Miðvikudagur, 24. mars 2021
Nú þekki ég "mína" í ESB
"ESB vill stöðva flutning á bóluefni til Íslands"
Enn dreymir suma stjórnmálaflokka á Íslandi um að ganga í ESB. Hafa reyndar þau einu mál á stefnuskrá sinni.
ESB eru hinsvegar engin góðgerðasamtök, hafi einhver haldið það:
"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Íslands, auk annarra landa. Sérstaka heimild mun nú þurfa til að flytja bóluefni frá ríkjum sambandsins til Íslands" segir í ályktun framkvæmdastjórnar ESB í dag. ( MBL)
Forsætisráðherra sendir bréf
Forsætisráðherra Íslands neyðist til að senda forseta framkvæmdastjórnar ESB alvarlega nótu og minna hana á skuldbindingar: Gengur í berhögg við EES-samninginn. ( Var hann ekki bara til heimabrúks hjá ESB)
"Boðaðar útflutningshömlur á vörum frá Evrópusambandinu til EFTA-ríkjanna ganga í berhögg við EES-samninginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
Býður Íslandi að leggjast á hnén
Þar segir enn fremur að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglugerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi einhver áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands, en forsætisráðuneytið segir að Katrín Jakobsdóttir hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þess efnis."
Þótt nú velti á að nýta allar diplomatiskar leiðir til að ná bóluefni til landsins er rétt að muna að ESB eru ekki góðgerðasamtök.
![]() |
ESB bannar flutning bóluefna til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. mars 2021
Eftir hverju er beðið
Nú þarf að bregðast hart við og stöðva útbreiðslu smitsins.
Það er óneitanlega sorglegt að sóttvarnalæknir skuli enn kvarta yfir lélegu landamæraeftirliti. Fólk sem á að fara í sóttkví er sótt á flugvöllinn af ættingjum, eftirfylgni með sóttkví sé ábótavant.
Samtímis er bent á um 25 % atvinnuleysi á Suðurnesjum, en samt kvartar lögreglustjórinn yfir að ekki sé hægt að manna eftirlitið á landamærum.
Fermingarveislur - starfsmannagleðir- árshátíðir
Stjórnvöld fara á taugum?.
Einstaka stjórnvöld beita miklum þrýstingi í eftirgjöf á sóttvörnum innanlands sem á landamærum.
Fermingarveislur, starfsmannagleðir komnar á fullt. Ábyrgðin er stjórnvalda .
"Á þriðja hundrað í sóttkví vegna órekjanlegra smita"
Menn veifa bólusetningavottorðum, en samt er vitað að slík bólusetning veitir ekki nema um 80% vernd.
Hvað með hin 20% sem bólusetning virkar ekki á.
Bólusetning innanlands gengur afar hægt
Smit er komið og staðfest í tveim skólum og hundruð komin í sóttkví.
Margur spyr sig nú eftir hverju er beðið með víðtækar aðgerðir til að stöðva smitið.
"Sóttvarnayfirvöld hugsa málið"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. febrúar 2021
Loka á smit á landamærum
Lofsverður árangur hefur náðst í að berja niður Coviðsmit hér innan lands. Þétt utanumald, stjórnun og góð samstaða almennings hefur skilað þessum árangri. Þessu fögnum við og viljum halda áfram
"Mikilvægt er að tryggja betur að smit berist ekki yfir landamærin. Það þarf að gerast áður en hægt verður að huga að frekari tilslökunum innanlands".
sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag
Veiru bylgjan fór á flug hér innanlands í ágúst - september sl. vegna þess að reglum um landmæraeftirlit var ekki fylgt og slælega tekið á málum í byrjun.
Hert landmæraeftirlit forsenda tilslakana hér innanlands
Tvöföld skimun og hert landamæraeftirlit á einn stærstan þátt í að berja niður veiruna hér innanlands. Mikilvægt er að að útiloka alveg að smit berist inn í landið. Víðir Reynisson hefur lýst yfir að greinist veikin á ný innanlands, þá verði ekki beðið með að skella öllu lás.
