Dýrafjarðargöng- Til hamingju Vestfirðingar og allir landsmenn

Dýrafjarðargöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar  voru tekin í notkun fyrir umferð í dag, 25.október. Opnun gangnanna  er stór atburður á samgöngumálum Vestfirðinga sem og allra landsmanna.

Gerð gangnanna virðist hafa gengið afar vel og verkið unnist á skömmum tíma og staðist vel áætlun. Göngin eru gríðar  mikilvægur áfangi í samgöngum um alla Vestfirði.

Til hamingju Vestfirðingar og landsmenn allir

Dynjandisheiði kallar

 En stórvirki bíða óþreyjufull eftir að komast í gang eins og nýir vegir eða jarðgöng um Dynjandisheiði, Barðaströnd og um Reykhólasveit.

Súðavíkurhlíð     

Nú er að fylgja vel eftir. Mér verður hugsað til íbúa Súðavíkur sem hafa mátt búa við langtíma lokunum á veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða hættu. 

(Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu | RÚV)

Að gera göng og varanlegar vegabætur milli Ísafjarðar og Súðavíkur hlýtur að vera næsta verk í jarðgöngum á Vestfjörðum. Í því framkvæmda átaki sem nú er í gangi hljóta göng um Súðavíkurhlíð að vera í algjörum forgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband