Með vax­andi umsvifum Skóg­rækt­ar­innar virð­ist hafa losnað um ýmsar hömlur í vinnu­brögðum og stór­virkum tækjum óspart beitt til að brjóta við­kvæmt land til gróð­ur­setn­ing­ar. Hvert óhæfu­verkið á eftir öðru er að koma í ljós. Þessi hern­aður gegn land­inu er að mestu kost­aður af almanna­fé, en einnig fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum innan lands sem utan. Kolefn­is­jöfnun er þar meg­in­drif­kraftur en umhverf­is­vernd ekki í hávegum höfð.

For­kast­an­leg vinnu­brögð

Land­spjöll vegna meintra ólög­legra fram­kvæmda við skóg­rækt í Skorra­dal eru gott dæmi um vinnu­brögð­in. Slóði var lagður inn á við­kvæmt land í 300-370 m hæð án þess að fram­kvæmda­leyfi væri til stað­ar. Mólendi, mýrar og flói síðan rist í sundur til að auð­velda gróð­ur­setn­ingu og auka lifun ung­plantna. Jarð­vinnslan ræsir fram vot­lendið og hætt er við vatns­rofi þar sem landi hall­ar. Planta átti aðal­lega birki en við­kom­andi sveit­ar­fé­lag mót­mælti yfir­gangi Skóg­rækt­ar­inn­ar.

 Erlendir aðilar kost­uðu þessi land­spjöll, en þeim hafði verið talin trú um að trén sem planta átti myndu binda mikið kolefni. Raskið verður hins vegar til þess að kolefni berst út í and­rúms­loftið vegna rotn­unar líf­ræns efnis í gróðri og jarð­vegi, en kolefn­is­bind­ing færi afar hægt af stað. Verk­efnið hefði því skilað litlu til kolefn­is­jöfn­unar næstu árin.

Rang­ár­vellir

Á Rang­ár­völlum hafa merki­leg gróð­ur­lendi verið grædd upp og dafnað á þeim 115 árum sem liðin eru frá því bar­áttan við sand­fok, upp­blástur og eyð­ingu byggða hófst þar. Þarna var komið mólendi, góð berja­lönd og mik­il­vægir varp­staðir mófugla, en fyrir svæð­inu lá að breyt­ast smá saman í kjarr­lendi með birki og víði.

 

Hér eru lögmál gróður- og jarðvegsverndar þverbrotin og fyrstu árin verður losun kolefnis meiri en binding.  Mynd: Borgþór Magnússon
Hér eru lögmál gróður- og jarðvegsverndar þverbrotin og fyrstu árin verður losun kolefnis meiri en binding. Mynd: Borgþór Magnússon 

Í sumar réð­ist Skóg­ræktin til atlögu við þá und­ir­stöðu fyrir end­ur­heimt vist­kerfa sem búið var að kosta miklu til að skapa á löngum tíma. Rifin voru svöðu­sár í landið með stór­virkum tækj­um. Við­kvæm jörð er undir og því er hætta á víxl­verkun vatns­rofs og sand­foks og upp­blást­urs.

Hvað í ósköp­unum gengur þeim til, sem fram­kvæma þennan hernað gegn land­inu? Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur verið plantað þarna stafa­f­uru sem mun í kjöl­farið sá sér víða um nágrennið og leggja undir sig þau gróð­ur­lendi sem fyrir eru. Sér í lagi er ámæl­is­vert að ekki hefur verið óskað eftir fram­kvæmda­leyfi frá hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lagi eins og skylt er þegar um er að ræða svo umfangs­mikla breyt­ingu á ásýnd lands­ins.

Mun­að­ar­laus nátt­úru­vernd

Það hefur eng­inn gefið Skóg­rækt­inni umboð til þess að umbreyta nátt­úru Íslands með þeim afger­andi hætti sem raun ber vitni. Við skorum á sveit­ar­stjórnir að vera vel á verði gagn­vart slíkum fram­kvæmdum og stöðva þær taf­ar­laust ef ekki hefur verið fylgt lögum og regl­um.

 

Gróðursetja átti birki í þetta votlendi sem er í meira en 300 m hæð. Mynd: Sigurður H. Magnússon
Gróðursetja átti birki í þetta votlendi sem er í meira en 300 m hæð. Mynd: Sigurður H. Magnússon

 

Þessi umhverf­isógn stafar meðal ann­ars af veikum lag­ara­mma og hve óljóst það er hver fer með vernd vist­kerfa, lands­lags og líf­fræði­legrar fjöl­breytni utan frið­lýstra svæða, eða á um 80% lands­ins. Við skorum á ráð­herra umhverf­is­mála að bæta þar úr og ráð­herra mat­væla að setja Skóg­rækt­inni eðli­legar skorður í sínum störf­um.

Jafn­framt viljum við hvetja fólk til þess að standa vörð um nátt­úru Íslands og þá sér­stæðu feg­urð sem íslenskt lands­lag býr yfir.

Höf­undar eru Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri og Andrés Arn­alds, fyrr­ver­andi fag­mála­stjóri Land­græðslu rík­is­ins.