Miðvikudagur, 18. mars 2020
Loksins
"Frá og með morgundeginum er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma.".
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa staðið sig frábærlega vel. Kraftaverkafólk þar á ferð.
Að vinna "stríðið"
Nú er að stöðva veiruna, skera á smitleiðir erlendis frá og innanlands og vinna "stríðið"
![]() |
Allir landsmenn í sóttkví við heimkomu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Hvað dvelur ?.
Hversvegna eru óþarfa ferðir út og inn í landið ekki stöðvaðar eins og margar aðrar þjóðir nú gera. Innanlandssmitin eru að koma upp í tengslum við þessar óþarfa ferðir. Eftir hverju er beðið
Loka landinu
Þetta hefði mátt gera strax í upphafi veikinnar þegar séð var hvert stefndi. Öll þau sem fá að koma inn í landið verði sett í tveggja vikna sóttkví eins og margar þjóðir gera nú..
Reiknikúnstir um hve mörg % munu sýkjast eða deyja eru út í bláinn. Að reyna að verðmeta þannig líf fólks eru engin rök í aðgerðum í svona alvarlegu máli
Landlæknir sagði við værum stríði
Ef vantar lagaheildir til að stöðva þessar ferðir þarf að útvega hana strax. Heilbrigðisráðherra er herstjórinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. mars 2020
Algjört ósamræmi
Flugvél er að koma frá Munchen með farþega sem voru á skíðum í Austurríki og Ítalíu og verður ekkert eftirlit með þeim við komuna til landsins
"Enginn sérstakur viðbúnaður er hjá almannavörnum vegna farþega sem koma til landsins frá München í Þýskalandi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, aðspurður. Reglulegt flug er á milli Keflavíkur og München og er von á að hópur fólks sem var á skíðum á Ítalíu og Austurríki komi til landsins á mánudag með vél þaðan. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í eftirmiðdaginn er 80 manns komu til landsins frá Veróna á Ítalíu" Mbl
Er nema von að fólki finnist ósamræmi í aðgerðum.
![]() |
Enginn viðbúnaður vegna flugs frá München |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. mars 2020
Gott fordæmi hjá KS
Starfsmenn KS dvelji heima við í tvær vikur eftir heimkomu frá útlöndum
"Kaupfélag Skagfirðinga hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna sem koma frá útlöndum næstu tvær vikur að dvelja heima í hálfan mánuð eftir heimkomuna. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að Kaupfélagið er mjög stór aðili í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Í tilkynningu sem send var út í morgun eru allir þeir starfsmenn sem koma heim frá útlöndum dagana 6.-20. mars beðnir að halda sig heima og hvattir til að fylgja fyrirmælum landlæknis varðandi sóttkví. Í tilkynningunni segir að allir starfsmenn í sóttkví muni halda launum og ekki verði dregið frá veikindarétti þessar vikur.
Kaupfélag Skagfirðinga er mjög stór matvælaframleiðandi á Íslandi. Verstu afleiðingarnar geta verið þær að það þurfi að koma til lokunar á einhverri starfstöð félagsins að ég tali nú ekki þeim öllum með því að þær séu settar í sóttkví. Það væri dýrt fyrir fyrirtækið og neytendur, sagði Magnús F. Jónsson, forstöðumaður Mjólkursamlags KS, í samtali við Feyki. Það er ljóst að þessi vágestur mun ganga yfir á einhverjum tíma og því lengur sem við getum hindrað að það þurfi að loka framleiðslueiningu, því styttri er tíminn fram að því að þetta er gengið yfir.
Magnús segir ákvörðunina, sem tekin var af æðstu stjórnendum félagsins, hafa fengið jákvæð viðbrögð. Auðvitað koma ýmsar spurningar upp sem þarf að svara, taka tillit til og finna svör við jafn óðum og þær eru bornar upp. Í þessari ákvörðun felst ekki síst þau skilaboð til starfsfólks fyrirtækisins að það sé ekki að ferðast til útlanda nema nauðsyn beri til, segir Magnús.
Starfsmenn eru hvattir til að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða síma Heilsugæslu fái þeir hita eða sýni einkenni frá öndunarfærum en mæta ekki óboðaðir á sjúkramóttökur.
Þrátt fyrir að ákvörðun þessi snúi ekki síst að matvælafyrirtækjum kaupfélagssamstæðunnar ná tilmælin til allra starfsstöðva og samstarfsfyrirtækja Kaupfélagsins í Skagafirði, að því er segir í tilkynningunni."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2020
Stöðvum Korónaveiruna
Vonandi er búið að stöðva alveg eða takmarka verulega hópferðir til og frá landinu, ekki bara Ítalíu. Eru ekki fleiri svæði orðin undir í heiminum?. Nú er verið að taka á málum fullum þunga
Taka þarf upp sjálfstætt og hert landamæraeftirlit á okkar forsendum sem eyþjóðar eins og nú er verið að gera.
Við þurfum að trúa á það að hægt sé að stöðva útbreiðslu veirunnar í landinu og vinna samkvæmt því. Gott er að hafa skýra stefnu í "langhlaupinu".
![]() |
Unnið að því að greina á þriðja tug sýna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. mars 2020
Heilbrigðiseftirlitið og kórónaveiran
Hreinlæti, handþvottur, sprittun, hanskar og almenn þrif og aðgæsla eru mikilvæg til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma.
Almannavarnir og landlæknir leggja á þetta ríka áherslu til sóttvarna. Handþvottur og engin faðmlög eða kossaflens að óþörfu.
Reynsulsögur um sóttvarnir
Ég átti erindi á nokkra staði í gærkveldi og varð raunar nokkuð forviða.
Kom í apótek og spurði hvort ekki væri sótthreinsibrúsi við dyrnar. Starfsfólkið hafði ekki heyrt á það minnst. Engar viðvörunarupplýsingar voru uppi um hreinlæti.
Ég kom í anddyri og móttökusal á stóru alþjóðlegu hóteli. Hvergi var þar að sjá sótthreinsiflöskur eða leiðbeiningar og upplýsingar til fólks um þess hluti.
Ég kom á matsölustað þar sem skammtað var á diska úr borði og sumir voru enn með berar hendur að fylla á.
Ég kom í kjötbúð og þar voru enn sumir starfsmenn hanskalausir og berhentir í hrámatnum að skammta.
Ég kom í búð þar sem allar vörur voru settar með berum höndum yfir strikamerkinguna við afgreiðsluborðið.
Heinlæti og aftur hreinlæti er talið einna mikilvægast til að hefta útbreiðslu hverskonar smits.
Annarsstaðar sem ég átti erindi virtust hlutirnir í góðu lagi.
Erfitt er að gera sér grein fyrir eða vita hvað er raunhæft og rétt að gera í þessum efnum. En til umhugsunar.
Ég heyrði á tal nokkurra ungra vaskra manna sem gerðu hálfgert grín að kórónaveirunni og að þetta væri nú bara smávegis kvef sem ætti ekki að vera gera svo mikið úr.
Viðurkenni alveg að hreinlæti er ekki alltaf mín sterkasta hlið og einfaldara að sjá flísina í augum annarra og ganga sjálfur með hanska og sprittbrúsa í vasanum ef hann fæst .
Nú þarf samstöðu allra
Getur Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga ekki komið þarna sterkar inn. Er það ekki þess að fylgjast með og setja reglur, upplýsa og ráðleggja í þessum efnum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. mars 2020
Samstaðan gegn "kórónuveikinni"
" Haldið ró ykkar, veikin herjar fyrst og fremst á gamalt fólk og þá sem eru sjúkir eða veiklaðir". Mikil huggun fyrir okkur sem eldri erum.
Kórónaveiran og útbreiðsla hennar virðist alvarleg ógn fyrir samfélög heimsins. Íslensk stjórnvöld virðast nú vera að átta sig á alvöru málsins.
Virkjum eigin landamæravörslu
En þó hefur enn ekki verið tekin upp raunveruleg landamærarvarsla og takmörkun á ferðum fólks til og frá sýktum og áhættu svæðum erlendis.
Markmiðið átti frá upphafi að verja landið. Stefna stjórnvalda í þeim efnum mætti vera mun skýrari.
Komi veiran til landsins á að grípa til allra aðgerða sem fært er til þess að kveða hana niður og hefta útbreiðslu veikinnar hér innanlands. Undirbúa að takast á við hjúkrun þeirra sem sýkjast. Það verk er nú hafið á fullu.
Talnaleikfimin
Mikil talnaleikfimi er uppi í umræðunni hjá almannavörnum og stjórnvöldum einstakra þjóða heimsins. Veifað er prósentu tölum um veikindi og dauðsföll innan einstakra aldurshópa, aldraðra, veikra og annarra með skerta mótstöðu.
Maður fær á tilfinninguna að þetta sé nú ekki svo alvarlegt því dauðsföllin séu aðallega hjá sjúku fólki og þeim sem eru yfir sjötugt osfrv.
Að sjálfssögðu gerum við sem erum yfir sjötugt okkur grein fyrir að við höfum minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum en þau sem yngri eru.
Mér finnst samt skrýtið að ekki skuli beitt formlegum takmörkunum á hópferðum til fyrirfram sýktra svæða erlendis og íslensk landamæravarsla virkjuð.
Látið er að því liggja að það sé á ábyrgð þeirra einstaklinga sem taka þá persónulegu áhættu að fara í þessar hópferðir m.a. inn á sýkt svæði.
En þetta fólk kemur aftur til landins og þá eru þessar ferðir ekki lengur einkamál þeirra. Heimkomið eru allir aðrir undir, vinnufélagarnir, öll félagsleg samskipti, börnin í skólunum, en líka þeir sem eru aldraðir og með skert ónæmiskerfi. Ábyrgðin er svo sett á Almannavarnir, sóttvarna og heilbrigðiseftirlit sem vantar mannskap til að svara í símann
Almannavernd ríkislögreglustjóra
"Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsir yfir áhyggjum vegna yfirstandandi verkfalla sem nú eru í gangi og segir þær aðgerðir geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá geti takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða".
Efling hefur orðið við þessari beiðni
Gætu Almannavarnir ekki beitt sér með sama hætti gangvart takmörkun á hópferðum til fyrirfram vitað sýktra svæða erlendis og hert á eigin landamæraeftirliti um ferðir til og frá landinu.
Við viljum samstöðu þjóðarinnar líka gagnvart skipulögðu óþarfa áhættuspili.
![]() |
Almannavarnir lýsa áhyggjum af verkfallsaðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Á sundlaugarbakkanum
Sundkennsla barna er njög mikilvæg og almenn skylda sem er gott. Sjálfur fer ég í nokkrar sundlaugar mér til heilsubótar. Þá sér maður oft blessuð börnin 7, 8, 9 ára vera að koma í sund á morgnana.
Eins heyri ég af reynslu barnabarnanna af sundkennslunni. Aðstæður til kennslu eru mjög misjafnar. Sumstaðar eru innilaugar en aðrar eru opnar og berangurslegar í miðjum strekkingnum og sjókomunni sem hefur verið ríkjandi undanfarið.
Ég viðurkenni alveg að ég vorkenni oft þessum litlu greyjum í hálfkaldri lauginni í nepjustormi snemma að morgni. Það getur varla skilið eftir góðar minningar í því tíðarfari sem hefur verið undanfarið. Sumir segja að þau herðist við þetta sem má vel vera en mér fyndist nú samt að hafa ætti útisundkennsluna undir vorið.
Mér gekk sjálfum frekar illa að læra að synda og fannst ég vera eftirbátur jafnaldranna lengi vel.
Ég tek eftir að mjög er misjafnt hvernig sundkennarnir haga sér við þessar aðstæður. Sumstaðar eru þeir í sundfötum og sjálfir niðri í lauginni hjá börnunum og tala við þau á sama grunnfleti.
Annarsstaðar standa sundkennararnir dúðaðir í þykkum kuldagöllum á sundlaugarbakkanum og hrópa leiðbeiningar og skipanir niður í laugina til barnanna, hálfskjálfandi í nepjunni.
Ég velti fyrir mér hvort leiðbeinendurnir eigi ekki líka að vera niðri í vatninu með börnunum og tala til þeirra á sama fleti.
Börn eru hvergi berskjaldaðri en í sundi eða í íþróttum. En þátttaka allra og vellíðan er afar félagslega mikilvæg
Það hlýtur því að þurfa gæta sín vel á orðbragði og athugasemdum gagnvart litlum börnum í íþróttum og á hvern hátt leiðsögnin er framkvæmd.
Eitt ógætilegt orð eða vanhugsuð athugasemd getur skilið eftir djúp sár og haft félagslega afdrifaríkar afleiðingar. En hvatning og viðurkenning er jafnframt gott vegarnesti fyrir barnið inní framtíðina sem er jú hin viðtekna regla
Ég velti fyrir mér hvaða símenntun, aðhald, stuðning og eftirlit það fólk fær sem vinnur með börnum á þessum margbreytilega íþrótta vettvangi.
Þar er mikil ábyrgð á ferðinni sem oftast er mjög vel unnin. En aðgát skal höfð í nærveru sálar. Vorið er framundan með hækkandi sól .
Föstudagur, 14. febrúar 2020
Börn í sorg eftir Ásgeir R. Helgason
» Börn syrgja gjarnan í lotum. Þess á milli leita þau huggunar og öryggis í leik og daglegu amstri. Þau þarfnast athygli og stuðnings yfir lengri tíma.
Nýjar lagagreinar tóku gildi í lok síðasta árs þar sem réttindi barna sem missa foreldri og ábyrgð samfélagsins gagnvart þessum börnum eru betur skilgreind. Í nýju lagagreinunum er heilsugæslan skilgreind sem lykilaðili í eftirfylgni barna sem missa foreldri. Læknir sem skrifar dánarvottorð einstaklings, sem er foreldri barns undir 18 ára, er samkvæmt lögunum skyldugur til að tilkynna þeirri heilsugæslu þar sem barnið er skráð að foreldri barns á þjónustusvæði hennar hafi nýlega látist. Heilsugæslustöðin er þar með skyldug til að athuga hagi barnsins og veita þann stuðning sem þörf er á.
Sorg barna
Börn syrgja gjarnan í lotum. Þess á milli leita þau huggunar og öryggis í leik og daglegu amstri. Þau þarfnast athygli og stuðnings yfir lengri tíma. Algengt er að sorgin taki sig upp, jafnvel löngu síðar, þá gjarnan í tengslum við ákveðna atburði eins og jól eða afmæli. Í samheldnum stórfjölskyldum er oft haldið vel utan um börn í þessum aðstæðum, ekki bara fyrstu tvö árin, heldur til lengri tíma. Það er börnum mikilvægt að þau séu elskuð skilyrðislaust. Börnum sem búa við slíkar aðstæður vegnar betur en börnum sem gera það ekki. Þar verður samfélagið að koma að málinu og tryggja að öll börn fái viðunandi stuðning.
Stuðningur við fjölskylduna
En fjölskylda barnsins þarf líka stuðning og handleiðslu á erfiðum stundum. Heilsugæslan mun vonandi fá svigrúm til að sinna þeim málum samhliða því að styðja barnið. En það mun taka tíma, þjálfun og fjármuni að þróa ferla til að sinna þessu verkefni vel. Þar getur faglegt ráðgjafarteymi eins og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins gegnt mikilvægu hlutverki sem handleiðsluaðili, gjarna í samstarfi við önnur samtök eins og Sorgarsamtökin og samtökin Ljónshjarta.
Stuðningur við fagaðila
Krabbameinsfélagið vinnur nú að því, í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Sorgarmiðstöðina, skólakerfið og fleiri, að koma á fót stuðnings- og handleiðsluteymi með það að meginmarkmiði að styðja við fagfólk í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri, ekki síst kennara og annað starfsfólk skólanna, en einnig starfsfólk heilsugæslunnar sem lögum samkvæmt á að sinna þessum börnum. Verkefnið er unnið í áföngum þar sem fyrsta skrefið er að kanna hvers konar stuðning fagfólkið telur sig helst þurfa.
Skólastjórnendur víðsvegar á landinu mega eiga von á að fulltrúar Krabbameinsfélagsins hafi samband í vor og falist eftir samstarfi við skólann varðandi þróun verkefnisins. Aðallega er um að ræða þarfagreiningu. Við viljum vita hvaða reynslu starfsfólk skólanna býr yfir og hvað það er helst sem sérþjálfað fagfólk Krabbameinsfélagsins getur aðstoðað við.
Höfundur er dósent í sálfræði við HR
og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
asgeir@krabb.is (Morgunblaðið 12. febrúar 2020)
Fimmtudagur, 13. febrúar 2020
Formaður Eflingar í Kastljósi
Sólveig Anna var skýr og skorinorð fyrir bættum kjörum láglaunafólksins, umbjóðenda sinna, kvennanna sem vinna á leikskólunum og hjúkrunarheimilum á lægstu launum samfélagsins í Kastljósi í gærkveldi.
"Til þessa var ég kosin formaður" sagði Sólveig Anna, og rökstuddi sitt mál á einfaldan hátt.
Saman í liði félagarnir í sjónvarpinu
Þeir voru svo sannarlega saman í liði þáttarstjórnandinn og framkvæmdastjóri samtaka félags atvinnurekanda og býsnuðust saman yfir tíuþúsundkalli til leikskóla kvenna og það myndi sliga "lífskjarasamninginn".
Ég hélt að þeir ættu börn á leikskólum og þekktu aðstæður.
Hækkun hæstu launa og Lífskjarasamningur
Þeir svöruðu ekki spurningum Sólveigar hvort hundruð þúsunda króna hækkun mánaðarlauna til efstu stiga samfélagsins rugguðu ekki Lífskjarasamningnum.
Borgin sparar sér stórfé á láglaunafólki
Fram kom að Reykjavíkurborg sparar stórfé á því að hafa leikskólana undirmannaða og láta fólk sem haldið er á lægstu launum ganga í störf menntaðra leikskólakennara. En hlutfall þeirra er mun lægra hjá leikskólum Borgarinnar en á að vera samkvæmt lögum. Eru leikskólakennarar þó ekki oflaunaðir, síður en svo.
Það á að setja börnin og aðbúnað þeirra í forgang.
Um það snýst málið.
Góður leikskóli með ánægðu starfsfólki er forsenda raunverulegs lífskjarasamnings
Þetta var annars mjög fróðlegt samtal þeirra tveggja félaganna við formann Eflingar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)