Logi Sig­urðar­son

log­is@mbl.is

Kaup franska fjár­fest­ing­ar­sjóðsins Ardi­an á Mílu af Sím­an­um eru nú í upp­námi eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) gerði at­huga­semd­ir við kaup­in. Sjóður­inn tel­ur þær til­lög­ur, sem hann hef­ur lagt fyr­ir eft­ir­litið, íþyngj­andi fyr­ir Mílu. Því vilji hann ekki ljúka viðskipt­un­um á grund­velli óbreytts kaup­samn­ings.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann geri ráð fyr­ir því að sjóður­inn vilji semja um lægra kaup­verð á Mílu. Helsta áhyggju­efni eft­ir­lits­ins sé viðskipta­sam­band Mílu og Sím­ans eft­ir að viðskipt­in gengju í gegn.

Viðskipta­samn­ing­ur liggi fyr­ir

„Okk­ar ábend­ing­ar eru þær að við telj­um að það hafi fjölþætt já­kvæð áhrif að Sím­inn selji Mílu. Sam­keppnis­eft­ir­litið er sjálft búið að mæla með því að Sím­inn og Míla verði ekki leng­ur í sama eign­ar­haldi og það er verið að reyna að koma því í kring. Að sjálf­sögðu þarf að vera viðskipta­samn­ing­ur , en það er miklu laus­beislaðra sam­band en eign­ar­sam­band, sem er staðan í dag,“ seg­ir Orri. Ef kaup­in gangi í gegn komi sterk­ur aðili inn á ís­lensk­an fjar­skipta­markað sem ætli að fjár­festa mikið í bætt­um innviðum. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir séu helstu eig­end­ur fjar­skipta­fyr­ir­tækja á Íslandi og því myndi sal­an draga úr eign­ar­haldi þeirra á fjar­skipta­markaði, sem SKE hafi mælt með.

Aðspurður seg­ir Orri það hafa komið sér á óvart hvað SKE hafi séð marga nei­kvæða fleti á þess­ari sölu.

„Míla er ekki selj­an­leg eign ef henni fylgja ekki viðskipti við stærsta kúnn­ann, að minnsta kosti þann sem er með mestu viðskipt­in við fé­lagið í dag. Það get­ur vel verið að aðrir viðskipta­vin­ir Mílu muni stækka um­fram Sím­ann í framtíðinni, sér­stak­lega þegar Míla er far­in úr eign­ar­haldi Sím­ans. Þá hafa keppi­naut­ar Sím­ans meiri áhuga á því að versla við Mílu. Við telj­um klár­lega út frá sam­keppn­is­vinkl­in­um að þá sé þetta mjög já­kvætt skref,“ seg­ir Orri.

Heiðar Guðjóns­son, for­stjóri Sýn­ar, seg­ir eign­ar­hald Sím­ans á Mílu hafa veru­lega slæm áhrif á fjar­skipta­markaðinn, hindri upp­bygg­ingu og bitni á neyt­end­um.

„Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur haft orð á því lengi að Sím­inn þurfi að selja Mílu. Ég vona svo sann­ar­lega að það sé hægt að kom­ast að sam­komu­lagi milli Ardi­ans, Sím­ans og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins svo að þessi sala fari fram, það er best fyr­ir Ísland,“ seg­ir Heiðar. Aðspurður seg­ir Heiðar það ekki rök­rétt hjá SKE að halda að viðskipta­sam­band Sím­ans og Mílu verði of sterkt eft­ir söl­una, sér­stak­lega miðað við stöðuna í dag.

Stjórn­kerfið of svifa­seint

Kaup­samn­ing­ur Ardi­ans og Sím­ans var und­ir­ritaður í októ­ber í fyrra og hljóðaði upp á 519 millj­ón­ir evra, rúma 78 millj­arða króna á þáver­andi gengi. SKE hóf að skoða söl­una í fe­brú­ar og skilaði and­mæla­skjali nú í júlí.

Heiðar seg­ir það eins­dæmi í Evr­ópu hve lang­an tíma það taki fyr­ir eft­ir­lits­stofn­an­ir að vinna jafn mik­il­væg mál og hér sé um að ræða.

„Íslenska stjórn­kerfið tek­ur sér allt of lang­an tíma. Það virðist ekki átta sig á því að Ísland er í sam­keppni um fjár­magn við önn­ur lönd. Þegar við erum með viðskipti sem sann­ar­lega gagn­ast land­inu og al­menn­ingi mjög mikið, finnst mér ekki sann­gjarnt að taka sér svona lang­an tíma,“ seg­ir Heiðar og tek­ur dæmi af því að þegar Sýn seldi „stál og steypu“ til banda­rísks fjár­fest­inga­sjóðs í fyrra hafi all­ir frest­ir verið gjör­nýtt­ir. Ferlið hafi tekið þre­falt lengri tíma en geng­ur og ger­ist í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Tjá­ir sig ekki um ein­stök mál

Lilja Al­freðsdótt­ir viðskiptaráðherra seg­ir í skrif­legu svari ekki viðeig­andi að tjá sig um ein­stök mál á borði SKE. Hún sé þó hlynnt er­lendri fjár­fest­ingu hér­lend­is, bæði í þjón­ustu- og fram­leiðslu. Þó þurfi að fara var­lega í er­lenda fjár­fest­ingu í innviðum og auðlind­um með til­liti til ör­ygg­is- og varn­ar­sjón­ar­miða.")