Ekki tíminn fyrir undanþágur - Nú er að duga

Nú er ekki tíminn fyrir undanþágur", sagði Víðir Reynisson á föstudag þegar tilkynnt var um mjög hertar aðgerðir til þess að berja niður Covið- 19 veiruna á næstu tveim til þrem vikum.  

Fundurinn var ekki fyrr búinn en ýmsir fór á að leita að undanþágum. Reynt var að mistúlka orðalag. Rjúpnaskyttur sem þeyttust á milli landshluta sögðu þetta ekki eiga við sig. Knattspyrnufélög héldu fagnaðarhóf.  Allt slíkt grefur undan trúverðugleika sóttvarna.

Kári Stefnánsson sagði að veiran finndi sér leið inni í samfélagið í gegnum hópa þar sem smitvarnir væri minnstar. Það hefði sýnt sig með börn og unglinga síðustu vikur. Tímabundnum hertum reglum var ætlað að ná til þessara hópa.  Það kemur því á óvart þegar kynnt var reglugerð  sem gerir ráð fyrir lítt breyttu fyrirkomulagi í skólum hvað lítur að smitvörnum barna. 

Félag grunnskóla kennara og leikskólakennar hefur mótmælt þessu . Þeir telja að verið sé að þvinga þá til að svíkjast undan merkjum  í baráttunni við veiruna  sem kveðið var á um í yfir lýsingunni á föstudaginn. 

Stjórn Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara fer fram á að mennta­málaráðherra og heil­brigðisráðherra end­ur­skoði und­anþágur frá sótt­varn­ar­regl­um í grunn­skól­um þannig að sótt­varn­ar­regl­ur þar verði byggðar á sömu for­send­um og ann­ars staðar í þjóðfé­lag­inu. 

„Aldrei rétt­lætan­legt“ að gera minni kröfur til sótt­varna meðal barna

Þetta kem­ur fram í álykt­un stjórn­ar­inn­ar en stutt er síðan stjórn­völd birtu nýja reglu­gerð um tak­mörk­un á skóla­starfi.

„Stjórn Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara tek­ur und­ir með mennta­málaráðherra að „stærsta sam­fé­lags­verk­efnið“ í far­aldr­in­um sem nú geng­ur yfir sé að „tryggja mennt­un" barna,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þar kem­ur fram að liður í mark­miðinu hafi verið að inn­leiða al­menn­ar sótt­varn­a­regl­ur í grunn­skól­an­um Þannig átti með sam­stilltu átaki í stutt­an tíma að ná sam­fé­lags­smiti niður sem hef­ur sett þúsund­ir í sótt­kví í grunn­skól­an­um.

„Sú vinna sem nú er verið að kynna í formi reglu­gerðar gref­ur al­var­lega und­an þessu mark­miði. Þar má nefna að fjór­ir ár­gang­ar grunn­skól­ans eru tekn­ir und­an sótt­varn­ar­regl­um um tveggja metra fjar­lægðarbil og leyfi gefið fyr­ir allt að fimm­tíu í hóp. Það get­ur aldrei verið rétt­læt­an­legt að gera minni kröf­ur til sótt­varna barna en annarra þjóðfé­lagsþegna, þvert á móti ber okk­ur að verja þau fram­ar öll­um öðrum,“ seg­ir í álykt­un­inni."

Samstaðan

Þessi ferill er stundum hálfskrýtinn." Þríeykið góða",  Víðir, Þórólfur og Alma, eru eins og véfrétt með dularfull minnisblöð sem sóttvarnarlæknir er að skrifa  og síðan taka við einskonar samningar við stjórnarráðið. - Spilakassar undanþegnir !

Veiran þekkir hvorki Excel né prósentureikning

Þríeykið góða og stjórnvöld eru ekki öfundsverð í að halda utan um  baráttuna og ástandið. erum við þakklát fyrir að hafa svo góða forystu í þessum erfiðu málum. " Hlýðum Víði"

Veiran þekkir hinsvegar ekki excel skjöl eða spálíkön. Og hún er frekar lítið fyrir prósentureikning. Og fæstir hafa áhuga á að "læra lifa og deyja með veirunni" eins og hverju öðru heimilisböli. 

Það er hægt að taka undir með Kára Stefánssyni að þörf  sé á enn skýrar markmiðum í baráttunni.

Við eigum að kveða veiruna niður. Sem Eyþjóð getum við það með samstöðunni.


mbl.is Stjórnvöld endurskoði undanþágur í grunnskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband