Forsetakjör og málskotsskyldan

Fróðlegur þáttur með frambjóðendum og margt skemmtilegur. 
Frambærilegt fólk og kom vel fyrir.
Sum eiga erfitt með að greina sig á milli að vera frambjóðandi, þingmaður, ráðherra eða venjulegur Íslendingur.
Viktor Traustason sem lagði Landskjörstjórn hélt þættinum vel á jörðinni. 
Fannst vera skautað heldur létt yfir ESB málin.
 
Aðildarbeiðnin að ESB 2009 var aðför að fullveldi Íslands
 
Ég minnist atkvæðgreiðslunnar á alþingi vorið 2009 þegar sótt var um fyrirvaralausa aðild að ESB þvert á gefin fyrirheit og loforð frambjóðenda í kosningunum á undan.
- Mér fannst það vera svik -  við loforð - stefnu og kjósendur fyrir kjördag
Þannig leit ég á og fleiri félagar mínir sem og þjóðin 
Og þá var einnig felld tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt væri um aðild að ESB. 
Ég man vel þær atkvæðagreiðslur í þinginu og finnst aðrir megi muna.
 
Sumir hafa áttað sig á mistökunum þá og beðist afsökunar en aðrir ekki.
 
Enn virðast samt margir ekki gera sér grein fyrir hvaða lög og reglur gilda þegar slík umsókn er send af stað af hálfu alþingis og hver alvaran er.
 
Grimm alvara og ekkert grín
 
Umsóknin sjálf fyrirvaralaus eins og alþingi samþykkti hana og sendi til Brussel  getur,  því miður verið þjóðréttarlega skuldbindandi og blundar þar sem hún hefur formlega ekki verið afturkölluð af alþingi.
Evrópusambandið tekur ekki við umsókn með fyrirvara og vill ekkert "bjölluat" í því sambandi
Umsóknin fer í aðlögunarferil sem lýkur þegar allar tilskipanir eru innleiddar í íslensk lög og þar er ekkert val
 
Þjóðaratkvæðgreiðsla eftir á þegar búið er að innleiða allan ESB pakkann hefur lítið gildi.
 
ESB -umsóknin klauf bæði þing og þjóð og heilan stjórnmálaflokk
 
Atkvæðagreiðslan á Alþingi 2009 um ESB aðild klauf alþingi og íslensku þjóðina og gerir á vissan hátt enn.
 Ég er stoltur að hafa stöðvað ESB umsóknina sem ráðherra sjávarútvegs og landbúnðarmála þó svo það hafi síðar leitt til að mér var vikið úr ríkisstjórn.
- Framkvæmdastjórn ESB sendi þáverandi ríkisstjórn þakklætis-og heillaóskir af því tilefni-.
 
En ég hafnaði því alfarið að leggja fiskimiðin við Ísland undir forræði og stjórn ESB í Brussel. 
 
Málskotsskylda forseta
Sama sagan frá 2009 um aðild að ESB getur fyrirvaralaust endurtekið sig á alþingi og þá getur reynt á forsetann og málskotsskylduna
 
Mér finnst mikilvægt að forsetaframbjóðendur tali af alvöru um fullveldismál því þar mun reyna á réttsýni forseta og málskotsskylduna gagnvart þjóðinni eins og dæmin sanna
 
Með góðum óskum

Bloggfærslur 4. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband