"Réttur fólks til lífs og heilsu"

"Réttur fólks til lífs og heilsu trompar önnur réttindi" sagði forsætisráðherra, Katrín Jakopsdóttir á Alþingi í dag þegar rætt var um sóttvarnir. Ég er sammála forsætisráðherra. Og hún hefur verið einörð í þeirri afstöðu. ( Grímulausar umræður en grímur í sætunum)

"Covið veiran kann hvorki að lesa lög né reglugerðir og gerir engan greinarmun á tilmælum og bönnum" sagði sóttvarnarlæknir á dögunum. 

Vill að veiran bíði eftir nýjum sótvarnalögum !

Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir umræðu og tafarlausum breytingum á sóttvarnalögunum. Hún hefur opinberlega efast um  valdheimildir stjórnvalda til sóttvarna aðgerða sem nú er beitt og nauðsyn þeirra:

 „Ekki seinna vænna myndi ég nú segja að löggjafinn taki til umræðu hér sóttvarnaraðgerðir og þær lagaheimildir og forsendur sem menn hafa verið að beita hingað til". 

Ýmsir þingmenn og jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn hafa gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og dregið í efa mikilvægi þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. Eiga þeir eins og veiran erfitt með að lesa reglur og skilja tilmæli sóttvarnaryfirvalda og fara eftir þeim. 

Forsætisráðherra telur að veiran bíði ekki eftir nýjum sóttvarnarlögum

„Þá má segja að réttur fólks til lífs og heilsu trompi auðvitað ýmis önnur réttindi, og það er stóra niðurstaðan í þessari greinargerð sem ég hef boðist til að fara ítarlega yfir hérna í þinginu. Því að þrátt fyrir að Íslendingar hafi gengið skemur í ýmsum sóttvarnarráðstöfunum en velflest önnur Evrópuríki, skemur þegar horft er til þess hvað hefur verið gert hér. Nægir bara að nefna ríki þar sem sett hefur verið útgöngubann, börnum hefur verið haldið heima og beitt miklum ferðatakmörkunum. Ég vil endilega eiga þá umræðu hér og hef boðið hana fram hvenær sem er þegar þingið kallar.“ segir Katrín.

Þjóðarsamstaða

Eftirgjöfin á landamærunum í sumar hefur orðið þjóðinni dýrkeypt. En þá slapp veiran á ný inn í landið.

Þau sem knúðu tilslökunina fram þá  hljóta nú að hugsa sinn gang. 

Veiran les hvorki lög né tilmæli. Veiran er heldur ekki til í neina samninga um hverjir veikjast og hverjir deyja eins og sumir halda.

Nú gildir þjóðarsamastaða um að berja veiruna niður eiuns hratt og kostur er. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband