Ekkert hlé á aðlögunarviðræðum við ESB

 

Stofnfundur nefndar til að koma á formlegum tengslum milli íslenskra sveitarfélaga og Svæðanefndar ESB vegna aðildarumsóknar Íslands að sambandinu verður í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 4. mars kl. 10-15:

 "Aðalmarkmiðið með stofnun nefndarinnar er að koma á tengslum milli íslenskra sveitarfélaga og Svæðanefndar ESB vegna aðildarumsóknar Íslands að sambandinu

Þetta kemur fram í frétt mbl. í dag. Umsóknin og aðlögunin að ESB er á fullri ferð þótt einhverjir reyni að þyrla upp því ryki að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum: Hlutverk sveitarfélaga í aðildarferlinu til umræðu:

Fyrsti fundur sameiginlegrar ráðgjafarnefndar Íslands og Svæðanefndar Evrópusambandsins verður haldinn mánudaginn 4. mars í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundurinn, sem er öllum opinn, mun fjalla um hlutverk og þátttöku íslenskra sveitarfélaga í aðildarferlinu og í evrópskum byggðamálum ef til aðildar kemur. Jón Gnarr borgarstjóri og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flytja opnunarávörp. Fundurinn stendur frá kl. 10-15., segir í fréttatilkynningu"

Svona fara nú saman orð og athafnir stjórnvalda í ESB málum.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband