Það er engin millileið - Kveðum veiruna niður

Kári Stefánsson var á Sprengisandi og talaði tæpitungulaust 

Annaðhvort hemji maður út­breiðsluna eða leyfi veirunni að flakka:

„Ég held að milli­leiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp ein­fald­lega ekki til.“

Og Kári heldur áfram:

Með samstilltu átaki vinnst sigur

 Að sleppa veirunni lausri eins og sumir vilja eða reyna að "stýra útbreiðslunni"  segir Kári:

„Það er hægt að rök­styðja á ýms­an máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raun­veru­lega með því að fórna þeim sem eiga und­ir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Tvöföld skimun á landamærum komin til að vera fyrst um sinn

"Ef þú ætl­ar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er al­veg nauðsyn­legt á landa­mær­um að hafa tvö­falda skimun,“ sagði Kári.

Fyr­ir­komu­lagið um tvö­falda skimun á landa­mær­un­um virðist ekki á för­um, held­ur er nú miðað við að það gildi til 1. des­em­ber.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur bent á að miðað við þann fjölda sem hef­ur greinst með veiruna í þess­um skimun­um sé ljóst að þær hafi haft til­skil­in áhrif. Án þeirra hefðu þau smit getað hreiðrað um sig í sam­fé­lag­inu.


mbl.is 60 innanlandssmit í gær: 36 innan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband