Ita­mar Ben-G­vir, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn Ísra­els, hefur ákveðið að banna notkun palest­ínska fán­ans á almanna­færi og fela lög­reglu að fylgja því banni eft­ir. Þessi ákvörðun ráð­herr­ans, harð­línu­manns yst á hægri kant­inum í ísra­elskum stjórn­mál­um, var kynnt í fyrra­dag.

Þetta fána­bann bæt­ist við fleiri aðgerðir nýrrar rík­is­stjórnar Ísra­els sem beinst hafa gegn Palest­ínu­mönnum núna í upp­hafi árs­ins, en aðgerð­irnar eru and­svar við því að full­trúum Palest­ínu­ríkis tókst að fá sam­þykkta þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í des­em­ber, sem fól meðal ann­­ars í sér að Alþjóða­­dóm­­stóll­inn í Haag verður feng­inn til að veita ráð­­gef­andi álit á lög­­­mæti her­­náms Ísra­els­­ríkis á land­­svæðum Palest­ín­u­­manna.

Nið­ur­staðan lá fyrir á alls­herj­ar­þing­inu 30. des­em­ber, og var nokkuð afger­andi, en 87 ríki sam­þykktu mál­ið, 26 greiddu atkvæði gegn því, 53 sátu hjá (Ísland þeirra á meðal) og 27 ríki tóku ekki þátt í atkvæða­greiðsl­unni. Í fyrri atkvæða­greiðslu á vett­vangi fjórðu nefndar alls­herj­ar­þings­ins Sam­ein­uðu þjóð­anna í nóv­em­ber­mán­uði var til­lagan sam­þykkt með 98 atkvæðum gegn 17 mót­at­kvæð­um, en 52 ríki sátu hjá.

Net­anjahú hefur boðað að jafn­virði 5,6 millj­arða íslenskra króna af skatt­tekjum sem renna áttu til palest­ínsku heima­stjórn­ar­inn­ar, en Ísra­els­ríki inn­heimtir, yrðu teknar og nýttar til þess að greiða miska­bætur til fjöl­skyldna ísra­el­skra borg­ara sem fallið hefðu í árásum Palest­ínu­manna.

Frek­ari áform eru svo uppi um að halda eftir skatt­tekjum sem inn­heimtar eru fyrir hönd palest­ínsku heima­stjórn­ar­inn­ar, auk þess sem ákveðið hefur verið að allar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir Palest­ínu­manna á svoköll­uðu svæði C á hernumdum Vest­ur­bakk­anum verði settar á ís.

Á sama tíma hyggst ný rík­is­stjórn, sem hefur verið lýst sem mestu harð­línu­stjórn Ísra­els­ríkis í sög­unni, beita sér fyrir áfram­hald­andi aukn­ingu land­nema­byggða á Vest­ur­bakk­an­um, en nú þegar búa hund­ruð þús­unda Ísra­els­manna í slíkum byggðum í trássi við alþjóða­lög.

Nú hefur þjóðar­ör­ygg­is­ráð­herr­ann svo boð­að, sem fyrr seg­ir, að lög­regla skuli gera palest­ínska fána upp­tæka ef þeir sjást á almanna­færi. Það hefur ekki verið almenn stefna yfir­valda í Ísr­ael allt frá árinu 1993, er stjórn­völd í Ísr­ael hættu að álíta Frels­is­hreyf­ingu Palest­ínu­manna (PLO) sem hryðju­verka­sam­tök í kjöl­far þess að sam­komu­lag um Ósló-­yf­ir­lýs­ing­una var und­ir­rit­að.

En nú hefur lög­regl­unni bein­línis verið falið að fjar­lægja fán­ann ef til hans sést á almanna­færi, og það á þeim grund­velli að palest­ínski fán­inn sé mynd­merki hryðju­verka­sam­taka, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu þjóðar­ör­ygg­is­ráð­herr­ans Ben-G­v­ir."

Ísland á að standa með rétti Palestínu

Ég heimsótti Palestínu fyrir nokkrum árum og það var mjög sár lífsreynsla að sjá hvernig heil þjóð er kúguð og hernumin í sínu eigin  landi.