lækkum orkuverð til almennings í gróðanum
"Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 103 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 13 miljörðum króna, en var 61 milljóni dala á sama tíma í fyrra, eða átta milljarðar króna."
"Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna"
Þetta kom fram í fréttum frá forstjóra Landsvirkjunar í dag.
Methagnaður Landsvirkjunar og samt er heildsöluverð til almenningsveitna hækkað!
Það er mjög gott að rekstur Landsvirkjunar gangi vel.
Þess vegna er það þeim mun óskiljanlegra að Landsvirkjun stór hækki heildsöluverð til almenningsveitna á sama tíma.
Sú hækkun mun svo ganga áfram í veldisvexti til almennings og smæri atvinnufyrirtækja í landinu.
Gróðinn gangi til almennings með lægra orkuverði
Nú, þegar skorað er á alla aðila í atvinnulífi og þjónustu að halda aftur af verðhækkunum og styrkja grunn atvinnulífsins.
Þá er kjörið tækifæri og skylda Landsvirkjunar að lækka heildsöluverð á raforku til alnmenningsveitna
Raforka til stóriðju lýtur öðrum lögmálum um verð og er bundin m.a. álverði sem hefur stórhækkað.
" Upplifðu orkuna í okkur" Orku þjóðarinnar
Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og fjármálaráðherra fer með hlutabréfið. Það er í raun fáránlegt að Landsvirkjun hækki heildsöluverð til almenningsveitna og moki samtímis inn arði og kyndi þar með verðbólguna.
Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. nóvember 2021
Verðbólgan og Landsvirkjun
Skammtímaverð Landsvirkjunar á raforku á heildsölumarkaði hefur verið stór hækkað. 8 til 15% (Verð hjá Landsvirkjun hækkar Mbl. 8.11. 21)
Hækkuninni er ætlað að "stuðla að jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir rafmagni" segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar:
. "samspil markaðslögmálanna sem útskýri þessa hækkun".
Eru áform um sölu Landsvirkjunar komin á fullt?
Í rauninni skilja fáir þessa röksemdafærslu forstjórans fyrir hækkun Landsvirkjunar.
Að vísa til einhæfra markaðslögmála fyrir órökstudri stórhækkun almannaþjónustu vísar leiðina til einkvæðingar og sölu fyrirtækisins.
Landsvirkjun er 100% í eigu þjóðarinnar og heyrir beint undir fjármálaráðherra sem skipar henni stjórn.
Landsvirkjun er eitt mikilvægasta þjónustu fyrirtæki landsmanna.
Rafmagnsverð til notenda ræður miklu um samkeppnishæfni búsetu og atvinnurekstrar á Íslandi.
Hækkun á raforkuverði þrýstir upp verðbólgu og skerðir kjör almennings
Tekjur Landsvirkjunar hækka um tugi milljarða
Fyrr á árinu var greint frá: "Hækkun á álverði skilar Landsvirkjun milljörðum króna " (14.09.2021 - 18:26 Efnahagsmál · Innlent · Orkumál)
Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins
Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020.
Eigendur ( les fjármálaráðherra) samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í vor. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár.
Landsvirkjun ætti frekar að lækka verð til almenningsveitna
Nú þegar hvatt er til þess að við öll leggjumst á eitt að halda niðri verðbólgu, styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífs og tryggja kjör almennings.
Þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna er Landsvirkjun leyft að stór hækka grunn verð raforku sem fyrst og fremst tekur til almenningsveitna og það með samþykki ráðherra.
Góð staða Landsvirkjunar og ákall samfélagsins er að lækka verð á raforku til almenningsveitna og standa með fólkinu í landinu.
Verð hjá Landsvirkjun hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. nóvember 2021
Landspítalinn og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Hvað hefur breyst á Landspítalanum sl. 12 ár ?
Jú, sjúkrarúmum hefur fækkað úr 900 í 640 og gjörgæslurýmum úr 18 í 14, en íbúafjöldinn margfaldast á sama tíma.
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og fyrrum aðstoðarmaður fjármálaráðherra um árabil spurði í Silfrinu með hvössum tón. Borin voru saman viðbrögð við svínaflensu 2009 og Covið nú 2021, Morgunblaðið greinir frá:
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra í áratug spyr
" Í Silfrinu á sunnudag sagðist Svanhildur Hólm vilja vita hvað hefði breyst á þessum tólf árum sem gerði það að verkum að á þeim tíma hafi enginn talað um að fara í neinar sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann vegna þess að hann gæti ekki þolað það álag sem fylgdi faraldrinum".
En núna í hvert sinn sem að smitum fjölgar örlítið, við erum ekki að tala um að innlögnum er að fjölga stórkostlega, þá fer allt í baklás og farið að benda á að hér verði komið á einhverju neyðarstigi, sagði Svanhildur.
Spurningin er athyglisverð því að hér spyr aðstoðarmaður núverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um langt árabil og þar áður framkvæmdastjóri þingflokksins.
Landspítalinn svarar fyrrum aðstoðarmanni fjármálaráðherrans
"Ríflega 900 rúm voru á Landspítala árið 2009 eða 285 rúm á hverja 100.000 íbúa og 18 gjörgæslurými. Í dag eru rúmin 640 talsins eða 175 á hverja 100.000 íbúa og gjörgæslurýmin 14. Hefur rúmplássum þannig fækkað um nær helming hlutfallslega.
Eftirfarandi er útlistun spítalans:
- COVID-19 hefur staðið í 20 mánuði en faraldur svínaflensunnar var viðfangsefni á Landspítala í 75 daga.
- Svínaflensa er inflúensa sem er vel þekktur sjúkdómur en COVID-19 er nýr og áður óþekktur sjúkdómur.
- Bólusetning við svínaflensu hófst strax með góðum árangri en bólusetningar við COVID-19 hófust tæpu ári eftir að faraldurinn hófst og árangurinn er ekki jafn góður af þeim bólusetningum.
- Við svínaflensu var unnt að nota veirulyfið Tamiflu sem dró úr veikindum og kom jafnvel í veg fyrir þau. Slík lyf eru ekki fáanleg við COVID-19.
- Í svínaflensufaraldrinum lögðust um 130 sjúklingar inn á spítalann og þurftu 21 gjörgæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 faraldri hafa 492 sjúklingar lagst inn á Landspítala og 87 þeirra þurft gjörgæslumeðferð, sumir oftar en einu sinni.
- Áhrif svínaflensunnar á samfélagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakningu, einangrun og sóttkví. Þessi staðreynd hefur umtalsverð áhrif á starfsemi Landspítala nú.
- Árið 2009 voru ríflega 900 rúm á Landspítala (285/â100.000 íbúa)og 18 gjörgæslurými. Þau eru nú rúm 640 (175/â100.000 íbúa)og gjörgæslurýmin 14.
- Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sérstakar ráðstafanir á Landspítala vegna svínaflensunnar. Starfsemi spítalans tók þeim breytingum þá sem nauðsynlegt var í farsótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur, sem kann að skýra að einhverjir muni ekki þá alvarlegu stöðu sem uppi var á þeim tíma".
Hlaupið hraðar
"Við krefjumst meiri framleiðni" voru skilaboð fjármálaráðherrans til hjúkrunarfólks sem var að sligast undan álaginu og yfirfullri bráðamóttöku.
Hungrið í aukna einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar liggur undir í spurningu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.
Þjóðin vill hinsvegar sterkt opinbert heilbrigðiskerfi.
Hlutfall rúma á íbúa næstum helmingast á tólf árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. október 2021
Að kasta steinum úr glerhúsi
Það er með endemum þegar kjörnir stjórnmálamenn í forystu þjóðarinnar vaða fram með ótrúlegu orðbragði gagnvart Sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöldum:
"Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax"
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins krefjast afléttinga strax.VÍSIRHildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax".
Undir þetta taka svo fjármálaráðherrann og samgöngu og sveitarstjórnar ráðherra, formenn flokka sinna í ríkisstjórn.
Það er nokkur hótfyndni gagnvart alvarleika Covið faraldursins að sumir viðkomandi leiðtogar tipluðu á barmi sóttvarnarreglna og þurfti fjallabaksleið til þess að bjarga þeim í horn frá réttvísinni vegna þeirra.
Þau bera ábyrgð á vanda og fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar
Vert er að merkja að þetta eru sömu stjórnmálamenn sem hafa setið í ríkisstjórn undanfarin ár og bera ábyrgð á fjársvelti og vanda Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar. En þar eru flöskuhálsarnir einmitt í að létta á sóttvörnum.
Rétt er að minnast þess, að þegar látið var undan óbilgjörnum kröfum þessara sömu stjórnmálamanna fyrr í faraldrinum skall á ný holskefla smita og veikinda með tilheyrandi röskun og fórnum.
Stöndum með sóttvarnarlækni
"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt".
Við getum hvert og eitt haft ólíkar persónulegar skoðanir í þessum efnum og látið þær uppi
En viti okkar og þekkingu eru skorður settar hvað það varðar.
Svo hefur einnig reynst hvað varðar vit og þekkingu sumra þeirra stjórnmálamanna sem nú taka stórt upp í sig gagnvart sóttvarnalækni og ráðast opinberlega á tillögur hans og sýn.
Ráð og mat Sóttvarnarlæknis hafa reynst okkur farsæl og alvarlegt, jafnvel hættuástand skapast þegar frá þeim var brugðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2021 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. ágúst 2021
Styrmir Gunnarsson - minning
"Alþingi verður að draga umsóknina frá 2009 að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingar einstakra ráðherra eða ríkisstjórnar án samþykkis Alþingis eru marklausar.
Slíkt getur aðeins þýtt að einstakir hlutar ESB-ferlisins verða settir á bið eða fá önnur andlit.
Þriðji Orkupakki ESB sem samþykktur var á Alþingi sl. vetur er dæmi um þennan pólitíska tvískinnung stjórnmálamanna sem skortir hugsjónir.
Við verðum að halda baráttunni áfram til verndar fullveldinu"
Á þessa lund voru ein síðustu orðin sem fóru milli okkar Styrmis sl. vor á fundi hjá Heimsýn.
Ég kynntist Styrmi vel þegar ég tók sæti 2013 í stjórn Heimsýnar baráttusamtaka gegn inngöngu Íslands í ESB.
En ég var þar formaður í nokkur ár.
Þetta voru miklir baráttu tímar.
Alþingi samþykkti naumlega vorið 2009 að senda inn umsókn um inngöngu Í ESB. Ég var umsókninni afar andvígur
Inngöngubeiðnin var undirrituð af þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra án fyrivara af Íslands hálfu. Í umsókninni fólst skuldbinding um að hlíta öllum reglum og kröfum ESB í því ferli.
Barátta okkar í Heimssýn snerist um að stöðva umsóknarferlið og draga umsóknina formlega til baka með samþykkt Alþingis.
Við Styrmir og fleiri í Heimsýn bundum miklar vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var mynduð 2013 undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonsr og Bjarna Benediktssonar stæði við gefin fyrirheit: "Að Alþingi samþykkti að afturkalla umsóknina frá 2009 að ESB".
Því miður gugnaði ríkisstjórn þessara flokka á að fylgja eftir þessum loforðum sínum. En settu umsóknina aðeins í bið.
Og þó við Styrmir deildum ekki skoðunum í einstökum grundvallarmálum stjórnmálanna dáðist ég að stefnufestu hans og víðtækri þekkingu á fjölbreyttum sviðum þjóðlífsins innanlands sem utan.
Við Styrmir störfuðum allnáið saman á þessum Heimsýnarárum. Og við áttum fundi með forseta Íslands, ráðherrum í ríkisstjórn og innlendum sem erlendum stjórnmálaleiðtogum í baráttunni fyrir fullveldi þjóðarinnar; Að Ísland gæti tekið þátt í samstarfi þjóða á aþjóðavettvangi sem fullvalda ríki á jafnréttis grunni en ekki sem hluti borgríkis ESB.
Það var gott að sitja á milli þeirra félaganna Ragnars Arnalds og Styrmis Gunnarssonar á Heimsýnarfundum:
"Sjálfstæðið er sívirk auðlind" var boðorð Ragnars. Þar var samstaðan þétt.
Baráttuhugur og djörf sýn Styrmis Gunnarssonar fylgir okkur sem leiðarljós til sigurs í þeirri eilífu vegferð sem sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar er.
Grein Styrmis í Morgunblaðinu í dag "Menning og pólitík" segir margt um sýn Styrmis á samhengi hlutanna.
Pólitik án siðmenningar er "ógeðsleg" eins og hann sjálfur komst að orði.
Með Styrmi Gunnarssyni er fallinn einn áhrifamesti einstaklingur íslenskrar stjórnmála og stjórnmálumræðu síðustu áratuga.
Með þökk fyrir samferðina
Blessuð sé minning Styrmis Gunnarssonar
Fjölskyldu Styrmis sendi ég innilegar samúðarkveðjur
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. ágúst 2021
Sláum skjaldborg um sóttvarnir
Nú þarf að standa við bakið á sóttvarnarlækni og tillögum hans.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur farið mjög hörðum orðum um sóttvarnaraðgerðirnar hér á landi. Heilbrigðisþjónustan og megin þorri almennings er á annarri skoðun og vill verja sig og sína.
Í hvers umboði tala "Samtök atvinnulífsins" í sóttvörnum.
Samtökin hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa þar sem aðgerðir sóttvarnarlæknis eru fordæmdar. Lýst er andstöðu við tillögur hans um verndun lífs og heilsu landsmanna í erfiðum faraldri.
Nú er rétt að hafa í huga að heitið "Samtök atvinnulífsins" hefur við fyrstu sýn mun víðari skírskotun en raunin er.
Allt hið opinbera starf eins og leikskólar, grunnskólar, háskólar, öll heilbrigðisþjónusta, íþróttafélög stór hluti menningar- og listageirans, eldri borgarar, launþegahreyfingarnar osfrv. eru hluti af innlendu atvinnulífi en eru ekki í þessum samtökum. Samt er látið svo í fréttamiðlum að þarna sé allt "atvinnulíf" landsmanna samankomið.
Svo er þó ekki og er mér nær að halda að hér tali fámennur harður hagsmunahópur sem umboðslaus beitir fyrir sig stóru nafni. Er mér til efs að þessi ályktun "Samtaka atvinnulífsins" hafi verið borin undir alla stjórn samtakanna eða félagsmenn .
Tillögur sóttvarnalæknis
Minnisblað eða tillögur sóttvarnarlæknis um aðgerðir næstu vikna miða að því að vernda líf og heilsu landsmanna og velferð íslensks samfélags í víðum skilningi á óvissu tímum.
Vissulega eru skiptar skoðanir um viðbrögð við þessum heimsafaraldri hér á landi. Aðstæður breytast líka mjög hratt.
Fyrir um ári síðan vissu fáir um tilvist svokallaðs "Delta" afbrigðis veirunnar. Enginn veit hvort nýtt hættulegt afbrigði geti skyndilega brotist út eða borist til landsins.
Stöðvum veiruna á landamærum
Fyrir mikinn þrýsting einstakra innan "Samtaka Atvinnulífsins og "háværra" aðila innan ferðaþjónustunnar voru landamærin svo til galopnuð í sumar fyrir innflæði veirunnar
Það er augljóst að mikil mistök voru þá gerð. Enda "flæddi veiran inn í landið" eins og Kári Stefánsson orðaði það. Enginn hefur beðist afsökunar á því. Ekki einu sinni " Samtök atvinnulífsins"
Hlustum á ráð "þríeykisins"
Tillögur Sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum og takmörkun innanlands. Þær miða að því að stöðva eftir megni flæði smita ínn í landið og halda smitum í lágmarki innan lands. Og leyfa þar með heilbrigðisþjónustu, skólum, menningarlífi, fjölskyldum, vinnustöðum og öllum almenninga að halda sem eðlilegustum samskiptumm innan sinna hópa. Styrkja þarf heilbrigðiskerfið til að takast á við stóraukna þörf.
Breyta þurfi reglum svo skólastarf lamist ekki ítrekað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2021 kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. ágúst 2021
Hlauptu hraðar
Hlaupið hraðar annars verðið þið einkavædd eru skilaboð fjármálaráðherra til hjúkrunarfólks, lækna og annarra starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og almannavarna.
Við krefjumst meiri framleiðni, þið eruð ekki að standa ykkur. Hjúkrarinn sem er að sligast í veirufría búnaðnum með grímu og hjálm segir " ég er búinn að hlaupa 16 tíma í dag. Ég geri allt sem ég get".
"Hlauptu hraðar" segir fjármálaráðherra.
Við höfum ekki fleira fólk til að taka veirusýni og greina þau.
"Við vinnum 12 til 16 tíma á dag, getum ekki meir. Okkur vantar fólk".
"Hlauptu hraðar", við viljum meiri framleiðni segir fjármálaráðherra.
"Heilbrigðiskerfið er að springa, við getum ekki aukið framleiðni í hættuástandi og krísu". segir forstjóri Landspítalans.
Kári Stefánsson minnir á að 100 þúsund manns skoruðu skriflega á stjórnvöld að láta heilbrigðismálin njóta algjörs forgangs og fá hærri hlut þjóðartekna.
Þjóðin vill sterkt, opinbert heilbrigðiskerfi
"Hlaupið hraðar" segir fjármálaráðherra. "Við viljum meiri framleiðni"
Algjört "kaos" er á Keflavíkurflugvelli. Komu og brottfararfarþegar standa tímunum saman í þéttri kös.
Var ekki einmitt þar sem átti að þétta varnirnar gegn veirunni númer eitt.
"Við höfum ekki mannskap og aðstöðu til að hleypa fólki hraðar í gegn" segir yfirmaður landamæravörslu.
"Hlaupið hraðar" eru skilaboð fjármálaráðherra. Við viljum meiri framleiðni annars verðið þið einkavædd"
Neyðarmóttaka Landspítalans er löngu sprungin.
....Yfirlýsing Almannavarna var í gær: "Það verður að stöðva þessa veirubylgju og standa vörð um grunn stoðkerfi þjóðarinnar"
Uppgjöf og einkavæðingardraumar í heilbrigðisþjónustu verða að bíða annars tíma.
Það er fráleitt og óábyrgt að sleppa veirunni lausri í samfélagið og nota heimsfaraldur, neyðarástand og svelti til þess að keyra fram aukna einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. júní 2021
Landsvirkjun kyndir verðbólguna með stórhækkun raforku
Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins á Landsvirkjun samþykkti gríðarlega hækkun á heildsöluverði rafmagns á aðalfundi félagsins nýverið. Samtímis var einnig samþykkt að greiða út 6,36 milljarða arð.
Maður skyldi halda að hlutverk fjármálaráðherra væri að hamla gegn verðbólgu frekar en kynda hana með stórum verðhækkunum.
Landsvirkjun þarf að rökstyðja gríðarlega hækkun raforku til almennings í góðæri félagsins
Engin skýring er gefin á því hversvegna Landsvirkjun þarf að hækka svo verðskrá sína. 7,5 til 15%, hækkun leggst eingöngu á heimili og minni notendur í landinu. Samningar um raforkuverð við stórnotendur eins og álver fylgja öðrum reglum eins og álverði.
"Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar"
Álverin þrjú á Íslandi, Ísal í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa á Reyðarfirði, eru stærstu orkukaupendur landsins og afkoma þeirra hefur mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það er því sérlega áhugavert að sjá verðþróun áls á heimsmarkaði undanfarna tólf mánuði en um hana var fjallað í fréttum Stöðvar 2.
Í maímánuði í fyrra fór álverð niður undir 1.400 dollara á tonnið en hefur í þessum mánuði farið vel yfir 2.500 dollara. Hækkunin á einu ári er um áttatíu prósent.
Hjá Landsvirkjun sér forstjórinn fram á hærri tekjur fyrirtækisins en orkusamningar við Alcoa og Rio Tinto eru tengdir álverði.
Þetta munar miklu. Þetta eru stórir samningar. Þetta eru tveir okkar stærstu samningar sem eru tengdir þessu. Og ef magnið eykst líka þá aukast tekjurnar, segir Hörður Arnarson.
Svo er þriðji samningurinn, við Norðurál. Hann er tengdur raforkuverði í Evrópu og þar hafa verið mjög miklar hækkanir á raforkuverði, í öðrum löndum.
Verðhækkanir Landsvirkjunar kynda verðbólguna?
Þegar þessar fréttir eru skoðaðar verður enn óskiljanlegra að hækka þurfi heildsöluverð á raforku til almennra notenda á Íslandi.
Skýringa er þörf
Í ljósi svo stóraukinna tekna Landsvirkjunar af raforku til álvera , hárra arðgreiðslna til ríkisins ætti frekar að skapst svigrum til að lækka raforkuverð til heimila á Íslandi. (
Ég hygg að Þjóðin vilji að Landsvirkjun taki ábyrgan þátt í að bæta lífskjör, halda uppi kaupmætti og lemja á verðbólgunni.
Orkupakki ESB þrengir að Landsvirkjun?
Er það hinni nýji Orkupakki ESB sem knýr Landsvirkjun til þess að stórhækka verð á raforku til heimilanna í landinu og kynda verðbólguna. Landsvirkjun verður að skýra órökstuddar verðhækkanir sínar til almenningsveitna í landini
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. júní 2021
Landsvirkjun stór hækkar orkuverð
Hvað er að ? Landsvirkjun stórhækkar heildsöluverð á raforku þvert á áskoranir um að halda slíkum hækkunum í skefjum.
Nemur hækkunin 7,5 til 15 %.
Landsvirkjun er langstærsti framleiðandi raforku á Íslandi. Nú er vitað að verð á raforku er bundið við alla stærstu notendur í stóriðju.
Lítill hluti notenda, almenningur og venjuleg fyrirtæki í landinu verða að taka á sig alla þessa hækkun.
Hún mun síðan fara út í verð á raforku í veldisvexti til almennings.
Landsvirkjun skilar milljarða arði í ríkissjóð.
Væri ekki nær að lækka arðsemiskröfuna nú þegar keppst er við að halda verðhækkunum og verðbólgu niðri.
Kjarasamningar, svokallaðir "lífskjarasamningar" lögðu einmitt áherslu á að þjónustufyrirtæki héldu aftur af sér í hækkunum
Hækkun á raforku fer beint inn í hækkun verðbólgu, hækkun húsnæðisvaxta, hækkun verðtryggðra lána og skerðir samkeppnis stöðu.
Hvað segja launþegasamtök við þessum stóru hækkunum án rökstuðnings
Er verið að búa Landsvirkjun undir einkavæðingu og sölu
Það er eitthvert bogið við þegar Landsvirkjun, þjónustu fyrirtæki almennings í landinu gengur á undan í verðhækkunum þegar áskorun allra beinist í hið gagnstæða
Raforkuverð tekur kipp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. mars 2021
Lekann á landamærum verður að stöðva
Veit nokkur núna nákvæmlega hvaða reglur gilda um eftirlit á landamærunum gagnvart Covið? Spurningar vakna eftir upplýsingafund
Hver fær að komast inn í landið: með bólusetningavottorð, PCR próf, hver eru í raun aldursmörk á sýna tökum og sóttkví osfrv.?
Hvar byrjar sóttkvíin og hverjir eru skyldaðir í sóttkví sem eru að koma erlendis frá. Hvernig er tryggt að fólk fari beint í sóttkví og sé ekki að blanda geði við aðra. Eða sótt af ættingjum, vinum eða vinnuveitendum á flugvöll og hvað svo.
Er ekki hægt að opna skrifstofu fyrir Pólverja úti í Póllandi til þess að uppfylla skilyrði um skráningu og útborgun atvinnuleysisbóta?
Eina sem við vitum er að nýsmit sleppa inn í landið
Almenningur gerir sitt
Það er svo sem ágætt að hamast á almenningi úti í bæ að fara eftir reglum sem reynir af fremsta megni að verja sig og aðra.
Almenningur er ekki í utanlandsferðum og takmarkar umgengni við sína nánustu.
Við verðum síðan að hlusta stöðugt á frásagnir af óskýru landamæraeftirliti, loforðakapphlaupi sem er á ábyrgð ríkisins en leiðir veiruna inn í landið.
Stórt flutningaskip beint frá Brasilíu kemst óátalið inn í íslenska lögsögu og til hafnar með fárveika skipshöfn.
Hvernig er með einkaflugið beint erlendis frá?. " Sérstakar undanþágur" sem utantíkisráðuneytið veitir? Svona mætti áfram spyrja.
Covið-lekann á landamærum verður að stöðva
Kári Stefánsson hefur lýst hvað þurfi að gera.
Stjórnvöld hafa í mörgu staðið sig afar vel
En þessu væli um Covið leka á landamærum verður bara að linna og yfirvöld að girða sig í brók hvað landamæravörsluna varðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)