Hertar ráðstafanir á landamærum er forsenda þess að hægt sé að slaka enn meir á hér innanlands. Það er það sem við öll þráum.
Nýtum þar með stöðu okkar sem sjálfstæðs eyríkis og stöðva smit á landamærum, hleypa veirunni ekki inn í landið.
Kemur þetta skýrt fram í tillögum og máli Þórólfs sóttvarnalæknis.
Erfitt er að átta sig á við hvaða "vindmyllur" Þórólfur er að berjast að ná ekki tillögum sínum fram. Þetta er okkur svo augljóst.
Reglur og ruglingur
Ég hafði mig sjálfur í sund um helgina.
Á hurðinni stendur grímuskylda inn í anddyrinu og tveggja metraregla skilyrði Ég skaust á fáförnum tíma. Mér brá nokkuð að sjá hve margir voru grímulausir í opnu rýmum.
Í sturtum við hliðina á mér voru tveir ungir menn sem töluðu saman á ensku. Annar sagðist hafa komið til landsins á föstudaginn og skroppið í Borgarfjörð á laugardaginn og nú sunnudag var hann kominn í sund.
Nú getur vel verið að mér hafi misheyrst eða viðkomandi búinn að fá veiruna eða bólusettur og ekki þurft að verja sig eða mig.
Þessir ungu menn löbbuðu svo út í afgreiðsluna og anddyrið grímulausir og tveggja metra reglan virtist ekki koma þeim við.
Hver má ganga grímulaus og án varna?
Ég spurði í afgreiðslunni hvort ekki væri grímuskylda. "Jú" var svarið "en margir fara ekki eftir því og þýðir ekkert að vanda um við þá".
Mér fannst þetta óþægilegt.
Það verður að loka á allt smit gegnum landmæri af fullri festu
.
![]() |
Tryggja fyrst að smit berist ekki yfir landamærin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. febrúar 2021
Lokum spilakössum
Spilakassar er eins og gangandi heróinsprauta. Þessi fíkn leggur líf fjölda fólks i rúst. Það er velferð saklausra barna sem blæðir. Nú virðist eiga að hleypa þessari eitursprautu á ferð að nýju.
Hvers vegna eru stjórnvöld, Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Háskóli Íslands að nýta sér veikleika og sjúkdóma fólks sér til ávinnings en auka á neyð svo margra?
SÁÁ eiga hrós skilið fyrir að draga sig út úr þessu ógeðfellda samstarfi
Hver er að biðja um að þetta opni aftur? spyr Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Heimilt verður að opna spilasali með spilakössum á morgun þegar ýmsar tilslakanir sóttvarnalaga taka gildi.
Samtökin opnuðu á föstudag vefsíðuna lokum.is en þar er hvatt til þess að sölunum verði lokað fyrir fullt og allt.
Alma bendir á að heilbrigðisyfirvöld fari afar varlega í að opna ýmsa starfsemi aftur og bendir til að mynda á að þrýst hafi verið á opnun kráa og líkamsræktarstöðva. Enginn hafi þrýst á opnun spilasala.
Það hefur enginn komið opinberlega fram og lýst því yfir að það sé nauðsynlegt að opna spilakassa, segir Alma og heldur áfram:
Spilafíklar hafa stigið fram og beðið um að þeir verði ekki opnaðir aftur.
Íslandsspil eru í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar en Alma skilur skki af hverju heilbrigðisyfirvöld settu opnun spilasala á oddinn.
Það er ótrúleg siðblinda ef opnun fjárhættuspila skuli talin forgangssatriði þegar slakað er á kröfum í Cóvíð- faraldrinum. Vonandi sjá stjórnvöld að sér og hindra opnun spilakassanna á ný.
![]() |
Það er rugl að hafa þetta opið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. janúar 2021
Svavar Gestsson
Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra er látinn. Svavar er tvímælalaust í fremstu röð þeirra sem settu mikinn svip á stjórnmál Íslendinga um nærri hálfrar aldar skeið.
Við Svavar vorum samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík. Svavar var forseti Framtíðarinnar, Málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík 1962 til 1963.
Ég kynntist Svavari talsvert þann vetur. Og saman sátum við í "leshring" hjá Einari Olgeirssyni. Þær stundir eru ógleymanlegar. Einar Olgeirsson ræddi um sögu og stjórnmál í víðu samhengi á sinn leiftrandi hátt.
Við Svavar vorum báðir "sveitamenn" í höfuðstaðnum á þeim tíma.
Seinna kynntist ég Svavari sem þingmanni og ráðherra á skólastjóraárum mínum á Hólum. Var gott að eiga Svavar að með ráð og stuðning.
Svavar hafði einstakt lag á að sýna öllu áhuga, spyrja og setja sig inn í mál á forsendum viðmælandans.
Svavar var glæsilegur baráttumaður og tjáði skoðanir sínar á hispurslausan hátt en jafnframt á fagurri tungu.
Svavar var hættur á þingi þegar ég kom þar 1999 og farinn til annarra starfa í utanríkisþjónustunni.
Það var gaman á menntaskóla árunum. Ungt fólk var róttækt og tilbúið til átaka í landsmálunum. Svavar kunni svo sannarlega að hrífa aðra með sér, eins og fæddur foringi.
Fyrir mér stendur myndin ljós. Svavar Gestsson í ræðustól fyrir troðfullum sal Íþöku, félagsheimilis Menntaskólans í Reykjavík.
Glæsilegur ungur maður, hárprúður, leiftrandi af hugsjónaeldi og mælsku. Salurinn hrífst með og Svavar lýkur ræðunni undir dynjanda lófataki áheyrenda sem rísa úr sætum.
Blessuð sá minning Svavars Gestssonar
Fjölskyldu Svavars sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. janúar 2021
Nýtt ár- Brexit- Covid - ESB- Kosningar
Gleðilegt nýtt ár landsmenn. Áramótin 2020/ 2021 verða um margt söguleg inn í nýtt ár. Heimsfaraldurinn, Covið 19 hefur sett heimsbyggðina alla í uppnám. Lífið hefur snúist um sóttvarnir, baráttuna fyrir verndun mannslífa og viðhalda grunngildum samfélagsins og halda því á réttum kili.
Náttúruhamfarir, óblíð veður hafa minnt rækilega á sig á árinu. Allt hefur samt gengið ótrúlega vel og ekki síst þegar horft er til annarra landa. Þessi átök hafa þjappað þjóðinni saman. Alltaf eru þó einhverjir sem telja að ströngustu reglur og krafan um samstöðu gildi fyrst og fremst um aðra.
Bretar úr ESB
1.janúar endurheimti Bretland sjálfstæði sitt frá ESB og ræður nú eigin málum sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna.
Til hamingju Bretar. Örvæntingarhróp og hótanir heyrast frá leiðtogum Frakka og Þjóðverja innan ESB sem óttast að ríkjasamband þeirra og yfirráð bíði varnalegan hnekki. Skriffinskubákn ESB vælir og kemur sér ekki einu sinni saman um bólusetningarherferðina sem almenningur bíður eftir.
Vonandi sjáum við okkar eigin tækifæri til hraðrar bólusetningar þjóðarinnar
Landamæri sjálfstæðs ríkis
Baráttan fyrir vernd gegn Covið veirunni sýndi svo ekki var um villst mikilvægi þess að njóta kosta eyríkis eins og Íslands. Á landamærum gátum við tekið upp sterkt efirlit og varnað að nýsmit veirunnar bærust inn í landið. Okkur tókst í vor að eyða veirunni hér innan lands.
Sameiglegt átak sóttvarna, almannavarna, stjórnvalda og þjóðarinnar allrar skilar árangri.
Því miður var aftur slakað á í landamæravörnum síðsumars sem gaf veirunni tækifæri að dreifa sér aftur um landið. Sannarlega voru það mestu mistök ársins, en gífurlegum og ábyrgðarlausum þrýstingi var beitt til að opna landamærin á ný fyrir sýktum einstaklingum sem dreifðu veirunni síðan um samfélagið á ný.
Nú er bóluefni á næsta leyti og vonandi tekst að halda veirunni frá samfélaginu þangað til þjóðin hefur verið bólusett.
Kosningar í haust
Náist að taka stjórn á Covið 19, mun umræðan fara að snúast um flokkspólitík og kosningamál flokkanna.
Formaður Viðreisnar gaf sterkt í skyn í áramótaávarpi sínu að full aðild að ESB væri þeirra æðsta markmið.
Ekki er því ólíklegt að deilan um ESB aðild eða ekki, verði enn á ný eitt helsta mál næstu kosninga.
Af minni pólitísku reynslu þekki ég að hin ólíklegustu hné geta bognað í þeim ESB darraðardansi og skipta þá flokkslínur litlu máli.
"Sjálfstæðið er sívirk auðlind"
"Sjálfstæðið er sívirk auðlind" og baráttan fyrir að vernda og styrkja þessa dýrustu auðlind þjóðarinnar er eilíf og mun kalla alla á dekk.
Gleðilegt nýtt ár
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. desember 2020
Verða að hindra smit gegnum landamæri
Ísland er eyland og allir möguleikar til að stöðva coviðveiruna á landamærum. Nokkuð vel hefur tekist að framfylgja hertum reglum hér innanlands.
Ef tekst að halda landmærum lokuðum fyrir veirunni og sama árangri í baráttunni hér innanlands gætum við jafnvel haldið nánast veirulaus jól.
Áttu ekki að vera komin ný tæki til landsins sem gátu greint veiru hjá um eða yfir 10 þúsund manns á dag. Hvers vegna ekki að ganga bara á röðina og gera almennan skurk í einangrun smitaðra?
Landamærin veiki hlekkurinn
Hinsvegar berast fréttir af því að sóttvörnum sé ekki framfylgt að fullu á landamærum.
Fólk stærir sig af því að vera án andlitsgrímu í flugvélum, neita sýnatökum og sóttkví og bjóða öllum byrginn. Viðkomandi virðist komast upp með þetta átölulaust.
Þetta grefur undan trúverðugleika sóttvarna
Við hin keppumst við að fara sem minnst út úr húsi, hitta sem fæsta vitum af nánum ættingja sem liggur fárveikur.
Eitt óvænt snertismit getur lagt okkur að velli.
Okkur er því misboðið með aðgerðaleysi lögreglunnar og sóttvarnaeftirlits .
Skýra og herða þarf reglur á landamærum
Í mín eyru hefur verið kvartað yfir óskýrum reglum á landamærum hvað smitvarnir varðar.
Er tekið veirusýni af börnum og þeim gert skylt að fara í sóttkví milli testa?.
Sumir halda að hægt sé að láta börnin beint í leikskóla, skóla eða út að leika með öðrum, nýkomnum erlendis frá þótt foreldrar séu í sóttkví.
Þá er bent á að svokölluð "vinnusóttkví" sé mjög teygjanlegt hugtak og þurfi að skýra og beita eftirfylgni
Það eru enn nokkrir mánuðir í bólusetningu. Góður árangur virðist vera að nást hér innanlands, þótt staðan sé mjög brothæt.
"Þríeykið" er að standa sig vel "þó svo góðmennskan sé þeirra vandamál" eins og Kári Stefánsson sagði
Þjóðin, einstaklingar hafa lagt mikið á sig í baráttunni við að halda veirunni í skefjum.
Mistökin sem urðu á landmærunum í sumar eru dýrkeypt, þegar landamærin voru nánast galopnuð fyrir smiti erlendis frá.
Almenningur er að standa sig frábærlega í sóttvörnum. Sömuleiðis smitrakningateymið og "þríeykið" .
Stjórnvöld eru veiki hlekkurinn.
Veiki hlekkurinn eru stjórnvöld sjálf. Þar hefur verið eitthvert kjarkleysi í að fylgja eftir stífustu reglum á landamærunum sem sóttvarnlkæknir hefur lagt til.
Þannig hafa ný smit borist inn í landið.
Brýnt er að eftirfylgni við farþega sem koma til landsins í sóttkvína sé öruggt og skilvirkt
Viljum veirulaus jól
Mun strangari sóttvarnarreglur gilda nú í löndunum í kring en hjá okkur. Þetta er hundfúll tími. En við erum að ná árangri og eygjum veirulaus jól. Stöndum saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2020
Veirulaus jól ?
Fjöldi veirusmita er á niðurleið og bóluefni í augsýn með vorinu. Nú er að halda "kúlinu" og berja veiruna alveg niður
Það er athyglisvert að meðan sumir leita "sökudólga" vegna harmleiksins á Landakoti meðal stjórnenda þar, eru aðrir sem tala um mannréttindabrot, þegar reynt er að hindra að smitaðir einstaklingar beri veiruna á ný inn í landið.
Ef menn vilja leita að meintum "sökudólgum" vegna þess sem þjóðin hefur mátt þola á haustmánuðum, er þá kannski frekar að finna meðal þeirra sem þrýstu á um opnun landamæra og slökun á eftirliti þar síðsumars.
Það var öllum ljós sú mikla áhætta sem tekin var, enda slapp veiran inn og náði að hreiðra um sig með afleiðingum sem við þekkjum.
Hert landamæraeftirlit
Bæði sóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafa hvatt til herts landamæraeftirlits. Þeir höfðu uppi sterk viðvörunarorð í haust þegar veiran slapp inn og langar ekki í endurnýjun á slíku.
Við ættum því öll að þakka og fagna auknu eftirliti á landamærum sem getur hindrað að nýsmit berist inn í landið. Fórnarkostnaðurinn af "ævintýrinu" frá því síðasumars er orðinn ærinn og nægur lærdómur fyrir þjóðina.
Að skipta þjóðinni upp í sóttvarnarhólf og einangraða hópa eftir "áhættu" er fjarræn og til þess fallin að setja umræðuna á dreif.
Fólk í "áhættuhóp" á börn. Fullfrískt fólk þarf að sinna kennslu og hlúa að gömlu fólki. Afar og ömmur gegna lykilhlutverki í samfélaginu osfrv. Við erum eitt samfélag fólks en ekki vélmenna
Markmið að kveða veiruna niður
Það er líka mjög sérkennilegt að umræðan snýst stöðugt um spurninguna hverju má aflétta í stað þess að beinast að því hvað þurfum við að gera til þess að ná settu marki og útrýma veirunni hér innanlands.
Það sýndi sig í vor að það var hægt að útrýma veirunni hér innan lands. Um það snýst líka samstaðan.
Sem eyland eigum við alla möguleika á því, ef bæði sóttvarnayfirvöld, almannavarnir og almenningur hefur trú á að það sé hægt.
Það er til staðar öll þekking, tækni og skipulag til að nánast útloka nýsmit inn í landið.
Spurningar fjölmiðla ættu að snúast um hvort þetta sé næg ráðstöfun á hverjum tíma til þess að ná settu marki.
Sýnileg tilgreind markmið í sóttvörnum eru því miður oft óljós og þess vegna verður umræðan stundum út og suður: Hversvegna er þetta ekki leyft heldur hitt osfrv.
Það hugnast engum að"læra að lifa og deyja" með veirunni.
Að halda einbeitingunni og vinna sigur.
Smitum er að fækka nú, sem er vel, en sama staða var einnig uppi um miðjan september.
Veiran hefur sýnt að hún er ólíkindatól
Þeim er vandi á höndum sem stýra málum í veiruvörnum.
Mikilvægt er þá að vera samkvæmur sjálfum sér og hafa markmiðið á hreinu.
Það að aflétta grímuskyldu á þeim sem hafa fengið veiruna en viðhalda á öðrum hljómar mjög ruglingslegt, vægast sagt.
Ætli að það séu nema um 10 þúsund manns sem hafa fengið veiruna hér á landi og myndað mótefni?
Öll hin liðlega 300 til 400 þúsund hafa það ekki.
Hvernig á að fara að plokka þá út við afgreiðsluborðið í Bónus.
Þó svo að framvísað sé slíku vottorði þarf að sannreyna það með gildum persónuskílríkjum og mynd sem er ærin fyrirhöfn.
Fyrir okkur hin sem erum að versla skapar það óöryggi að sjá aðra grímulausa.
Kannski verður bara að eyrnamerkja þá sem hafa fengið veiruna eins og lömbin á vorin svo þeir þekkist í hópnum.
Ljóst er að samfélagið þráir heitast að geta haldið Covið frí jól
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2020
Stöðvum veirusmit á landamærum
Ísland er eyríki og getur varið sig gegn nýjum smitum erlendis frá með öflugum vörnum. Það hefur sýnt sig í aðgerðum síðustu vikna með tvöfaldri skimun á landamærum og sóttkví á milli. Þó hefur hætta skapast þegar sóttkví hefur verið valin í stað skimunar. Franska afbrigðið barst einmitt til landsins með smituðum ferðamönnum sem fóru beint út á næturlífið.
Mistökin á landamærum í sumar verða þjóðinni dýr
Mistökin í opnun landamæranna síðsumars fyrir veirunni verða samfélaginu dýr. Þau munu auk þess kosta hundruð milljarða króna. Það þurfti ekki að gerast með þeirri þekkingu sem vísindamenn okkar ráða yfir. Enda var varað við því óðagoti og gáleysi sem það fól í sér.
Hver axlar ábyrgð
Þeir sömu sem nú þrýsta á og skrifa skýrslur í nafni sértækra hagsmunahópa ættu um leið að fjalla um hver á að axla ábyrgðina á flausturganginum síðsumars, óhóflegum þrýstingi á sóttvarnaryfirvöld sem leiddu til tilviljanakennds eftirlits og opnun landamæra fyrir veirunni, sem samfélagið allt sýpur nú seyðið af..
Hlustum á Kára, Víði, Þórólf, Ölmu og óskir almennings
"Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óskynsamlegt af ríkisstjórninni að fara ekki eftir tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda sýnatöku á landamærunum að skyldu. Ríkisstjórnin hefur hingað til talið mikilvægt að ferðalangar gætu valið 14 daga sóttkví í staðinn.
Það hafa borist smit út í samfélagið, frá þeim sem sögðust ætla að vera í 14 daga sóttkví, og ég held að það sé mjög óskynsamlegt að fara ekki eftir þessum ráðleggingum Þórólfs.
Vandamálið hafi komið vegna þessa fyrirkomulags.
Þegar að til landsins kom á sínum tíma hópur útlendinga frá Rúmeníu sem sögðust ætla að fara í tveggja vikna sóttkví og vildu ekki fara í skimun, og fóru síðan beint út í samfélagið, segir Kári.
Gerum ekki sömu mistökin aftur
Kröfurnar um að slaka á landamæreftirliti með veirunni er í raun frekleg móðgun og lítilsvirðing við allt það fólk, alla þá samfélagshópa sem tekist hafa á við að hefta veiruna og halda samfélaginu gangandi með dugnaði, fórnfýsi og fórnum.
Þjóðin þráir frið og að koma innviðum samfélagsins í gang á ný.
Að snúa veiruna niður
Bóluefni er á næsta leiti sem er gott, en mánuðir munu líða þar til það sem slíkt slær niður veiruna.
Samstaðan er um að kveða veiruna niður hér innanlands og útiloka nýsmit inn í landið
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2020 kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. nóvember 2020
Ekki tíminn fyrir undanþágur - Nú er að duga
" Nú er ekki tíminn fyrir undanþágur", sagði Víðir Reynisson á föstudag þegar tilkynnt var um mjög hertar aðgerðir til þess að berja niður Covið- 19 veiruna á næstu tveim til þrem vikum.
Fundurinn var ekki fyrr búinn en ýmsir fór á að leita að undanþágum. Reynt var að mistúlka orðalag. Rjúpnaskyttur sem þeyttust á milli landshluta sögðu þetta ekki eiga við sig. Knattspyrnufélög héldu fagnaðarhóf. Allt slíkt grefur undan trúverðugleika sóttvarna.
Kári Stefnánsson sagði að veiran finndi sér leið inni í samfélagið í gegnum hópa þar sem smitvarnir væri minnstar. Það hefði sýnt sig með börn og unglinga síðustu vikur. Tímabundnum hertum reglum var ætlað að ná til þessara hópa. Það kemur því á óvart þegar kynnt var reglugerð sem gerir ráð fyrir lítt breyttu fyrirkomulagi í skólum hvað lítur að smitvörnum barna.
" Félag grunnskóla kennara og leikskólakennar hefur mótmælt þessu . Þeir telja að verið sé að þvinga þá til að svíkjast undan merkjum í baráttunni við veiruna sem kveðið var á um í yfir lýsingunni á föstudaginn.
Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnarreglum í grunnskólum þannig að sóttvarnarreglur þar verði byggðar á sömu forsendum og annars staðar í þjóðfélaginu.
Aldrei réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna
Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar en stutt er síðan stjórnvöld birtu nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi.
Stjórn Félags grunnskólakennara tekur undir með menntamálaráðherra að stærsta samfélagsverkefnið í faraldrinum sem nú gengur yfir sé að tryggja menntun" barna, segir í ályktuninni.
Þar kemur fram að liður í markmiðinu hafi verið að innleiða almennar sóttvarnareglur í grunnskólanum Þannig átti með samstilltu átaki í stuttan tíma að ná samfélagssmiti niður sem hefur sett þúsundir í sóttkví í grunnskólanum.
Sú vinna sem nú er verið að kynna í formi reglugerðar grefur alvarlega undan þessu markmiði. Þar má nefna að fjórir árgangar grunnskólans eru teknir undan sóttvarnarreglum um tveggja metra fjarlægðarbil og leyfi gefið fyrir allt að fimmtíu í hóp. Það getur aldrei verið réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra þjóðfélagsþegna, þvert á móti ber okkur að verja þau framar öllum öðrum, segir í ályktuninni."
Samstaðan
Þessi ferill er stundum hálfskrýtinn." Þríeykið góða", Víðir, Þórólfur og Alma, eru eins og véfrétt með dularfull minnisblöð sem sóttvarnarlæknir er að skrifa og síðan taka við einskonar samningar við stjórnarráðið. - Spilakassar undanþegnir !
Veiran þekkir hvorki Excel né prósentureikning
Þríeykið góða og stjórnvöld eru ekki öfundsverð í að halda utan um baráttuna og ástandið. erum við þakklát fyrir að hafa svo góða forystu í þessum erfiðu málum. " Hlýðum Víði"
Veiran þekkir hinsvegar ekki excel skjöl eða spálíkön. Og hún er frekar lítið fyrir prósentureikning. Og fæstir hafa áhuga á að "læra lifa og deyja með veirunni" eins og hverju öðru heimilisböli.
Það er hægt að taka undir með Kára Stefánssyni að þörf sé á enn skýrar markmiðum í baráttunni.
Við eigum að kveða veiruna niður. Sem Eyþjóð getum við það með samstöðunni.
![]() |
Stjórnvöld endurskoði undanþágur í grunnskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)