ESB- umsókn og forsetaframbjóðendur

Að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu er leikur að eldi.  Mikilvægt er að forsetaframbjóðendur átti sig á að umsóknin sem slík er skuldbindandi fyrir Íslands hönd en ekki "að kíkja í pakka" leikur. Hér þarf að tala skýrt.

Samningaviðræður við ESB  felast í þvi að hversu hratt Ísland getur tekið upp og innleitt löggjöf ESB inn í íslensk lög.  Það er ESB sem ræður ferð í því ferli og setur skilyrðin. Því aðlögunarferli lýkur ekki fyrr en Ísland hefur innleitt  meginhluta ESB laga og regluverk  og báðir aðilar hafa skrifað undir samning um aðild. Ríkisstjórn Íslands verður  að mæla  með samþykkt hans við Alþingi.

Umsóknin frá 2009 var stopp  vegna fyrirvaranna sem Alþingi setti íslenska framkvæmdavaldinu í samningunum. M.a. í landbúnaðar, sjávarútvegsmálum, dýraheilbrigðismálum, löggjafar og dómsmálum. Þá fyrirvara Alþingis er mikilvægt að frambjóðendur kynni sér.

Það er því  ekki hægt að halda áfram með núverandi umsókn nema að falla formlega frá þessum fyrirvörum Alþingis.  Þess vegna er heldur ekki hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þessara umsóknar frá 2009. 

Sumir frambjóðendur virðast enn misskilja þetta annaðhvort vísvitandi eða þeir vita ekki betur.  Inngönguskilyrði og kröfur ESB liggja nákvæmlega fyrir. Ef menn vilja halda áfram  að hringja á dyrabjöllur Evrópusambandsins verður fyrst að spyrja þjóðina: Vilt þí að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki.

Hlutverk forseta Íslands er ekki hvað síst að gera sér grein fyrir í hverju fullveldi og sjálfstæði þjóðar er fólgið og standa um það vörð

 

(Úr stækkunarhandbók ESB 

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku

umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem

fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

 

 


Bloggfærslur 27. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband