Höfuðborgarsvæðið í ferðabann um páskana ?

Ef að líkum lætur mun fjöldi fólks af höfuðborgarsvæðinu flykkjast út á land í dymbilvikunni. Öll sumarhúsin í litlum þorpunum munu fyllast af fólki. Sumarhúsabyggðir í Borgarfirði um Snæfellsnes  og Dali um  Suðurland, Vestfirði, Norður og Austurland já út um allt land  munu fyllast af fólki ef ekki verður að gert.

Heimafólk hefur áhyggjur   

Vinafólk mitt í litlu þéttbýli úti á landi greindi frá að um síðustu helgi hefði þar troðfyllst af fólki.  Það væri eins og aðkomufólkið haldi að reglur um fjarlægðamörk milli fólks og hópamyndun gildi bara í Reykjavík og nágrenni.

Heimafólk á svæðunum hefur  af þessu miklar áhyggjur. 

Búðirnar sem eru fyrst og fremst ætlað að þjónusta heimafólk  hefðu troðfyllst og biðraðir við litlu matvörubúðina. 

Hvorki heilbrigðisþjónustan, litlu matvörubúðirnar, olíusjoppan, snyrtingarnar eða ættingjaheimilin bera þessar heimsóknir nú. 

Það væri því mikið ábyrgðarleysi að sleppa þessu lausu nú þessa örlagaríku viku með bara vinsamlegum tilmælum um að halda sig heima. Það á bara við um hina. Varla er nóg að hafa bara áhyggjur af þessu.   Norðmenn hafa lokað á ferðir fólks í "hytturnar" sínar.

"Hafa verulegar áhyggjur af miklum ferðalögum um páskana

Sumarhúsalönd í Grímsnesinu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl)

Almannavarnir á Suðurlandi hvetja fólk til þess að vera sem mest heimavið í páskavikunni.

Sumarbústaðalönd eru mörg á kafi í snjó og erfitt að komast að þeim og sjúkraflutningar eða önnur sjúkraþjónusta gæti verið tafsöm við slíkar aðstæður. Veðurspá fyrir næstu helgi er ekki að lofa sól og sumaryl í bili.

Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af miklum ferðalögum yfir páskana sem gætu aukið verulega á álag á heilbrigðiskerfið. Almannavarnir á Suðurlandi biðja fólk um að virða þær takmarkanir og viðmiðanir sem settar eru til að forðast smit.

„Við þurfum að gæta að því að virða fjarlægðarmörk þegar við förum út að skoða landslagið eða í búðirnar. Við skulum ekki hópast inn í sjoppurnar heldur senda einn úr bílnum til að ná í fyrir hópinn,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum á Suðurlandi."

Ég held að sé ekki nóg að hafa bara áhyggjur af þessu. Það verði að grípa til aðgerða. Þetta er dauðans alvara.


mbl.is Hafa verulegar áhyggjur af miklum ferðalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband