ESB- umsókn og forsetaframbjóðendur

Að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu er leikur að eldi.  Mikilvægt er að forsetaframbjóðendur átti sig á að umsóknin sem slík er skuldbindandi fyrir Íslands hönd en ekki "að kíkja í pakka" leikur. Hér þarf að tala skýrt.

Samningaviðræður við ESB  felast í þvi að hversu hratt Ísland getur tekið upp og innleitt löggjöf ESB inn í íslensk lög.  Það er ESB sem ræður ferð í því ferli og setur skilyrðin. Því aðlögunarferli lýkur ekki fyrr en Ísland hefur innleitt  meginhluta ESB laga og regluverk  og báðir aðilar hafa skrifað undir samning um aðild. Ríkisstjórn Íslands verður  að mæla  með samþykkt hans við Alþingi.

Umsóknin frá 2009 var stopp  vegna fyrirvaranna sem Alþingi setti íslenska framkvæmdavaldinu í samningunum. M.a. í landbúnaðar, sjávarútvegsmálum, dýraheilbrigðismálum, löggjafar og dómsmálum. Þá fyrirvara Alþingis er mikilvægt að frambjóðendur kynni sér.

Það er því  ekki hægt að halda áfram með núverandi umsókn nema að falla formlega frá þessum fyrirvörum Alþingis.  Þess vegna er heldur ekki hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þessara umsóknar frá 2009. 

Sumir frambjóðendur virðast enn misskilja þetta annaðhvort vísvitandi eða þeir vita ekki betur.  Inngönguskilyrði og kröfur ESB liggja nákvæmlega fyrir. Ef menn vilja halda áfram  að hringja á dyrabjöllur Evrópusambandsins verður fyrst að spyrja þjóðina: Vilt þí að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki.

Hlutverk forseta Íslands er ekki hvað síst að gera sér grein fyrir í hverju fullveldi og sjálfstæði þjóðar er fólgið og standa um það vörð

 

(Úr stækkunarhandbók ESB 

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku

umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem

fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

 

 


Lúðvík Jósepsson hefði aldrei sótt um aðild að ESB

Lúðvík Jósepsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, kempan úr landhelgisstríðinu við Breta, hefði aldrei sótt um aðild að Evróðpsambandinu. Sérstök Lúðvíksvaka er haldin á Neskaupsstað í dag, 22. maí honum til heiðurs sem vert er.

Ræðumenn eru þar m.a. Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi, Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, Ellett B. Schram fyrrv. alþingismaður og Elín Steinarsdóttir, sonardóttur Lúðvíks.(Austurfrétt.is).

Útfærsla landhelginnar var hluti af fullveldisbaráttu Íslendinga og forræði yfir fiskimiðinum umhverfis landið var hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu fól í sér framsal á forræði fiskimiðanna  til ESB. Þeirra sömu fiskimiða og Lúðvík barðist fyrir að Ísland fengi fullveldi yfir.

Í aðildar umsókn að ESB var ekkert til sem hét : "að kíkja í pakkann", enda ekki í boði.

Krafa ESB um yfirráð fiskimiðanna við Ísland lá fyrir frá byrjun.

Fróðlegt væri að heyra afstöðu ræðumanna einmitt til ESB umsóknarinnar á örlagatímum vorið 2009 og þeim leik að eldinum sem þá var leikinn með fullveldi þjóðarinnar. Í þessum efnum þarf að tala skýrt. Það er svo auðvelt að berja sér á brjóst og vera vitur eftir á, en það getur verið of seint.

 


Þjóðin afar andvíg inngöngu í Evrópusambandið

Eimungis 9,5% aðspurðrar í könnun MMR voru mjög hlynnt inngöngu í ESN  en tæp 32% afar andvíg. Af svarendum voru 51,4% andvíg en 27% andvíg aðild að Evrópusamabndinu tæ 20% svöruðu ekki spurningunnieða tóku ekki afstöðu.

Mikill misskilnigur er hjá mörgum bæði sem halda að hægt sé að kíkja í pakkann og sjá hvað er í boði og spyrja svo þjóðina.

Slíkt er ekki í boði af hálfu ESB

Samningi við ESB lýkur ekki fyrr en samningum um alla kafla er lokið og

ráðherrar í ríkisstjórninni skrifað upp á þá og skuldbundið sig til að mæla

með samþykkt samningsins í heild. Þá fyrst getur hann farið í

þjóðaratkvæðgreiðslu.

En þjóðin stendur þá frammi fyrir nánast orðnum hlut. Stærstur hluti laga

og reglna ESB verður að hafa verið innleiddur í íslensk lög áður en skrifað

er undir samninginn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eða eins og segir í

leiðbeiningum ESB:  

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku

umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem

fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

 

Verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu ber að gera það áður en ný umsókn er send .

Þar verði spurt: “ vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki”.

Inngönguskilyrði Evrópusambandsins liggja öll fyrir.

 Aðildarsamningum við ESB lýkur ekki fyrr en lög og  reglugerðir Evrópusambandsins hafa verið inneiddar eða tímasett hvenær það skuli gert innan tilskilins frests. 

Ríkisstjórn Íslands verður síðan að skrifa undir samninginn og mæla með samþykkt hans, áður en hann fer til afgreiðslu alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu

Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í ESB

 


Að tala digurbarkalega eftirá

Nú prísa flestir sig sæla að Íslandi var ekki þröngvað með hraðferð inn í Evrópusambandið 2009 -2012 eins og ætlunin var.

Litlu munaði að það óhhappaverk tækist. Og það var engin tilviljun að tókst að stöðva inngönguferlið áður en verulegt tjón hlaust af.

Meira að segja ýmsir  hörðustu talsmenn inngöngu í ESB í Samfylkingunni vilja nú fjarlægja sig þeim gjörningi sem þeir börðust fyrir af mikilli hörku fyrir örfáum misserum síðan. Slíkum orðum er þó varlegt að treysta eins og atburðarásin vorið 2009 staðfestir. Helgi Hjörvar gefur kost á sér

Það væri fróðlegt fyrir sagnfræðinga að velta því fyrir sér nú eftirá hver staða Íslands væri í dag ef þeim sem vildu þá ganga í ESB hefði orðið að ósk sinni. 

Þeir sem nú fjalla um ESB umóknina og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu verða að átta sig á að umsóknarferillinn var enginn leikur heldur fúlasta alvara.  

Til þess að ljúka samningi um hvern kafla við ESB verða báðir aðilar að skrifa undir og mæla með staðfestingu hans, það er að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands verða að staðfesta hvern samningskafla fyrir Íslands hönd og framkvæmdastjórnin fyrir hönd ESB. Aðildarsamningum lýkur ekki fyrr en þessir aðilar hafa skrifað upp á alla kaflana.

Aðildasamningarnir við ESB strönduðu m.a á því að sem ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála neitaði ég að fallast á skilyrði ESB í þessum málaflokkum og taldi að þær ófrávíkjanlegu kröfur ESB færu gegn þeim fyrirvörum sem alþingi hafði sett í þeim málaflokkum.

 Í samningsgerðinni við ESB felst að Ísland verður að hafa innleitt öll lög og reglur Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu áður en samningum lýkur eða tilgreint tímasett hvenær það sem útaf stendur verður innleitt.

Þjóðaratkvæðagreiðsla eftir á um samning sem stjórnvöld hafa  þegar skrifað uppá þó gert sé  með fyrirvara um samþykkt alþingis eða þjóðarinnar er mjög torfær.

Reyndar var slíkt gert með Icesavesamninginn en þar var um mjög afmarkað en stórt mál að ræða, sem ekki var komið til framkvæmda.

Það er ekki hægt að tala um umsókn og aðlögunarferil að ESB með neinni léttúð, það þekki ég best sjálfur.

Ef menn ætla sér að kanna vilja almennings til aðildar að ESB verður sú þjóðaratkvæðagreiðsla að gerast fyrirfram þar sem spurt er beint:

"Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki".

Skilyrðin fyrir aðild að ESB liggja öll fyrir ef menn hafa vilja til að kynna sér þau.

Þótt ekki blási byrlega nú fyrir Evrópusambandinu er sú hugmyndafræði sem speglaðist í gjörningum þeirra sem stóðu að ESB umsókninni 2009 af fullum þunga því miður áfram fyrir hendi.

 

 


Hvað er að gerast í tollamálum við ESB

Formaður Sjálfstæðisflokksins neitaði að skrifa upp á búvörusamninginn við bændur nema að tryggt væri að tollasamningurinn við ESB færi óbreyttur í gegnum þingið. Þessu hefði hann lofað stóru matvælainnflutningskeðjunum og ESB sinnunum í þingliði Sjálfstæðisflokksins.  Þetta sagði kunningi minn við mig í vikunni, bóndi sem ég veit að fylgist vel með málum. Mér krossbrá  við þessi orð hans  því tollasamningurinn  við ESB ef af verður jafngildir inngöngu í Evrópusambandið á skömmum  tíma hvað varðar stóran hluta landbúnaðar og  matvælavinnslu í landinu. 

Tollasamningurinn mun ekki aðeins verða rothögg á svína- og alifuglaframleiðslu í landinu og þá jafnframt á kjötvinnslu og margháttaða matvælavinnslu sem byggir á þessum kjöttegundum heldur einnig á verulegan  hluta mjólkuriðnaðarins, osta , súkkulaðiframleiðslu,  ísgerð ofl.  Þessi iðnaður og hráframleiðsla hans myndi  að  stórum hluta flytjast úr landi.

Innflutningsaðilarnir, verslunarkeðjurnar myndu að vísu mata krókinn en íslenskt atvinnulíf , landbúnaður og matvælaframleiðsla standa fátækari eftir.

Ég fann það að vísu á mér sem ráðherra að þau öfl sem vildu keyra okkur inn í Evrópusambandið myndu finna sér aðrar leiðir til að ná markmiðum sínum þótt umsóknin sjálf væri formlega stöðvuð. En mér kom á óvart hvað þetta gekk  fljótt með  landbúnaðinn og matvælaiðnaðinn. 

Og að þetta gerðist  hjá ráðherrum og  stjórnmálaflokkum sem börðust hvað harðast gegn ESB umsókninni, aðlögun og inngönguferlinu í tíð síðustu ríkisstjórnar er alveg ótrúlegt .

Hvernig ætli að því hefði verið tekið, ef ég sem landbúnaðarráðherra eða einhver krati hefði komið fram með slíkan uppgjafasamning fyrir íslenska matvælaframleiðslu eins og þessi ESB-tollasamningur er?

Þá hefði formaður Sjálfstæðisflokksins og forystumenn Framsóknar eðlilega ráðist að ríkisstjórninni af fullri hörku og brigslað mér sem ráðherra um svik við íslenska hagsmuni og undirlægjuhátt við ESB og taglhnýtinga þeirra.

Sem ráðherra hafnaði ég því alfarið  að undirgangast þessar kröfur ESB í landbúnaði og matvælavinnslu, en þess var krafist í aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu.

Það er hinsvegar þekkt í gegnum tíðina að forystumenn félagasamtaka, sem eru nánir pólitískum flokkum vilja ógjarnan ganga gegn „sínum“ ráðherrum en veita hinsvegar pólitískum andstæðingum þeim mun meira aðhald ef þeir gerast ráðherrar.  Þessu fékk ég einmitt að kynnast sem ráðherra landbúnaðarmála í ESB viðræðunum og er þakklátur fyrir það samstarf sem átti stóran þátt í að stöðva ESB umsóknina.

Tollasamningurinn sem nú liggur á borðinu hefði þá aldrei komið til greina enda gengur hann í ýmsu lengra en ESB hefði nokkurn tíma dottið í hug að fara fram á.

Samkvæmt lögum ber að gera nákvæma kostnaðarúttekt og meta efnahagsleg og samfélagsáhrif af veigamiklum stjórnvaldsaðgerðum  áður en skrifað er undir þær.

 Þrátt fyrir margítrekaðar kröfur samtaka bænda og stéttarfélaga í matvælaiðnaði um slíka úttekt hefur það ekki verið gert varðandi umræddan tollasamning.

„Vífill Karlsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur gert mat á áhrifum nýgerðra tollasamninga Íslands við Evrópusambandið á afkomu íslenskra bænda. Samkvæmt úttektinni mun þetta að meðaltali geta valdið allt að 16% tekjulækkun hjá íslenskum bændum.

Skrifað var undir samningsdrögin 17. september 2015. Samningurinn eykur innflutningskvóta á kjöti, unnum kjötvörum og ostum verulega frá því sem verið hefur. Kvótarnir eru að aukast um 180–400% og fer það eftir kjöttegundum. Er þessi aukning reyndar meiri ef unnar kjötvörur væru reiknaðar niður á kjöttegund. Þar verður langmesta aukningin á kvóta. Var kvótinn 150 tonn en verð- ur samkvæmt tollasamningnum 750 tonn. Er það 400% aukning.“ (Bændablaðið jan. 2016)

Búnaðarþing 2016 hefur formlega mótmælt harðlega tollasamningi við Evrópusambandið frá í haust. Segir Búnaðarþing að samningurinn sé ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu“

Þennan tollasamning við ESB á að stöðva. Hann er í raun hluti af inngönguferlinu í ESB sem hefur verið hafnað. Brýnt er áður en lengra er haldið að gera ítarlega úttekt á áhrifum hans til lengri tíma á íslenskan landbúnað, matvælavinnslu, störf og þróunarmöguleika þessa iðnaðar hér á landi.

Eins og þessi samningur er núna gengur hann í berhögg við stefnu stjórnvalda í landbúnaðar- og matvælaframleiðslu þjóðarinnar.


ASÍ - ESB umsóknin - hrunið- skattaskjólin

Fluttar voru  hástemmdar ræður á alþjóðlegum baráttudegi Verkalýðsins í gær 1.Maí.

Eins og hefðbundið er voru þar fyrst og fremst gerðar kröfur á aðra einkum sitjandi stjórnvöld. Hinsvegar var lítið minnst á að forysta verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar þyrfti að líta í eigin barm og gera upp hlut sinn í efnahagshruninu og aðdraganda þess og eftirköstum.

Ég minnist ályktana og krafna einstakra forystumanna ASÍ um tafarlausa umsókn og aðild að Evrópusambandinu. Gerð  var krafa um að ríkisstjórn fylgdi þeim leiðangri eftir af fullum þunga sem hluta af kjaraviðræðum.  Enn hefur sú stefna og þær kröfur ekki verið afturkallaðar.

Hefur forysta verkalýðshreyfingarinnar hafið innri skoðun á því hvort einhver í þeirra röðum eða fulltrúum þeirra í stjórnum sjóða, fyrirtækja og samtaka tengjast fjármagnsflutningum í aflandsfélög eða skattaskjól?

Kannski þarf hreyfingin sjálf að endurskoða sínar eigin samþykktir og verklag?

Þótt sjálfssagt sé að hrópa á aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í þeim efnum þarf samstillt þjóðarátak til að ná fram breyttri siðgæðisvitund og uppgjöri hvað þessi mál varðar.

Forysta verkalýðshreyfingarinnar getur ekki spilað sig frítt í þeim efnum undir lófaklappi stjórnarandstöðu á hverjum tíma.

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir sjálfstæð bákn í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Þeir eru oft stærstu eigendur í mörgum fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum í landinu.

Þeir eru í mörgum tilvikum stærstu samningsaðilar atvinnurekenda við launþega um kaup og kjör.

Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sitja þar gjarnan beggja megin borðs til að semja um kaup og kjör.  Þar ná þeir vel samkomulagi um að hækka bæði framlög launþega og atvinnurekanda í lífeyrissjóðina sína. 

Ég hefði gjarnan viljað hafa heyrt, þó ekki væri nema hjá einum ræðumanna  að verkalýðshreyfingin þyrfti að fara í eigin naflaskoðun og gera upp það tvöfalda siðgæði sem birtist mörgum í störfum forystu hennar.

Það þarf að byggja upp traust og heiðarleika í samfélaginu ekki aðeins hjá stjórnvöldum og alþingi heldur einnig hjá samtökum atvinnurekenda og launafólks.  Það þýðir ekki að hver hrópi bara á annan og bíði eftir næsta kastljósþætti sjónvarps um hvaða einstaklingar verða nú næst dregnir upp.

Forysta verkalýðshreyfingarinnar getur ekki litið undan. Það hefði aðeins mátt minnast á ábyrgð hennar sjálfrar í barátturæðum og hátíðarhöldum á 1. Maí í gær.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband