Ný veirubylgja skollin á ?

Sóttvarnaryfirvöld  stóðu sig vel fyrr á árinu  en virðast nú hafa slakað of mikið á vörnum síðustu daga hér innanlands. Skilaboðin og markmiðin hafa oft verið  óljós og stöðugt verið að rokka til með sóttvarnar reglur sem gerir þau marklausari en ella:

"Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einn þeirra var í sóttkví við greiningu. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst. Tveir greindust með virk smit eftir seinni landamæraskimun. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar"

Markmiðið að halda veirunni úti

Tekin var upp tvöföld skimun á öllum sem koma til landsins sem var gott og hefði átt að gera fyrr.

Markmiðið var að útrýma veirunni innan lands og halda landinu veiru fríu. Og standa af sé holskefluna erlendis uns bóluefni eða aðrar varnir virka. Þessu  mætti fylgja eftir innan lands og setja sér þar skýrari markmið t.d. um ekkert nýsmit í 15 daga áður en ný tilslökun væri gefin


Við eigum að nýta kosti þess að vera eyþjóð.

 Ótímabærar væntingar um afléttingar á þessum eða hinum  varúðareglum gerir það að  verkum að stokkið er á þær strax og þó þær séu ekki komnar til framkvæmda.
  Fólk hælir sér jafnvel af í erlendum fjölmiðlum að hafa komist upp með að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi.

Mikið í húfi fyrir samfélagið að halda veirunni úti 

Sóttvarnarlæknir hefur þó tekið mun skýrar til orða upp á síðkastið: -að markmiðið sé að halda veirunni úti -. Enda á samfélagið allt sitt undir að það takist.  Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra  hafa einnig  tekið skýrt fram að  heilbrigði og heilsa þjóðarinnar sé í algjörum forgangi hvað sóttvarnir varðar.

Herða þarf róðurinn og skýra markmiðið

Í stað þess að reikna stöðugt út hvað sóttvarnaraðgerðir kosti samfélagið ætti frekar að snúa því við: hvað kostar samfélagið að hleypa veirunni á fulla skrið í landinu. Við ráðum ekki útbreiðslu veikinnar í öðrum löndum og þurfum ekki að lenda í sama díki og þau 

Eitthvert meðal hóf og ásættanlegan fjölda  sýkinga  og dauðsfalla pr dag hefur enginn skilgreint.

 Við erum eyþjóð og og eigum að hafa markmið að útrýma veirunni á Íslandi og standa af okkur holskefluna.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband