Að vinna sigur á veirunni

Stjórnvöld hafa tekið þá afdráttarlausu stefnu að bæla kórónuveiruna niður og útrýma henni hér landi með öllum tiltækum aðgerðum sem fyrst.
Hugmyndir um að skapa grunnhjarðónæmi í öllum landshlutum eru ekki lengur í umræðunni. Nokkuð hefur vafist fyrir stjórnvöldum  að skýr stefna væri tekin í þessum efnum. Enda margt óljóst um framvindu veirusjúkdómsins og aðgerðir ólíkar eftir löndum. 

Stór slembiúrtök á vegum Íslenskrar Erfðgreiningar og sýnatökur hjá Veirudeild Landspítalans benda til þess að mjög lítið almennt smit sé í gangi í samfélaginu. Heilu byggðarlögin víða um land hafa enn sem komið er sloppið við smit þótt önnur hafi lent í alvarlegum hópsýkingum. Grænlendingum og Færeyingum hefur tekist að stöðva útbreiðsluna á veirunni  hjá sér.

 Áhættuhópar bíða og vona

Fyrir okkur sem fyllum hinn stóra hóp eldri borgara og annarra  þeirra sem eru í áhættuhópum er visst öryggi í því að stefnan sé tekin um að útrýma veirunni í landinu. Enda getum við trauðla labbað út á götu aftur fyrr en það er staðfest.

Aðgerðir sóttvarnarlæknis, almannavarna og landlæknis hafa líka miðað að því með öflugum greiningum. einangrun smitaðra og sóttkví á þeim sem gætu borið smit. Smitrakning og veirumælingar hafa gengið ótrúlega vel og öll þessi vinna ævintýri líkust þó enn séu erfiðar vikur framundan.

 Hér á fylgja nokkrar tilvitnanir í umræðu síðustu daga.

"Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið", að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi". ( 8. apr.) Vonandi að svo sé.

Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%." Varaði Þórólfur þó við því að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp.

Mikið álag á heilbrigðisstofnanir næstu daga

Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna.

Samkomubann áfram í gildi

Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. ( Ruv. 8.4.)

Ef litið er til hvað til greina kemur til að vernda landið í framhaldi sagði Þórólfur í viðtali við Kjarnan í gær

 "Sótt­kví mögu­lega beitt á alla sem koma til lands­ins"

Því kemur að sögn Þór­ólfs til greina að beita sótt­kví áfram á þá sem koma til lands­ins, ekki aðeins á fólk sem er búsett hér heldur einnig ferða­menn. „Það gæti líka komið til greina að krefj­ast þess að ein­stak­lingar sem koma hingað sýni fram á það með ein­hvers konar vott­orði að þeir séu með mótefni gegn veirunn­i,“ bendir hann á.

„Það er líka mögu­leiki að Íslend­ingar sem ekki hafi mótefni verði hvattir til að ferð­ast ekki til útlanda fyrr en að veiran verður útdauð úr heim­inum eða að bólu­efni verður fáan­leg­t.

Aðgerðir sem þessar geta valdið áfram­hald­andi raski á efna­hags- og atvinnu­lífi sem og dag­legum venjum fólks. „Það verður áskorun fyrir okkur öll að takast á við það.“ Þórólfur Guðnason við Kjarnann 7. apríl 20120

Lilja Alfreðsdóttir vill bólusetningar áður en landið er opnað

"afar ósenni­legt er að opn­ast muni fyr­ir flæði fólks til og frá land­inu fyrr en hægt verður að bólu­setja fólk gegn kór­ónu­veirunni" .segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra( mbl) sem hún vonar að verði innan árs

Bjarni Benediktsson vill ekki fórna mannnslífum fyrir skammtímalausnir

"Mín skoðun er sú að við höf­um ekki efni á því að fórna lífi eða heil­brigði fólks fyr­ir skamm­tíma­ efna­hags­ávinn­ing", segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra .

Þótt ég sé ekki sammála þessu efnahagslega mati Bjarna á lifi  einstaklinga  þá er forgangsröðunin skýr: 
"Væg­ari aðgerðir ekki lík­legri til að skila okk­ur fyrr í mark að hefta útbreiðslu veirunnar ". sagði Bjarni Bendiktsson á fundi ídag. MBl
  „Ég hef ekki trú á því að væg­ari aðgerðir séu lík­legri til að skila okk­ur fyrr í mark í því efni,“ sagði hann að lok­um.


Alþjóða heilbrigðisstofnunin vill að veiran sé kveðin niður
„Nú er ekki rétti tím­inn til að slaka á aðgerðum. Nú er tím­inn til að tvö­falda og jafn­vel þre­falda sam­eig­in­leg­ar aðgerðir til að bæla niður út­breiðslu veirunn­ar,“ sagði Hans Klu­ge, svæðis­stjóri WHO í Evr­ópu, á sta­f­ræn­um blaðamanna­fundi skrif­stof­unn­ar í morg­un.

Veiruna verður að stöðva
Allt starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar, alamnnavarna, sjálfboðaliðar, hafa lyft grettistaki á síðustu vikum og raunar landsmenn allir með samstilltu átaki í að ná þessu markmiði. "Heilbrigðisþjónustan hefur sýnt hversu hún er megnug " sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í gær.
Það mun reyna á næstu vikur en veirunni verður að útrýma til að hægt sé að opna samfélagið á ný.Það hafa bæði Grænlendingar og Færeyingar gert og það er klár stefna íslenskra stjórnvalda. Með okkar öfluga fagfólki og samstilltu átaki þjóðarinnar mun það takast  fyrr en seinna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband