Ég vil fá að lifa

 “Við vorum í skólanum en svo var kallað á okkur í herinn”.

Viðtal við tvo úkraínska unglingspilta á erlendri sjónvarpsstöð snerti mig mjög.

Þeir voru þar komnir í alherklæðnað með hjálm á höfði og hriðskotabyssu um öxl.

"Hvað hafið þið fengið mikla æfingu". "Í þrjá daga". svöruðu þeir. "Við áttum ekkert val".

Þessir ungu skólapiltar voru komnir út á vígvöllinn 18 ára. "Og hvernig líður ykkur"?. "Ekki vel, mjög illa"

"Ég vil ekki deyja fyrir þetta stríð, ég vil lifa".

Viðtalið við þessa ungu menn var svo þrungið sorg.

Þrífarar sem ógna heimsfriðnum

Næsta mynd sem birtist á skjánum var samsett af þeim þrem: Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Nató og Vladimir Pútin forseta Sovétríkjanna.

Þeir voru ekki sjálfir að fara í vígvöllinn, nei en voru að siga ungu mönnunum á vígvöllinn  sem sögðust bara vilja fá að lifa.

Maður fyllist kuldahrolli og harmi að horfa á þessa þremenninga, "fulltrúa ófriðarins" og vopnaframleiðenda" sem stóðu þarna hnarrreistir og sjálfumglaðir. Mennirnir sem öðrum fremur bera ábyrgð á harmleiknum í Úkrainu og bjóða meiri vopn.

Allir þrír þóttust vera að vinna í þágu mannréttinda, vernda rétt og líf fólks.

 "Hvað ætlar þú að gera þegar þú mætir rússneskum hermanni" spurði fréttamaðurinn unga manninn, ný kominn með byssu um öxl. “Ég veit það ekki, en ég vil ekki deyja, mig langar til þess að lifa". 

Það er afar sorglegt að Ísland skuli nú styðja með beinum hætti herflutninga til manndrápa á vígasvæðum stórveldanna í stað þess að beita afli sínu til friðar og sátta án vopna.

Syngjum saman, leikum saman, ræktum friðinn þóttt stundum sé það mjög erfitt.

Ég á bágt með að skilja hversvegna fötluðu íþróttafólki var bannað  í nafni mannúðar að taka þátt í vetrarólympuleikum í Kína.

Ég vona að Ísland hafi ekki verið með í þeirri miskunnarlausu ákvörðun. 

Þegar einmitt var þörf á því að rækta samkenndina, bræðralagið, kærleikann.

Palestína- Israel

Á sömu erlendu fréttasíðu stóð að Ísraelsmenn hefðu fellt tug Palestínu manna á Vesturbakkanum, þar af einn ungling. -Palestínumennirnir hefðu verið að mótmæla hernámi Ísraelsmanna 

Land og þjóð Palestínumanna er hernumið og svipt forræði sínu í trássi við öll alþjóðlög.

Ekki veit ég hvort Ísraelsmenn eiga þátttakendur á vetrarólympuleikum fatlaðra.

Ekki veit ég hvort Bandaríkin voru útilokuð frá Olympíuleikum meðan innrás þeirra í Afghanistan, Serbíu, Írak, Libýu eða Vietnam stóð yfir. Vona að svo hafi þó ekki verið þrátt fyrir allt

Að efla friðinn

Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva stendur nú yfir.

Hvernig ætli að það þjóni friði og mannkærleik að útiloka þáttakendur einstakra þjóða frá þeirri keppni? Söngurinn sameinar

Vandséð er hvernig það eflir friðinn að útiloka einstakar þjóðir frá sameiginlegum iþrótta kappleikjum eða alþjóðlegum menningar viðburðum.  

Upptaka eigna Oligarka er mörgum meira áhyggjuefni en ræktun menningar og friðar í heiminum.

Bandaríkin og Vietnam- Afganistan- Írak ..

Ég man þegar loks var saminn friður í Vietnam stríðinu

Þá var lengi deilt um stærð og lögun borðsins sem setið var við. En endanlegur friður var ekki saminn fyrr en að stríðsaðilar ræddust við. Hervæðingin og innrás Bandaríkjanna  leiddi aðeins hörmungar yfir Vietnamisku þjóðina.

Hryllilegur harmleikur

Innrás herliðs Pútins og stríðið í Ukrainu er hryllilegur  harmleikur sem á að stöðva þegar í stað. Félagar hans, Biden og Stoltenberg eiga að rétta fram allar hendur til friðar í stað þess að bjóða meiri vopn, meiri vopn og hella olíu á eldinn. 

Að biðja fyrir friði

 Vélbyssur og eldflaugar munu aldrei stilla til varanlegs friðar í Ukraínu frekar en annarsstaðar í heiminum.

Heldur munu þær einungis úthella saklausu blóði og hörmungum, börnum og mæðrum á flótta .

"Ég vil fá að lifa" sagði ungi háskólaneminn.

¨( About 30 corpses are placed on the ground. Two soldiers in fatigues, one disembowelled, are stacked on top of each other. There appear to be civilians, too.

“They are so young, younger than my nephew,” says Vladimir.

At the back of the room, there is also a Russian soldier. 

“We keep them separated.” Aljezira)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband