"Grímulaust "

"Vandamálið er að allt of margir treysta því einfaldlega að fólkið í kringum viðkomandi sé ekki með vírus!"
 Athyglisverður pistill frá Snorra Sigurðssyni í Peking. 
"Það á að snúa þessu við og gera einfaldlega ráð fyrir því að allir geti verið virkir smitberar þangað til annað kemur í ljós."
 
Allir beri grímur 
"Enginn á að ganga út frá því að hvorki viðkomandi sjálf(ur) sé ekki með vírus né að sá/sú sem maður hittir sé ekki með vírus. Óttinn við að smitast er enn til staðar í Kína og t.d.
 
ef fólk notar ekki grímu, þá er litið á það sem mikla óvirðingu við náungann." 
 
Staðan þveröfug á Íslandi því miður 
"Ég held að staðan sé í raun þveröfug á Íslandi! Kolla og Tinna Rós fóru um daginn í Kringluna með grímur á sér og hanska og það var hreinlega horft á þær eins og viðundur – ekki af virðingu og þakklæti fyrir að þarna væru þær mögulega að koma í veg fyrir smit – ef önnur þeirra eða báðar hefðu nú fyrir slysni fengið vírus!
 
"Við eigum langt í land"
Ef þú sérð einstakling með grímu, vertu þá þakklát(ur) fyrir þá virðingu sem viðkomandi einstaklingur er að sýna þér og þínu umhverfi með því að mögulega leggja sitt af mörkum til að draga úr líkum á dreifingu á vírus. Við eigum langt í land..."
 
Lífið er smámsaman að færast í eðlilegt horf innan Kína en íbúar mjög á varðbergi.
Kona Snorra og dóttir eru á Íslandi og  fá ekki að koma til Kína að svo stöddu.
 
Pistilinn má lesa í heild sinni á fésbókarsíðu Snorra Sigurðssonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband