Norðurslóðasetur á Akureyri

Auðvitað á "Norðurslóðasetur" að vera á Akureyri þar sem víðtæk starfsemi á því sviði hefur verið byggð upp á undanförnum árum.
 
Fréttir þess efnis að nú ætli ríkisstjórnin að byggja "Norðurslóðasetrið" upp í Reykjavík ganga þvert á markaða stefnu að byggja Akureyri upp sem þungamiðju  Íslands á sviði Norðurslóða:

"Fjöl­marg­ar stofn­an­ir, vinnu­hóp­ar og sam­tök á sviði norður­slóðamála á Ak­ur­eyri eru virk­ir þátt­tak­end­ur í inn­lendu og alþjóðlegu sam­starfi. Stofn­un Vil­hjálms Stef­áns­son­ar hef­ur unnið mik­il­vægt starf í ára­tugi sem lýt­ur að sjálf­bærri þróun á norður­slóðum.

Há­skól­inn á Ak­ur­eyri er einn af stofn­end­um Há­skóla norður­slóða og hef­ur sinnt mála­flokkn­um, m.a. með náms­fram­boði í yfir tvo ára­tugi, þ.m.t. meist­ara­námi í heim­skauta­rétti.

Norður­slóðanet Íslands hef­ur unnið náið með for­mennsku­teymi Íslands í norður­skauts­ráðinu og leiðir for­mennsku­verk­efni um jafn­rétt­is­mál á norður­slóðum und­ir vinnu­hóp ráðsins um sjálf­bæra þróun, jafn­framt því að leiða sér­fræðihóp um sam­fé­lags-, efna­hags- og menn­ing­ar­mál.

Enn frem­ur hef­ur norður­slóðanetið stuðlað að sam­starfi á milli aðila norður­slóðanets­ins og annarra sér­fræðinga í heims­hlut­an­um.

Heim­skauta­rétt­ar­stofn­un á Ak­ur­eyri stend­ur fyr­ir málþing­um um all­an heim um heim­skauta­rétt og gef­ur ár­lega út Pol­ar Law Ye­ar­book.

Vinnu­hóp­ar norður­skauts­ráðsins, þ.e. vinnu­hóp­ur um líf­rík­is­vernd (CAFF) og vernd­un hafsvæða (PAME), eru með starfs­stöðvar sín­ar á Ak­ur­eyri. Þá hef­ur alþjóðlega norður­skauts­vís­inda­nefnd­in (IASC) verið með skrif­stofu á Ak­ur­eyri síðan 2016." ..

"Sveit­ar­fé­lagið Ak­ur­eyri hef­ur lengi tekið þátt í alþjóðlegu sam­starfi á norður­slóðum, t.a.m. með þátt­töku í Nort­hern For­um og Youth Eco For­um, og nú ný­lega gegnt lyk­il­hlut­verki í stofn­un alþjóðlegs sam­ráðsvett­vangs bæj­ar- og borg­ar­stjóra á norður­slóðum"....

Tvær rann­sókna­stöðvar hafa verið í upp­bygg­ingu á Norðaust­ur­landi, China-Ice­land Arctic Observatory (CIAO) á Kár­hóli í Reykja­dal og Rif Rann­sókna­stöð á Raufar­höfn, sem er mjög ákjós­an­leg­ur vett­vang­ur til að fylgj­ast með breyt­ing­um á vist­kerfi norður­slóða á Íslandi.

Sam­starf um Græn­lands­flug, heil­brigðisþjón­ustu við íbúa á aust­ur­strönd Græn­lands og ým­iss kon­ar at­vinnu­rekst­ur tengd­an Græn­landi hef­ur einnig litað stöðu Ak­ur­eyr­ar. /Staða Akureyrar og norðurslóðasetur í Reykjavík - Vinstri græn Ari Trausti Guðmundsson 24.04. 2021)

Verður starfsemi Norðurslóða á Akureyri lögð niður?

Öll gerum við okkur grein fyrir að opinbert "Norðurslóðasetur" verður ekki byggt upp á tveim stöðum á landinu.
Verði af þessum áformum ríkisstjórnarinnar að byggja "Norðurslóðasetur " upp í Reykjavík þýðir það um leið að sú starfsemi sem nú þegar er á Akureyri á þessum vettvangi verður lögð niður eða svæfð.
 
Ólafur Ragnar Grímsson hefur lyft grettistaki og unnið brautryðjenda starf í málefnum Norðurslóða og verðugt að tengja  Norðurslóðasetur nafni hans.
"Hringborð" Norðurslóða er jú afrek sem getur starfað sjálfstætt áfram.
Ólafur Ragnar hefur áður undirritað samstarf á Akureyri um uppbyggingu "Norðurslóðaseturs" þar.
 
Ríkisstjórnin standi með Norðurslóðasetri á Akureyri
Hvers eiga Norðlendingar að gjalda með því að taka af þeim "Norðurslóðasetrið" .
Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að standa með uppbyggingu Norðurslóðaseturs á Akureyri eins og að hefur verið stefnt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband