Hlauptu hraðar

Hlaupið hraðar annars verðið þið einkavædd eru skilaboð fjármálaráðherra til hjúkrunarfólks, lækna og annarra starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og almannavarna.

Við krefjumst meiri framleiðni, þið eruð ekki að standa ykkur.  Hjúkrarinn sem er að sligast í veirufría búnaðnum með grímu og hjálm  segir " ég er búinn að hlaupa 16 tíma í dag. Ég geri allt sem ég get".

"Hlauptu hraðar" segir fjármálaráðherra. 

Við höfum ekki fleira fólk til að taka veirusýni og greina þau.

"Við vinnum 12 til 16 tíma á dag, getum ekki meir. Okkur vantar fólk".

"Hlauptu hraðar", við viljum meiri framleiðni segir fjármálaráðherra.

"Heilbrigðiskerfið er að springa, við getum ekki aukið framleiðni í hættuástandi og krísu". segir forstjóri Landspítalans.

Kári Stefánsson minnir á að 100 þúsund manns skoruðu skriflega á stjórnvöld að láta heilbrigðismálin njóta algjörs forgangs og fá hærri hlut þjóðartekna. 

Þjóðin vill sterkt, opinbert heilbrigðiskerfi

"Hlaupið hraðar" segir fjármálaráðherra. "Við viljum meiri framleiðni" 

Algjört "kaos" er á Keflavíkurflugvelli. Komu og brottfararfarþegar standa tímunum saman í þéttri kös. 

Var ekki einmitt þar sem átti að þétta varnirnar gegn veirunni  númer eitt. 

"Við höfum ekki mannskap og aðstöðu til að hleypa fólki hraðar í gegn" segir yfirmaður landamæravörslu.

"Hlaupið hraðar" eru skilaboð fjármálaráðherra. Við viljum meiri framleiðni annars verðið þið einkavædd"

Neyðarmóttaka Landspítalans er löngu sprungin. 

....Yfirlýsing Almannavarna var í gær: "Það verður að stöðva þessa veirubylgju og standa vörð um grunn stoðkerfi þjóðarinnar"

Uppgjöf og einkavæðingardraumar í heilbrigðisþjónustu verða að bíða annars tíma.

Það er fráleitt og óábyrgt að sleppa veirunni lausri í samfélagið og nota heimsfaraldur, neyðarástand og svelti  til þess að keyra fram aukna einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband