Tvöföld skimun á landamærum bráðnauðsynleg

Veiru frítt  Ísland er stærsta baráttumál þjóðarinnar. Við erum eyþjóð og getum það. En til þess þarf að hafa trú og vilja og grípa til nauðsynlegar aðgerða.

Kári stendur sig

"Ég held að það skipti svo­litlu máli að átta sig á því sem vinnst, ekki bara því sem tap­ast með þessu kerfi. Það sem vinnst er m.a. það að við get­um haldið uppi skóla­starfi á eðli­leg­an hátt, það er ekk­ert mik­il­væg­ara fyr­ir sam­fé­lagið en að hlúa vel að börn­um og ung­menn­um í skól­um. Kerfið býður upp á þann mögu­leika að stunda menn­ing­ar­starf­semi á eðli­leg­an hátt. Kerfið býður upp á þann mögu­leika að sótt­varn­ir séu ekki að vega að ann­arri at­vinnu­starf­semi í land­inu.“

Hvers vegna þurfa fjölmiðlar að segja ósatt um fjölda smita sem uppgötvast við seinni skimun?

"Þá seg­ir Kári að ef litið er til framtíðar þá séu það lang­tíma­hags­mun­ir ferðaþjón­ust­unn­ar að „við get­um barið okk­ur á brjóst og sagt að við séum þjóð sem hlú­ir vel að sínu fólki, hingað geti fólk komið vegna þess að hér séum við ör­ugg“".

Gáleysistal lögspekinga

Einstaka lögspekingar hafa minnst á stjórnarskrár brot og skaðabótakröfur í þessari sjálfsvörn þjóðarinnar gegn veirunni.

Hvað mega þeir þá segja sem smitast, þau sem geta ekki haldið uppi eðlilegri starfsemi þegar við eigum möguleika að halda þessum vágesti úti. 

Hafa þau þá ekki skaðabótarétt á ríkið fyrir að það standa sig ekki í sóttvörnum og beiti ekki öllum tiltækum ráðum til að verja þegnana og samfélagið

Er það ekki alvarlegt mál og stjórnarskrárbrot þegar tryggingarfélög lýsa því nú yfir að þau treysti sér nú ekki til að afgreiða líftryggingar fólks með eðlilegum hætti meðan veirufárið gengur yfir.

Verða kannski farþegar að kaupa tryggingar vegna skaðabótakrafna ef þeir bera smit inn í landið.

Vonandi stöðvast þessi umræða lögspekinganna  sem nú tala um stjórnarskrárbrot og skaðabótakröfur  áður en til þess kemur. 

"Ræfildómur að halda ekki landinu hreinu" sagði próf. Margrét Guðnadóttir ein öflugasti veirufræðingur landsins á síðari timum þegar hún vilda verja íslenskt búfé og þjóðina fyrir hættulegum veirusjúkdómum. 

Ekkert smit greindist innan lands í gær og er það fagnaðarefni. Vonandi verða fleiri slikir dagar á næstunni. En þá má ekki slaka á né láta undan þrýstingi tímabundinna einkahagsmuna og gefa eftir í landamæra vörnum

Þær mega ekki klikka. 

Veiru frítt Ísland er markmiðið

 


mbl.is Þrír smitaðir: Seinni skimun „bráðnauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband