Hlauptu hraðar

Hlaupið hraðar annars verðið þið einkavædd eru skilaboð fjármálaráðherra til hjúkrunarfólks, lækna og annarra starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og almannavarna.

Við krefjumst meiri framleiðni, þið eruð ekki að standa ykkur.  Hjúkrarinn sem er að sligast í veirufría búnaðnum með grímu og hjálm  segir " ég er búinn að hlaupa 16 tíma í dag. Ég geri allt sem ég get".

"Hlauptu hraðar" segir fjármálaráðherra. 

Við höfum ekki fleira fólk til að taka veirusýni og greina þau.

"Við vinnum 12 til 16 tíma á dag, getum ekki meir. Okkur vantar fólk".

"Hlauptu hraðar", við viljum meiri framleiðni segir fjármálaráðherra.

"Heilbrigðiskerfið er að springa, við getum ekki aukið framleiðni í hættuástandi og krísu". segir forstjóri Landspítalans.

Kári Stefánsson minnir á að 100 þúsund manns skoruðu skriflega á stjórnvöld að láta heilbrigðismálin njóta algjörs forgangs og fá hærri hlut þjóðartekna. 

Þjóðin vill sterkt, opinbert heilbrigðiskerfi

"Hlaupið hraðar" segir fjármálaráðherra. "Við viljum meiri framleiðni" 

Algjört "kaos" er á Keflavíkurflugvelli. Komu og brottfararfarþegar standa tímunum saman í þéttri kös. 

Var ekki einmitt þar sem átti að þétta varnirnar gegn veirunni  númer eitt. 

"Við höfum ekki mannskap og aðstöðu til að hleypa fólki hraðar í gegn" segir yfirmaður landamæravörslu.

"Hlaupið hraðar" eru skilaboð fjármálaráðherra. Við viljum meiri framleiðni annars verðið þið einkavædd"

Neyðarmóttaka Landspítalans er löngu sprungin. 

....Yfirlýsing Almannavarna var í gær: "Það verður að stöðva þessa veirubylgju og standa vörð um grunn stoðkerfi þjóðarinnar"

Uppgjöf og einkavæðingardraumar í heilbrigðisþjónustu verða að bíða annars tíma.

Það er fráleitt og óábyrgt að sleppa veirunni lausri í samfélagið og nota heimsfaraldur, neyðarástand og svelti  til þess að keyra fram aukna einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.  

 

 

 


Landsvirkjun kyndir verðbólguna með stórhækkun raforku

 Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins á Landsvirkjun  samþykkti gríðarlega hækkun á heildsöluverði rafmagns á aðalfundi félagsins nýverið. Samtímis var einnig samþykkt að greiða út 6,36 milljarða arð.

Maður skyldi halda að hlutverk fjármálaráðherra væri að hamla gegn verðbólgu frekar en  kynda hana með stórum verðhækkunum.

Landsvirkjun þarf að rökstyðja gríðarlega hækkun raforku til almennings í góðæri félagsins  

 Engin skýring er gefin á því hversvegna Landsvirkjun þarf að hækka svo verðskrá sína.  7,5 til 15%, hækkun leggst eingöngu á heimili og minni notendur í landinu.  Samningar um raforkuverð  við stórnotendur eins og álver fylgja öðrum reglum eins og álverði.

"Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar"

Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2021 23:59
 "Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. ....

Álverin þrjú á Íslandi, Ísal í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa á Reyðarfirði, eru stærstu orkukaupendur landsins og afkoma þeirra hefur mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það er því sérlega áhugavert að sjá verðþróun áls á heimsmarkaði undanfarna tólf mánuði en um hana var fjallað í fréttum Stöðvar 2.

Í maímánuði í fyrra fór álverð niður undir 1.400 dollara á tonnið en hefur í þessum mánuði farið vel yfir 2.500 dollara. Hækkunin á einu ári er um áttatíu prósent.

Hjá Landsvirkjun sér forstjórinn fram á hærri tekjur fyrirtækisins en orkusamningar við Alcoa og Rio Tinto eru tengdir álverði.

„Þetta munar miklu. Þetta eru stórir samningar. Þetta eru tveir okkar stærstu samningar sem eru tengdir þessu. Og ef magnið eykst líka þá aukast tekjurnar,“ segir Hörður Arnarson.

„Svo er þriðji samningurinn, við Norðurál. Hann er tengdur raforkuverði í Evrópu og þar hafa verið mjög miklar hækkanir á raforkuverði, í öðrum löndum.“

  Verðhækkanir Landsvirkjunar kynda verðbólguna?

Þegar þessar fréttir eru skoðaðar verður enn óskiljanlegra að hækka þurfi heildsöluverð á raforku til almennra notenda á Íslandi.

Skýringa er þörf

 Í ljósi svo stóraukinna tekna Landsvirkjunar af raforku til álvera , hárra arðgreiðslna til ríkisins ætti frekar að skapst svigrum  til að lækka raforkuverð til heimila á Íslandi. ( 

Ég hygg að Þjóðin vilji að Landsvirkjun taki ábyrgan þátt í að bæta lífskjör, halda uppi kaupmætti og lemja á verðbólgunni. 

Orkupakki ESB þrengir að Landsvirkjun?

Er það hinni nýji Orkupakki ESB sem knýr Landsvirkjun til þess að stórhækka verð á raforku til heimilanna í landinu og kynda verðbólguna. Landsvirkjun verður að skýra órökstuddar verðhækkanir sínar til almenningsveitna í landini

 


Landsvirkjun stór hækkar orkuverð

 Hvað er að ?  Landsvirkjun stórhækkar heildsöluverð á raforku þvert á áskoranir um að halda slíkum hækkunum í skefjum.

Nemur hækkunin 7,5 til 15 %.  

Lands­virkj­un er lang­stærsti fram­leiðandi raf­orku á Íslandi.  Nú er vitað að verð á raforku er bundið við alla stærstu notendur í stóriðju.

Lítill hluti notenda, almenningur og venjuleg fyrirtæki í landinu verða að taka á sig alla þessa hækkun.

Hún mun síðan fara út í verð á raforku í veldisvexti til almennings. 

Landsvirkjun skilar milljarða arði í ríkissjóð.

Væri ekki nær að lækka arðsemiskröfuna nú þegar keppst er við að halda verðhækkunum og verðbólgu  niðri. 

Kjarasamningar, svokallaðir "lífskjarasamningar" lögðu einmitt áherslu á að þjónustufyrirtæki héldu aftur af sér í hækkunum 

Hækkun á raforku fer beint inn í hækkun verðbólgu, hækkun húsnæðisvaxta, hækkun verðtryggðra lána og skerðir samkeppnis stöðu.

Hvað segja launþegasamtök við þessum stóru hækkunum án rökstuðnings

Er verið að búa Landsvirkjun undir einkavæðingu og sölu

Það er eitthvert bogið við þegar Landsvirkjun, þjónustu fyrirtæki almennings í landinu  gengur á undan í verðhækkunum þegar áskorun allra beinist í hið gagnstæða

 

 

 
 

mbl.is Raforkuverð tekur kipp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lekann á landamærum verður að stöðva

Veit nokkur núna nákvæmlega hvaða reglur gilda um eftirlit á landamærunum  gagnvart Covið?  Spurningar vakna eftir upplýsingafund

Hver fær að komast inn í landið: með  bólusetningavottorð, PCR próf, hver eru í raun aldursmörk á sýna tökum og sóttkví osfrv.?

Hvar byrjar sóttkvíin og hverjir eru skyldaðir í sóttkví sem eru að koma erlendis frá.  Hvernig er tryggt að fólk fari beint í sóttkví og sé ekki að blanda geði við aðra. Eða sótt af ættingjum, vinum eða vinnuveitendum á flugvöll og hvað svo.

Er ekki hægt að opna skrifstofu fyrir Pólverja úti í Póllandi til þess að uppfylla skilyrði um skráningu og útborgun atvinnuleysisbóta?

Eina sem við vitum er að nýsmit sleppa inn í landið

Almenningur gerir sitt 

  Það er svo sem ágætt að hamast á almenningi úti í bæ að fara eftir reglum  sem reynir af fremsta megni að verja sig og aðra.

Almenningur er ekki í utanlandsferðum og takmarkar umgengni við sína nánustu.

Við verðum síðan að hlusta stöðugt á frásagnir af óskýru landamæraeftirliti, loforðakapphlaupi sem er á ábyrgð ríkisins en leiðir veiruna inn í landið.

Stórt flutningaskip beint frá Brasilíu kemst óátalið  inn í íslenska lögsögu og til hafnar með fárveika skipshöfn.

Hvernig er með einkaflugið beint erlendis frá?. " Sérstakar undanþágur" sem utantíkisráðuneytið veitir?   Svona mætti áfram spyrja.

Covið-lekann á landamærum verður að stöðva 

Kári Stefánsson hefur lýst hvað þurfi að gera. 

Stjórnvöld hafa í mörgu staðið sig afar vel

En þessu væli um  Covið leka á landamærum  verður bara að linna og yfirvöld að girða sig í brók hvað landamæravörsluna varðar. 

 

 


Nú þekki ég "mína" í ESB

 "ESB vill stöðva flutning á bóluefni til Íslands"

Enn dreymir suma stjórnmálaflokka á Íslandi um að ganga í ESB. Hafa reyndar þau einu mál á stefnuskrá sinni.

ESB eru hinsvegar engin góðgerðasamtök, hafi einhver haldið það:

"Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ákveðið að banna út­flutn­ing á bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til Íslands, auk annarra landa. Sér­staka heim­ild mun nú þurfa til að flytja bólu­efni frá ríkj­um sam­bands­ins til Íslands" segir í ályktun framkvæmdastjórnar ESB í dag. ( MBL)

Forsætisráðherra sendir bréf

 Forsætisráðherra Íslands neyðist til að senda forseta framkvæmdastjórnar ESB alvarlega nótu og minna hana á skuldbindingar: Geng­ur í ber­högg við EES-samn­ing­inn. ( Var hann ekki bara til heimabrúks hjá ESB)

"Boðaðar út­flutn­ings­höml­ur á vör­um frá Evr­ópu­sam­band­inu til EFTA-ríkj­anna ganga í ber­högg við EES-samn­ing­inn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Býður Íslandi að leggjast á hnén

Þar seg­ir enn frem­ur að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglu­gerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi ein­hver áhrif á af­hend­ing­ar bólu­efna til Íslands, en for­sæt­is­ráðuneytið seg­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi í dag fengið skýr skila­boð frá Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, þess efn­is."

Þótt nú velti á að nýta allar diplomatiskar leiðir til að ná bóluefni til landsins  er rétt að muna að ESB eru ekki góðgerðasamtök.

 


mbl.is ESB bannar flutning bóluefna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju er beðið

Nú þarf að bregðast hart við og stöðva útbreiðslu  smitsins.

Það er óneitanlega sorglegt að sóttvarnalæknir skuli enn kvarta yfir lélegu landamæraeftirliti.  Fólk sem á að fara í sóttkví er sótt á flugvöllinn af ættingjum, eftirfylgni með sóttkví sé ábótavant.

Samtímis er bent á um 25 % atvinnuleysi á Suðurnesjum, en samt kvartar lögreglustjórinn yfir að ekki sé hægt að manna eftirlitið á landamærum.

Fermingarveislur - starfsmannagleðir-  árshátíðir 

Stjórnvöld fara á taugum?.

Einstaka stjórnvöld beita miklum þrýstingi í eftirgjöf á sóttvörnum innanlands sem á landamærum.

Fermingarveislur, starfsmannagleðir komnar á fullt. Ábyrgðin er stjórnvalda . 

"Á þriðja hundrað í sóttkví vegna órekjanlegra smita"

Menn veifa bólusetningavottorðum, en samt er vitað að slík bólusetning veitir ekki nema um 80% vernd.

Hvað með hin 20% sem bólusetning virkar ekki á.

Bólusetning innanlands gengur afar hægt   

Smit er komið og staðfest í tveim skólum og hundruð komin í sóttkví. 

Margur spyr sig nú eftir hverju er beðið með víðtækar aðgerðir til að stöðva smitið.

"Sóttvarnayfirvöld hugsa málið"


Loka á smit á landamærum

Lofsverður árangur hefur náðst í að berja niður Coviðsmit hér innan lands. Þétt utanumald, stjórnun og góð samstaða almennings hefur skilað þessum árangri. Þessu fögnum við og viljum halda áfram

"Mik­il­vægt er að tryggja bet­ur að smit ber­ist ekki yfir landa­mær­in. Það þarf að ger­ast áður en hægt verður að huga að frek­ari til­slök­un­um inn­an­lands".

sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag

  Veiru bylgjan fór á flug hér innanlands í ágúst - september sl. vegna þess að reglum um landmæraeftirlit var ekki fylgt og slælega tekið á málum í byrjun.

Hert landmæraeftirlit forsenda tilslakana hér innanlands

  Tvöföld skimun og hert  landamæraeftirlit á einn stærstan þátt í að berja niður veiruna hér innanlands.   Mikilvægt er að að útiloka alveg að smit berist inn í landið. Víðir Reynisson hefur lýst yfir að greinist veikin á ný innanlands, þá verði ekki beðið með að skella öllu lás. 

Hertar ráðstafanir á landamærum er forsenda þess að hægt sé að slaka enn meir  á hér innanlands. Það er  það sem við öll þráum.

Nýtum þar með stöðu okkar sem sjálfstæðs eyríkis og stöðva smit á landamærum,  hleypa veirunni ekki inn í landið. 

Kemur þetta skýrt fram í tillögum og máli Þórólfs sóttvarnalæknis.   

Erfitt er að átta sig á við hvaða "vindmyllur" Þórólfur er að berjast að ná ekki tillögum sínum fram. Þetta er okkur svo augljóst.

Reglur og ruglingur

Ég hafði mig sjálfur í sund um helgina.

Á hurðinni stendur grímuskylda inn í anddyrinu og tveggja metraregla skilyrði  Ég skaust á fáförnum tíma. Mér brá nokkuð að sjá hve margir voru grímulausir í opnu rýmum.

Í sturtum við hliðina á mér voru tveir ungir menn sem töluðu saman á ensku.  Annar sagðist hafa komið til landsins á föstudaginn og skroppið í Borgarfjörð á laugardaginn og nú sunnudag var hann kominn í sund.   

Nú getur vel verið að mér hafi misheyrst eða viðkomandi búinn að fá veiruna eða bólusettur og ekki þurft að verja sig eða mig. 

 Þessir ungu menn löbbuðu svo út í afgreiðsluna og anddyrið grímulausir og tveggja metra reglan virtist ekki koma þeim við.

Hver má ganga grímulaus og án varna?

Ég spurði í afgreiðslunni hvort ekki væri grímuskylda. "Jú"  var svarið "en margir fara ekki eftir því og þýðir ekkert að vanda um við þá".

Mér fannst þetta óþægilegt.

Það verður að loka á allt smit gegnum landmæri af fullri festu

.


mbl.is Tryggja fyrst að smit berist ekki yfir landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokum spilakössum

 Spilakassar er eins og gangandi heróinsprauta.  Þessi fíkn leggur líf  fjölda fólks i rúst. Það er velferð saklausra barna sem blæðir.   Nú virðist eiga að hleypa þessari eitursprautu á ferð að nýju. 

Hvers vegna eru stjórnvöld, Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Háskóli Íslands að nýta sér veikleika og sjúkdóma fólks sér til ávinnings en auka á neyð svo margra?

SÁÁ  eiga hrós skilið fyrir að draga sig út úr þessu ógeðfellda samstarfi

„Hver er að biðja um að þetta opni aft­ur?“ spyr Alma Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn. Heim­ilt verður að opna spila­sali með spila­köss­um á morg­un þegar ýms­ar til­slak­an­ir sótt­varna­laga taka gildi.

Sam­tök­in opnuðu á föstu­dag vefsíðuna lok­um.is en þar er hvatt til þess að söl­un­um verði lokað fyr­ir fullt og allt.

Alma bend­ir á að heil­brigðis­yf­ir­völd fari afar var­lega í að opna ýmsa starf­semi aft­ur og bend­ir til að mynda á að þrýst hafi verið á opn­un kráa og lík­ams­rækt­ar­stöðva. Eng­inn hafi þrýst á opn­un spila­sala.

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Alma Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn.

„Það hef­ur eng­inn komið op­in­ber­lega fram og lýst því yfir að það sé nauðsyn­legt að opna spila­kassa,“ seg­ir Alma og held­ur áfram:

„Spilafíkl­ar hafa stigið fram og beðið um að þeir verði ekki opnaðir aft­ur.“

Íslands­spil eru í eigu Rauða kross­ins og Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar en Alma skil­ur skki af hverju heil­brigðis­yf­ir­völd settu opn­un spila­sala á odd­inn.

  Það er ótrúleg siðblinda ef opnun  fjárhættuspila skuli talin forgangssatriði þegar slakað er á kröfum í Cóvíð- faraldrinum.  Vonandi sjá stjórnvöld að sér og  hindra opnun spilakassanna  á ný.


mbl.is „Það er rugl að hafa þetta opið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svavar Gestsson

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra er látinn.  Svavar er tvímælalaust í fremstu röð  þeirra sem settu mikinn svip á stjórnmál Íslendinga um nærri hálfrar aldar skeið.
  Við Svavar vorum samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík.   Svavar var forseti Framtíðarinnar, Málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík 1962 til 1963.  
Ég kynntist Svavari talsvert þann vetur.  Og saman sátum við  í "leshring" hjá Einari Olgeirssyni. Þær stundir eru ógleymanlegar.  Einar Olgeirsson ræddi um sögu og stjórnmál í víðu samhengi á sinn leiftrandi hátt.
Við  Svavar vorum báðir  "sveitamenn" í höfuðstaðnum á þeim tíma. 

Seinna kynntist ég Svavari sem þingmanni og ráðherra á skólastjóraárum  mínum á Hólum.  Var gott að eiga Svavar að með ráð og stuðning.

Svavar hafði einstakt lag á að sýna öllu áhuga, spyrja og setja sig inn í mál á forsendum viðmælandans.

Svavar var glæsilegur baráttumaður og tjáði skoðanir sínar á hispurslausan  hátt en jafnframt á fagurri tungu.

Svavar var hættur á þingi þegar ég kom þar 1999 og farinn til annarra starfa í utanríkisþjónustunni.

Það var gaman á menntaskóla árunum. Ungt fólk var róttækt  og tilbúið til átaka í landsmálunum. Svavar kunni svo sannarlega  að hrífa aðra með sér, eins og fæddur foringi.
  Fyrir mér stendur myndin ljós.  Svavar Gestsson í ræðustól fyrir troðfullum sal Íþöku, félagsheimilis Menntaskólans í Reykjavík.
Glæsilegur  ungur maður, hárprúður, leiftrandi af hugsjónaeldi og mælsku. Salurinn  hrífst með og Svavar lýkur ræðunni undir dynjanda lófataki áheyrenda sem rísa úr sætum.

  
Blessuð sá minning Svavars Gestssonar
  
Fjölskyldu Svavars sendi ég innilegar samúðarkveðjur.


Nýtt ár- Brexit- Covid - ESB- Kosningar

Gleðilegt nýtt ár landsmenn. Áramótin 2020/ 2021 verða um margt söguleg inn í nýtt ár. Heimsfaraldurinn, Covið 19 hefur sett heimsbyggðina alla í uppnám. Lífið hefur snúist um sóttvarnir, baráttuna fyrir verndun mannslífa og viðhalda grunngildum samfélagsins og halda því á réttum kili.

Náttúruhamfarir, óblíð veður hafa minnt rækilega á sig á árinu.  Allt hefur samt gengið ótrúlega vel og ekki síst þegar horft er til annarra landa. Þessi átök  hafa þjappað þjóðinni saman. Alltaf eru þó einhverjir sem telja að ströngustu reglur og krafan um samstöðu gildi fyrst og fremst um aðra.

Bretar úr ESB

1.janúar endurheimti Bretland sjálfstæði sitt frá ESB og ræður nú eigin málum sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna.

Til hamingju Bretar. Örvæntingarhróp og hótanir heyrast frá leiðtogum Frakka og Þjóðverja innan ESB sem óttast að ríkjasamband þeirra og yfirráð bíði varnalegan hnekki. Skriffinskubákn ESB  vælir og kemur sér ekki einu sinni saman um bólusetningarherferðina sem almenningur bíður eftir.

Vonandi sjáum við okkar eigin tækifæri til hraðrar bólusetningar þjóðarinnar

Landamæri sjálfstæðs ríkis

Baráttan fyrir vernd gegn Covið veirunni sýndi svo ekki var um villst mikilvægi þess að njóta kosta eyríkis eins og Íslands.  Á landamærum gátum við tekið upp sterkt efirlit og varnað að nýsmit veirunnar bærust inn í landið.  Okkur tókst í vor að eyða veirunni hér innan lands.

Sameiglegt átak sóttvarna, almannavarna, stjórnvalda og þjóðarinnar allrar  skilar árangri.

Því miður var aftur slakað á í landamæravörnum  síðsumars sem gaf veirunni tækifæri að dreifa sér aftur um landið.  Sannarlega voru það mestu mistök ársins, en gífurlegum og ábyrgðarlausum þrýstingi var beitt til að opna landamærin á ný fyrir sýktum einstaklingum sem dreifðu veirunni síðan um samfélagið á ný.

Nú er bóluefni á næsta leyti og vonandi tekst að halda veirunni frá samfélaginu þangað til þjóðin hefur verið bólusett.

Kosningar í haust

Náist að taka stjórn á Covið 19,  mun umræðan fara að snúast um flokkspólitík og kosningamál flokkanna. 

Formaður Viðreisnar gaf sterkt í skyn í áramótaávarpi sínu að full aðild að ESB væri þeirra æðsta markmið. 

Ekki er því ólíklegt að deilan um  ESB aðild eða ekki, verði enn á ný eitt helsta mál næstu kosninga.

Af minni pólitísku reynslu þekki ég að hin ólíklegustu hné geta bognað í þeim ESB darraðardansi og skipta þá flokkslínur litlu máli.

"Sjálfstæðið er sívirk auðlind"  

"Sjálfstæðið er sívirk auðlind" og baráttan fyrir að vernda og styrkja þessa dýrustu auðlind þjóðarinnar er eilíf og mun kalla alla á dekk.

 Gleðilegt nýtt ár 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband