Þetta er meðal þess sem fram kom í stefnu­ræðu Kristrúnar Frosta­dótt­ur, nýkjör­ins for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar, á lands­fundi flokks­ins sem fram fer um helg­ina.

Löðrungar Jóhönnustjórnina  -  lofar sjálf heiðarleika

Hér löðrungar Kristrún, nýr formaður Samfylkingarinnar forvera sína og ESB sinnana í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem sótti um inngöngu í ESB með aðild VG, þvert á stefnu og kosningaloforð þess flokks:

"Allt leysist með inngöngu í ESB" voru kjörorð formanna Samfylkingar og VG í rikisstjórn Jóhönnu 2009.

Hvenær ætli að VG hafi þrek til þess að taka sama uppgjör innan sinna raða, játa mistökin og fara aftur í kjarnann sem hreyfingin var stofnuð um

Breyt­ing­arnar, sem Kristrún tal­aði fyrir snú­ast um að fara aftur í kjarn­ann með því að leggja ofurá­herslu á kjarna­mál jafn­að­ar­manna, það er hús­næð­is­mál, heil­brigð­is­mál, sam­göng­ur, góða atvinnu og kjör fólks.

„Enda er það ekki töfra­lausn.

En það er löngu kom­inn tími til, að hennar mati, að upp­færa og end­ur­nýja umræð­una um kosti og galla aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu,

"það gangi ekki að þylja upp tveggja ára­tuga gömul rök sem byggja á kynn­ingu sem flokk­ur­inn stóð fyrir skömmu eftir alda­mót".

„Og þess vegna segi ég það hér: Sam­fylk­ingin mun ekki setja fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál nema að und­an­gengnu víð­tæku sam­tali og upp­færðri yfir­ferð og rann­sókn á kostum og göllum aðild­ar.“

“Það sama á við um stjórn­ar­skrána".

Kristrún sagði kröf­una um allt eða ekki neitt í stjórn­ar­skrár­málum ekki hafa skilað árangri.

Breyta þurfi um nálgun og við­ur­kenna að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá munu kalla á mála­miðl­anir og breitt sam­starf flokka á þingi.

„Nú hefur málið verið algjör­lega stopp í tíu ár.

Hvernig getum við kom­ist eitt­hvað áfram? Við étum ekki fíl­inn í einum bita — það ætti að vera orðið ljóst að það er ekki raun­hæft.“

Lofar heiðarleika í stjórnmálum

ESB umsóknin og  "nýja" stjórnarskráin - hvorutveggja rekið áfram af miklum óheiðarleika 2008- 2013 voru hrein skemmdar verk og svik sem vonandi verða ekki endurtekin. 

"Við lofum skýrri stefnu og heiðarleika" voru orð nýs formanns Samfylkingarinnar og til hamingju með þá yfirlýsingu og nýjan formann, Kristrúnu Frostadóttur