"Samlifandi" forsetar

Hart var tekist á í forsetakosningum 1968.

Þeir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Gunnar Thoroddsen  fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra, hæstaréttardómari og sendiherra börðust um stólinn.

Báðir miklir atgervismenn en af ólíkum sviðum.

Kristján Eldjárn hafði betur

"Samlifandi" forsetar

Á framboðsfundi í Stykkishólmi 1968 hjá Gunnari Thoroddsen  spurði Guðmundur Guðjónsson á Saurum, minn gamli barnakennari:

"Getur komið til greina að þið Kristján Eldjárn verðið "samlifandi" forsetar Íslands" ?

Fáir skildu spurninguna þá, en Gunnar Thoroddsen tók því af og frá. Það kæmi aldrei til,

Viti menn Kristján Eldjárn verður forseti en  Gunnar Thoroddsen verður forsætisráðherra í mars 1980 

Kristján Eldjárn er forseti til 1. ágúst 1980

Þar með verður Gunnar Thoroddsen sem forsætisráðherra einn af handhöfum forsetavalds við fjarvist sitjandi forseta Kristjáns Eldjárns fyrrum keppinauts,

Rættist sú spá Guðmundar Guðjónssonar á Saurum 12 árum áður um að Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn yrðu "samlifandi" með forsetavald á Íslandi .

Það er því ýmis skondin staða sem getur komið upp um hverjir verða "samlifandi" handhafar forsetavalds á Íslandi á næstu misserum.

 Katrín Jakopsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu t.d. orðið  "samlifandi" handhafar forsetavalds á Íslandi innan tíðar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband