Ríkið taki - Mílu - í öryggisskini

Alþjóðlegi "franski" fjárfestingasjóðurinn telur sig ekki græða nóg á kaupum sínum á grunnneti Símans, Mílu.

Sjóðurinn vill fá nýjan og hagstæðari samning og getað braskað meir með öryggisnet þjóðarinnar. 

Stríðið í Úkraínu viðskiptaþvingar og hótanir um matvæla- og orkustríð ætti að kenna okkur að hugsa fyrst um eigin öryggi. 

Viljum við lenda í svipuðu og Þjóðverjar með skyndilokun gas og olíuleiðslna frá Rússlandi

Stjórnvöld vilja setja upp mannaða herstöð en fórna grunnneti fjarskipta 

  Íslensk stjórnvöld ræða í alvöru um að setja að nýju upp á Íslandi  herstöð með setuliði í "öryggiskini", án samþykkis þjóðarinnar.

Hervæðing kallar á ófrið og skotmörk.

Hins vegar virðast stjórnvöld áfram reiðubúin að láta grunnnet fjarskipta landsins í hendur erlendra brasksjóða -  Öryggiskerfi sem tengir samskipti okkar  saman sem þjóð. 

EES heimtar að við einkavæðum og seljum  Farice fjarskiptastrengina við útlönd  

Þjóðnýtum Mílu -grunnet fjarskipta - í öryggisskini

Er ekki  kominn tími á að íslensk stjórnvöld  rísi upp en liggi ekki marflöt fyrir erlendum auðhringum og "hermöngurum" sem sölsa nú undir sig hverja grunnstoð íslensk samfélags eftir aðra?. 

Hvenær verður Samherji seldur í heilulagi með fiskveiðiheimildum og öllu  eða  í bútum til eða erlendra fjárfestingasjóða og "Tortólu"  landa?


mbl.is Ardian sættir sig ekki við kaupsamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband