Samkeppniseftirlitið á villigötum

Um áratugi hafa bændur haft með sér öflug samtök  á grunni félagshyggju og samvinnu . Þær  hugsjónir leiddu íslenska þjóð áfram alla síðustu öld  á einu mesta framfaraskeiði í sögu þjóðarinnar.  

 Bændasamtökin  voru stofnuð til að efla og auka framleiðslu og framleiðni íslensks landbúnaðar, tryggja matvæla- og fæðu öryggi þjóðarinnar og bjóða íslenskum neytendum upp á holla og góða  matvöru á sem bestum verðum. 

Á Búnaðarþingi hafa bændur rætt sameiginleg hagsmunamál sín og þjóðarinnar og þannig hefur það verið sl. rúm 100 ár. 

Nú kallar Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum að bændur ræði mál sín og hefur lagt á þá 10 milljóna stjórnvaldssekt fyrir samráð . 

Er það kannski ESB- daðrið og þrýstingur einokunaraðilanna á óheftan innflutning hrárra kjötvara sem liggur hér undir?

Samkeppniseftirlitið er eins og Fjármálaeftirlitið hluti af því eftirlitskerfi sem byggt var upp í einkavæðingu og taumlausri markaðshyggju stjórnvalda á undanförnum árum.  Þessar eftirlitsstofnanir áttu að sögn að vernda hinn almenna  borgara gegn einokun og sjálftöku græðgisaflanna.  Gerðu þær  það ?  Nei, þvert á móti  og  þessum eftirlitsstofnunum  var samvinna og félagshyggja einkar  mikill þyrnir i augum. 

 Samkeppniseftirlit frá tímum einkavæðingarinnar

Ég hef aldrei borið mikið traust til Samkeppniseftirlitsins  og sú ákvörðum þess að ráðast nú á bændur og samtök þeirra eykur ekki á trúnað minn til þess.

Að mínu mati er lagaumgjörð og áherslur Samkeppniseftirlitsins  hluti af því kerfi sem leiddi hrun þess froðuhagkerfisins yfir okkur sem við nú tökumst á við.   Samkeppniseftirlitið er hluti af þeirri döpru fortíð  síðustu ára sem brýnt er að endurskoða frá grunni. 

Ég vil ekki gefa eftir öflugan íslenskan landbúnað og sterkt félagskerfi bænda sem  byggt er á samvinnu og félagshyggju  fyrir einhver fáránleg lög og  áherslur  samkeppnislaga  sem eru í engum  takti  við hagsmuni þjóðarinnar eða  íslenskan raunveruleika?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband