Mánudagur, 7. desember 2020
Verða að hindra smit gegnum landamæri
Ísland er eyland og allir möguleikar til að stöðva coviðveiruna á landamærum. Nokkuð vel hefur tekist að framfylgja hertum reglum hér innanlands.
Ef tekst að halda landmærum lokuðum fyrir veirunni og sama árangri í baráttunni hér innanlands gætum við jafnvel haldið nánast veirulaus jól.
Áttu ekki að vera komin ný tæki til landsins sem gátu greint veiru hjá um eða yfir 10 þúsund manns á dag. Hvers vegna ekki að ganga bara á röðina og gera almennan skurk í einangrun smitaðra?
Landamærin veiki hlekkurinn
Hinsvegar berast fréttir af því að sóttvörnum sé ekki framfylgt að fullu á landamærum.
Fólk stærir sig af því að vera án andlitsgrímu í flugvélum, neita sýnatökum og sóttkví og bjóða öllum byrginn. Viðkomandi virðist komast upp með þetta átölulaust.
Þetta grefur undan trúverðugleika sóttvarna
Við hin keppumst við að fara sem minnst út úr húsi, hitta sem fæsta vitum af nánum ættingja sem liggur fárveikur.
Eitt óvænt snertismit getur lagt okkur að velli.
Okkur er því misboðið með aðgerðaleysi lögreglunnar og sóttvarnaeftirlits .
Skýra og herða þarf reglur á landamærum
Í mín eyru hefur verið kvartað yfir óskýrum reglum á landamærum hvað smitvarnir varðar.
Er tekið veirusýni af börnum og þeim gert skylt að fara í sóttkví milli testa?.
Sumir halda að hægt sé að láta börnin beint í leikskóla, skóla eða út að leika með öðrum, nýkomnum erlendis frá þótt foreldrar séu í sóttkví.
Þá er bent á að svokölluð "vinnusóttkví" sé mjög teygjanlegt hugtak og þurfi að skýra og beita eftirfylgni
Það eru enn nokkrir mánuðir í bólusetningu. Góður árangur virðist vera að nást hér innanlands, þótt staðan sé mjög brothæt.
"Þríeykið" er að standa sig vel "þó svo góðmennskan sé þeirra vandamál" eins og Kári Stefánsson sagði
Þjóðin, einstaklingar hafa lagt mikið á sig í baráttunni við að halda veirunni í skefjum.
Mistökin sem urðu á landmærunum í sumar eru dýrkeypt, þegar landamærin voru nánast galopnuð fyrir smiti erlendis frá.
Almenningur er að standa sig frábærlega í sóttvörnum. Sömuleiðis smitrakningateymið og "þríeykið" .
Stjórnvöld eru veiki hlekkurinn.
Veiki hlekkurinn eru stjórnvöld sjálf. Þar hefur verið eitthvert kjarkleysi í að fylgja eftir stífustu reglum á landamærunum sem sóttvarnlkæknir hefur lagt til.
Þannig hafa ný smit borist inn í landið.
Brýnt er að eftirfylgni við farþega sem koma til landsins í sóttkvína sé öruggt og skilvirkt
Viljum veirulaus jól
Mun strangari sóttvarnarreglur gilda nú í löndunum í kring en hjá okkur. Þetta er hundfúll tími. En við erum að ná árangri og eygjum veirulaus jól. Stöndum saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2020
Veirulaus jól ?
Fjöldi veirusmita er á niðurleið og bóluefni í augsýn með vorinu. Nú er að halda "kúlinu" og berja veiruna alveg niður
Það er athyglisvert að meðan sumir leita "sökudólga" vegna harmleiksins á Landakoti meðal stjórnenda þar, eru aðrir sem tala um mannréttindabrot, þegar reynt er að hindra að smitaðir einstaklingar beri veiruna á ný inn í landið.
Ef menn vilja leita að meintum "sökudólgum" vegna þess sem þjóðin hefur mátt þola á haustmánuðum, er þá kannski frekar að finna meðal þeirra sem þrýstu á um opnun landamæra og slökun á eftirliti þar síðsumars.
Það var öllum ljós sú mikla áhætta sem tekin var, enda slapp veiran inn og náði að hreiðra um sig með afleiðingum sem við þekkjum.
Hert landamæraeftirlit
Bæði sóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafa hvatt til herts landamæraeftirlits. Þeir höfðu uppi sterk viðvörunarorð í haust þegar veiran slapp inn og langar ekki í endurnýjun á slíku.
Við ættum því öll að þakka og fagna auknu eftirliti á landamærum sem getur hindrað að nýsmit berist inn í landið. Fórnarkostnaðurinn af "ævintýrinu" frá því síðasumars er orðinn ærinn og nægur lærdómur fyrir þjóðina.
Að skipta þjóðinni upp í sóttvarnarhólf og einangraða hópa eftir "áhættu" er fjarræn og til þess fallin að setja umræðuna á dreif.
Fólk í "áhættuhóp" á börn. Fullfrískt fólk þarf að sinna kennslu og hlúa að gömlu fólki. Afar og ömmur gegna lykilhlutverki í samfélaginu osfrv. Við erum eitt samfélag fólks en ekki vélmenna
Markmið að kveða veiruna niður
Það er líka mjög sérkennilegt að umræðan snýst stöðugt um spurninguna hverju má aflétta í stað þess að beinast að því hvað þurfum við að gera til þess að ná settu marki og útrýma veirunni hér innanlands.
Það sýndi sig í vor að það var hægt að útrýma veirunni hér innan lands. Um það snýst líka samstaðan.
Sem eyland eigum við alla möguleika á því, ef bæði sóttvarnayfirvöld, almannavarnir og almenningur hefur trú á að það sé hægt.
Það er til staðar öll þekking, tækni og skipulag til að nánast útloka nýsmit inn í landið.
Spurningar fjölmiðla ættu að snúast um hvort þetta sé næg ráðstöfun á hverjum tíma til þess að ná settu marki.
Sýnileg tilgreind markmið í sóttvörnum eru því miður oft óljós og þess vegna verður umræðan stundum út og suður: Hversvegna er þetta ekki leyft heldur hitt osfrv.
Það hugnast engum að"læra að lifa og deyja" með veirunni.
Að halda einbeitingunni og vinna sigur.
Smitum er að fækka nú, sem er vel, en sama staða var einnig uppi um miðjan september.
Veiran hefur sýnt að hún er ólíkindatól
Þeim er vandi á höndum sem stýra málum í veiruvörnum.
Mikilvægt er þá að vera samkvæmur sjálfum sér og hafa markmiðið á hreinu.
Það að aflétta grímuskyldu á þeim sem hafa fengið veiruna en viðhalda á öðrum hljómar mjög ruglingslegt, vægast sagt.
Ætli að það séu nema um 10 þúsund manns sem hafa fengið veiruna hér á landi og myndað mótefni?
Öll hin liðlega 300 til 400 þúsund hafa það ekki.
Hvernig á að fara að plokka þá út við afgreiðsluborðið í Bónus.
Þó svo að framvísað sé slíku vottorði þarf að sannreyna það með gildum persónuskílríkjum og mynd sem er ærin fyrirhöfn.
Fyrir okkur hin sem erum að versla skapar það óöryggi að sjá aðra grímulausa.
Kannski verður bara að eyrnamerkja þá sem hafa fengið veiruna eins og lömbin á vorin svo þeir þekkist í hópnum.
Ljóst er að samfélagið þráir heitast að geta haldið Covið frí jól
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2020
Stöðvum veirusmit á landamærum
Ísland er eyríki og getur varið sig gegn nýjum smitum erlendis frá með öflugum vörnum. Það hefur sýnt sig í aðgerðum síðustu vikna með tvöfaldri skimun á landamærum og sóttkví á milli. Þó hefur hætta skapast þegar sóttkví hefur verið valin í stað skimunar. Franska afbrigðið barst einmitt til landsins með smituðum ferðamönnum sem fóru beint út á næturlífið.
Mistökin á landamærum í sumar verða þjóðinni dýr
Mistökin í opnun landamæranna síðsumars fyrir veirunni verða samfélaginu dýr. Þau munu auk þess kosta hundruð milljarða króna. Það þurfti ekki að gerast með þeirri þekkingu sem vísindamenn okkar ráða yfir. Enda var varað við því óðagoti og gáleysi sem það fól í sér.
Hver axlar ábyrgð
Þeir sömu sem nú þrýsta á og skrifa skýrslur í nafni sértækra hagsmunahópa ættu um leið að fjalla um hver á að axla ábyrgðina á flausturganginum síðsumars, óhóflegum þrýstingi á sóttvarnaryfirvöld sem leiddu til tilviljanakennds eftirlits og opnun landamæra fyrir veirunni, sem samfélagið allt sýpur nú seyðið af..
Hlustum á Kára, Víði, Þórólf, Ölmu og óskir almennings
"Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óskynsamlegt af ríkisstjórninni að fara ekki eftir tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda sýnatöku á landamærunum að skyldu. Ríkisstjórnin hefur hingað til talið mikilvægt að ferðalangar gætu valið 14 daga sóttkví í staðinn.
Það hafa borist smit út í samfélagið, frá þeim sem sögðust ætla að vera í 14 daga sóttkví, og ég held að það sé mjög óskynsamlegt að fara ekki eftir þessum ráðleggingum Þórólfs.
Vandamálið hafi komið vegna þessa fyrirkomulags.
Þegar að til landsins kom á sínum tíma hópur útlendinga frá Rúmeníu sem sögðust ætla að fara í tveggja vikna sóttkví og vildu ekki fara í skimun, og fóru síðan beint út í samfélagið, segir Kári.
Gerum ekki sömu mistökin aftur
Kröfurnar um að slaka á landamæreftirliti með veirunni er í raun frekleg móðgun og lítilsvirðing við allt það fólk, alla þá samfélagshópa sem tekist hafa á við að hefta veiruna og halda samfélaginu gangandi með dugnaði, fórnfýsi og fórnum.
Þjóðin þráir frið og að koma innviðum samfélagsins í gang á ný.
Að snúa veiruna niður
Bóluefni er á næsta leiti sem er gott, en mánuðir munu líða þar til það sem slíkt slær niður veiruna.
Samstaðan er um að kveða veiruna niður hér innanlands og útiloka nýsmit inn í landið
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2020 kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. nóvember 2020
Ekki tíminn fyrir undanþágur - Nú er að duga
" Nú er ekki tíminn fyrir undanþágur", sagði Víðir Reynisson á föstudag þegar tilkynnt var um mjög hertar aðgerðir til þess að berja niður Covið- 19 veiruna á næstu tveim til þrem vikum.
Fundurinn var ekki fyrr búinn en ýmsir fór á að leita að undanþágum. Reynt var að mistúlka orðalag. Rjúpnaskyttur sem þeyttust á milli landshluta sögðu þetta ekki eiga við sig. Knattspyrnufélög héldu fagnaðarhóf. Allt slíkt grefur undan trúverðugleika sóttvarna.
Kári Stefnánsson sagði að veiran finndi sér leið inni í samfélagið í gegnum hópa þar sem smitvarnir væri minnstar. Það hefði sýnt sig með börn og unglinga síðustu vikur. Tímabundnum hertum reglum var ætlað að ná til þessara hópa. Það kemur því á óvart þegar kynnt var reglugerð sem gerir ráð fyrir lítt breyttu fyrirkomulagi í skólum hvað lítur að smitvörnum barna.
" Félag grunnskóla kennara og leikskólakennar hefur mótmælt þessu . Þeir telja að verið sé að þvinga þá til að svíkjast undan merkjum í baráttunni við veiruna sem kveðið var á um í yfir lýsingunni á föstudaginn.
Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnarreglum í grunnskólum þannig að sóttvarnarreglur þar verði byggðar á sömu forsendum og annars staðar í þjóðfélaginu.
Aldrei réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna
Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar en stutt er síðan stjórnvöld birtu nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi.
Stjórn Félags grunnskólakennara tekur undir með menntamálaráðherra að stærsta samfélagsverkefnið í faraldrinum sem nú gengur yfir sé að tryggja menntun" barna, segir í ályktuninni.
Þar kemur fram að liður í markmiðinu hafi verið að innleiða almennar sóttvarnareglur í grunnskólanum Þannig átti með samstilltu átaki í stuttan tíma að ná samfélagssmiti niður sem hefur sett þúsundir í sóttkví í grunnskólanum.
Sú vinna sem nú er verið að kynna í formi reglugerðar grefur alvarlega undan þessu markmiði. Þar má nefna að fjórir árgangar grunnskólans eru teknir undan sóttvarnarreglum um tveggja metra fjarlægðarbil og leyfi gefið fyrir allt að fimmtíu í hóp. Það getur aldrei verið réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra þjóðfélagsþegna, þvert á móti ber okkur að verja þau framar öllum öðrum, segir í ályktuninni."
Samstaðan
Þessi ferill er stundum hálfskrýtinn." Þríeykið góða", Víðir, Þórólfur og Alma, eru eins og véfrétt með dularfull minnisblöð sem sóttvarnarlæknir er að skrifa og síðan taka við einskonar samningar við stjórnarráðið. - Spilakassar undanþegnir !
Veiran þekkir hvorki Excel né prósentureikning
Þríeykið góða og stjórnvöld eru ekki öfundsverð í að halda utan um baráttuna og ástandið. erum við þakklát fyrir að hafa svo góða forystu í þessum erfiðu málum. " Hlýðum Víði"
Veiran þekkir hinsvegar ekki excel skjöl eða spálíkön. Og hún er frekar lítið fyrir prósentureikning. Og fæstir hafa áhuga á að "læra lifa og deyja með veirunni" eins og hverju öðru heimilisböli.
Það er hægt að taka undir með Kára Stefánssyni að þörf sé á enn skýrar markmiðum í baráttunni.
Við eigum að kveða veiruna niður. Sem Eyþjóð getum við það með samstöðunni.
![]() |
Stjórnvöld endurskoði undanþágur í grunnskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. október 2020
Dýrafjarðargöng- Til hamingju Vestfirðingar og allir landsmenn
Dýrafjarðargöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar voru tekin í notkun fyrir umferð í dag, 25.október. Opnun gangnanna er stór atburður á samgöngumálum Vestfirðinga sem og allra landsmanna.
Gerð gangnanna virðist hafa gengið afar vel og verkið unnist á skömmum tíma og staðist vel áætlun. Göngin eru gríðar mikilvægur áfangi í samgöngum um alla Vestfirði.
Til hamingju Vestfirðingar og landsmenn allir
Dynjandisheiði kallar
En stórvirki bíða óþreyjufull eftir að komast í gang eins og nýir vegir eða jarðgöng um Dynjandisheiði, Barðaströnd og um Reykhólasveit.
Súðavíkurhlíð
Nú er að fylgja vel eftir. Mér verður hugsað til íbúa Súðavíkur sem hafa mátt búa við langtíma lokunum á veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða hættu.
(Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu | RÚV)Að gera göng og varanlegar vegabætur milli Ísafjarðar og Súðavíkur hlýtur að vera næsta verk í jarðgöngum á Vestfjörðum. Í því framkvæmda átaki sem nú er í gangi hljóta göng um Súðavíkurhlíð að vera í algjörum forgangi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2020 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. október 2020
Stjórnvöld haldi haus í baráttunni gegn veirunni
Það er sorglegt til þess að vita ef stjórnvöld gangi nú gegn tilmælum sóttvarnarlæknis. Áform um opnun líkamsræktarstöðva og aðrar tilslakanir sem auka snertingu eða óvarða nánd milli fólks á þessum tímapúnkti er óráðlegt að mati sóttvarnarlæknis. Samræmi þarf hinsvegar að vera í tilmælum sóttvarnaryfirvalda
Landið var orðið veirufrítt í byrjun sumars
Með samstilltu og markvissu átaki var veirunni útrýmt í landinu í byrjun sumars og hertum smitvörnum á landamærum.
Eftirgjöf í sóttvörnum margfaldast út í samfélaginu. Við þurfum að halda út lengur með hertar aðgerðir segja sóttvarnayfirvöld.
Mörgum þótti los á sóttvarnaraðgerðum fyrst í haust. Sein inngrip í að stöðva útbreiðslu veirunnar voru gangrýnd.
Nú virtist vera komin meiri festa í sóttvarnar aðgerðir og skýrari markmið. Von styrktist um að hægt væri að kveða veiruna niður á ný.
Franska veiran
Þrýstingur ákveðinna afla innan stjórnsýslunnar og sterkir einkahagsmunir knúðu á um ótímabæra opnun landamæra í sumar sem leiddu til þessarar nýju byglgju.
Tveir franskir ferðamenn sluppu sýktir í gegn og samfélagið fór allt á hvolf á ný. Spurning er, hver ber ábyrgðina
Tvöföld skimun á landmærum hefur stöðvað ný smit erlendis frá síðan hún var tekin upp.
Málsókn í Austurríki
Verið er að höfða skaðabóta mál gegn fylkisstjórn í Austurríki fyrir slæleg viðbrögð gegn veirunni í vetur. En fjöldi skíðamanna veiktist og báru veikina til heimalanda sinna þ.á.m. Íslands.
Hver ber ábyrgð
Hvað gæti verið upp á teningnum hér ef stjórnvöld væru sökuð um slæleg viðbrögð eða ótímabærar tilslakanir á sóttvörnum gegn betri vitund um hættur og afleiðingar. Ísland er nú með eitt hæsta smithlutfall í Norður Evrópu.
Samstaðan snýst um að berja niður veiruna
Samstaða þjóðarinnar snýst um að kveða veiruna sem allra fyrst niður í íslensku samfélagi. Það tókst í vor og getum það aftur núna
![]() |
Smit rakin til nokkurra stöðva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. október 2020
"Réttur fólks til lífs og heilsu"
"Réttur fólks til lífs og heilsu trompar önnur réttindi" sagði forsætisráðherra, Katrín Jakopsdóttir á Alþingi í dag þegar rætt var um sóttvarnir. Ég er sammála forsætisráðherra. Og hún hefur verið einörð í þeirri afstöðu. ( Grímulausar umræður en grímur í sætunum)
"Covið veiran kann hvorki að lesa lög né reglugerðir og gerir engan greinarmun á tilmælum og bönnum" sagði sóttvarnarlæknir á dögunum.
Vill að veiran bíði eftir nýjum sótvarnalögum !
Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir umræðu og tafarlausum breytingum á sóttvarnalögunum. Hún hefur opinberlega efast um valdheimildir stjórnvalda til sóttvarna aðgerða sem nú er beitt og nauðsyn þeirra:
Ýmsir þingmenn og jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn hafa gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og dregið í efa mikilvægi þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. Eiga þeir eins og veiran erfitt með að lesa reglur og skilja tilmæli sóttvarnaryfirvalda og fara eftir þeim.
Forsætisráðherra telur að veiran bíði ekki eftir nýjum sóttvarnarlögum
Þá má segja að réttur fólks til lífs og heilsu trompi auðvitað ýmis önnur réttindi, og það er stóra niðurstaðan í þessari greinargerð sem ég hef boðist til að fara ítarlega yfir hérna í þinginu. Því að þrátt fyrir að Íslendingar hafi gengið skemur í ýmsum sóttvarnarráðstöfunum en velflest önnur Evrópuríki, skemur þegar horft er til þess hvað hefur verið gert hér. Nægir bara að nefna ríki þar sem sett hefur verið útgöngubann, börnum hefur verið haldið heima og beitt miklum ferðatakmörkunum. Ég vil endilega eiga þá umræðu hér og hef boðið hana fram hvenær sem er þegar þingið kallar. segir Katrín.
Þjóðarsamstaða
Eftirgjöfin á landamærunum í sumar hefur orðið þjóðinni dýrkeypt. En þá slapp veiran á ný inn í landið.
Þau sem knúðu tilslökunina fram þá hljóta nú að hugsa sinn gang.
Veiran les hvorki lög né tilmæli. Veiran er heldur ekki til í neina samninga um hverjir veikjast og hverjir deyja eins og sumir halda.
Nú gildir þjóðarsamastaða um að berja veiruna niður eiuns hratt og kostur er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2020 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. október 2020
Það er engin millileið - Kveðum veiruna niður
Kári Stefánsson var á Sprengisandi og talaði tæpitungulaust
Annaðhvort hemji maður útbreiðsluna eða leyfi veirunni að flakka:
Ég held að millileiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp einfaldlega ekki til.
Og Kári heldur áfram:
Með samstilltu átaki vinnst sigur
Að sleppa veirunni lausri eins og sumir vilja eða reyna að "stýra útbreiðslunni" segir Kári:
Það er hægt að rökstyðja á ýmsan máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raunverulega með því að fórna þeim sem eiga undir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með undirliggjandi sjúkdóma.
Tvöföld skimun á landamærum komin til að vera fyrst um sinn
"Ef þú ætlar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er alveg nauðsynlegt á landamærum að hafa tvöfalda skimun, sagði Kári.
Fyrirkomulagið um tvöfalda skimun á landamærunum virðist ekki á förum, heldur er nú miðað við að það gildi til 1. desember.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur bent á að miðað við þann fjölda sem hefur greinst með veiruna í þessum skimunum sé ljóst að þær hafi haft tilskilin áhrif. Án þeirra hefðu þau smit getað hreiðrað um sig í samfélaginu.
![]() |
60 innanlandssmit í gær: 36 innan sóttkvíar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. október 2020
Rafskutlur og Covid - Veiran
Rafskutlur til leigu standa hér á öllum götuhornum. Ungt fólk hoppar upp á þær berhent og afhendir síðan næsta manni berhentum. Mér var hugsað til skíðalyftanna í Austurríki sem voru sagðar hafa smitað tugi ef ekki hundruð manna.
Notum hanska !
Væri ekki rétt að gera kröfu um varnaðarskilti á þessi leiguhjólum að nota vettlinga eða hanska til að draga úr smithættu. Þetta eru góð farartæki en ég bý í miðju svona hverfi með rafskutlur til leigu út um allt. Fólk þeytist á milli og í nánast öllum tilvikum berhent. Við erum öll almannavarnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. október 2020
Virkja þarf ASÍ, VR og SVÞ í baráttunni gegn Veirunni
Virkja þarf samtök stéttarfélaga og samtök verslunar og þjónustu í baráttunni gegn útbreiðslu Covid. Leiðbeina þarf starfsfólki og stjórnendum. Nauðsyn er á samræmdum aðgerðum til að stöðva útbreiðslu veirunnar.
Það er ekki hægt að ætlast til að lögreglan fari inn í hverja búð eða vinnustað til áréttingar.
Við hjónin erum í áhættuhóp og förum helst ekkert þar sem umferð fólks er. Við þurftum nauðsynlega í bankann okkar í gær og hringdum. Okkur var sagt að panta tíma og koma nákvæmlega á mínútunni og þá þyrftum við nánast enga umgengi við annað fólk. Opið væri á tveim stöðum í borginni. Við mættum á tilsettum tíma og þá var slatti af fólki inn í litla rýminu í bankanum og aðeins dyraverðirnir með grímu.
Við biðum úti en var síðan vísað inn í gegnum nokkurn hóp af fólki sem beið afgreiðslu og inn til ráðgjafans sem settist bak við borð og án grímu. Við vorum að sjálfsögðu með grímu
Allt afgreiðslufólk var án grímu. Þegar við gengum út var áfram nokkur hópur fólks í forrými bankans og flest grímulaust sem sagðist ekki vita að hefði þurft að panta tíma. Því var þá svarað að það gilti ekki fyrr en á morgun
Okkur leið hálf illa þegar við komum út.
Víðast er þetta í góðu lagi en.
Mér varð hugsað til virkni hjá forystu Stéttarfélaga og stjórnenda verslunar og þjónustu fyrirtækja. Mér var hugsað til Heilbrigðiseftirlitsins. Það þarf að virkja alla.
Það er bæði öryggi starfsmanna og viðskiptavina í húfi að vera vakandi yfir sóttvörnum og fjarlægðarreglum.
T.d. bara í Kringlunni er þetta sitt á hvað með sóttvarnir og grímur eftir verslunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)