Að kasta steinum úr glerhúsi

Það er með endemum þegar kjörnir stjórnmálamenn í forystu þjóðarinnar vaða fram með ótrúlegu orðbragði gagnvart Sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöldum:

"Segja nóg komið af hræðslu­á­róðri Þór­ólfs og vilja af­létta öllu strax"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 14:52
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins krefjast afléttinga strax. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins krefjast afléttinga strax.VÍSIR

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax".

Undir þetta taka svo fjármálaráðherrann og samgöngu og sveitarstjórnar ráðherra, formenn flokka sinna í ríkisstjórn.

Það er nokkur hótfyndni gagnvart alvarleika Covið faraldursins að sumir viðkomandi leiðtogar tipluðu á barmi sóttvarnarreglna og þurfti fjallabaksleið til þess að bjarga þeim í horn frá réttvísinni vegna þeirra.

Þau bera ábyrgð á vanda og fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar

Vert er að merkja að þetta eru sömu stjórnmálamenn sem hafa setið í ríkisstjórn undanfarin ár  og bera ábyrgð á fjársvelti og vanda Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar.  En þar eru flöskuhálsarnir einmitt í að létta á sóttvörnum. 

Rétt er að minnast þess, að þegar látið var undan óbilgjörnum kröfum þessara sömu stjórnmálamanna fyrr í faraldrinum  skall á ný holskefla smita og veikinda með tilheyrandi röskun og fórnum.

Stöndum með sóttvarnarlækni   

"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt".

Við getum hvert og eitt haft ólíkar persónulegar skoðanir í þessum efnum  og látið þær uppi

En viti okkar og þekkingu eru skorður settar hvað það varðar. 

Svo hefur einnig reynst hvað varðar vit og þekkingu  sumra þeirra stjórnmálamanna sem nú taka stórt upp í sig gagnvart sóttvarnalækni og ráðast opinberlega á tillögur hans og sýn.

Ráð og mat Sóttvarnarlæknis hafa reynst okkur farsæl og  alvarlegt, jafnvel hættuástand skapast þegar frá þeim var brugðið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband