Hélt að ætti að endurtaka leikinn við Englendinga

Taugatitringi ESB sinnanna á Íslandi yfir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi  ætlar seint að linna. Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar dró í efa að ætti að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um svona stórmál. 

Ýmsir sem börðu bumbur á Austurvelli og heimtuðu aukið lýðræði  drógu einnig í efa að ætti að leyfa svona vitlausri þjóð eins og breskum almenningi að kjósa um svona alvarleg mál. Vildi margir að kosið yrði um málið aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fengist. 

Albest finnst mér þó sagan af manninum sem heyrði í sömu stjórnmálaskýrendunum og völdum álitsgjöfum dag eftir dag í fjölmiðlum sem fordæmdu kosningaúrslitin í Bretalandi,- það yrði að endurtaka leikinn - og kjósa aftur.

Hann spratt upp úr stólnum - "nú eru  ESB sinnar á Íslandi að ganga of langt í vorkunnsemi sinni við Englendinga".

Ekki kæmi til greina að endurtaka fótboltaleikinn þó svo stolt ESB sinna á Englandi og á Íslandi væri stórskert.

 

 


ESB- sinnar á Íslandi fara á taugum

Hörðustu ESB sinnar á Íslandi fara á taugum og tala af lítisvirðingu um lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu bresku þjóðarinnar um veru sína í ESB eða ekki.

Kemur þetta úr hörðustu átt úr munni margra sem telja sig boðbera lýðræðisins og víðtækri aðkomu almennings í ákvarðanatökum um einstök mál.

Þjóðaratkvæðgreiðslan um Icesave á Íslandi var ekki vinsæl af mörgu forystufólki í stjórnmálum, atvinnulífi, stjórnendum í "kerfinu" eða svokallaðri "elítu" sem hefur sjálfskipað vit á öllu. Sami tónninn er nú hafður uppi gangvart breskum almenningi sem greiðir atkvæði samkvæmt samvisku sinni

Brexit knúið áfram af Englendingum í nostalgíukasti eftir einhvers konar Enid 

„Skotar upplifa það, og að mörgu leyti réttilega, að drifkrafturinn í útgönguhreyfingunni sé ekki bresk þjóðerniskennd sem þeir gætu mögulega sætt sig við. Þeir upplifa fremur að þetta hafi verið drifið áfram af einhverjum Englendingum í nostalgíu eftir því að fá aftur einhvers konar Enid Blyton England. Það er ekki ímynd sem að Skotar tengja við, það er ekkert pláss fyrir þá í stóra Englandi.“

Þetta segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur.

(Var kannski þjóðaratkvæðagreiðsla Skota um sjálfstæði drifin áfram af sömu nostalgíu.) Hver hefur rétt til að fella slíka sleggjudóma.

Úrslit sem sundra í allar áttir

 Egill Helgason lætur móðan mása:

"Þjóðaratkvæðagreiðslan breska fer í rauninni eins illa og hún gæti farið. David Cameron efnir til hennar vegna innanflokksátaka í Íhaldsflokknum og vegna ógnar frá sjálfstæðisflokknum UKIP. Svo þarf að efna loforðið um atkvæðagreiðsluna – og þá sundrast Bretland gjörsamlega.

David Cameron lyppast niður og fer frá völdum. Pólitísk arfleið hans er að engu orðin. Hann hefur hingað til þótt frekar farsæll – og heppinn. En atkvæðagreiðslan var hreinn afleikur, það dugði ekki þótt forsætisráðherrann að síðustu færi að reyna að sýna einhverja sannfæringu með því að berjast gegn útgöngunni úr ESB.

Talað niður til eldra fólks

"Tveir þriðjuhlutar kjósenda sem eru undir 35 ára aldri vilja vera áfram í ESB. Sextíu prósent af þeim sem eru yfir fimmtugu vilja fara út. Gamla fólkið er að ákveða framtíð unga fólksins"

Vonandi róast ESB sinnarnir hér á landi og gera sér grein fyrir að stóri Evrópski draugurinn um  Ísland í Evrópusambandinu er löngu kveðinn niður. Einungis eftir að moka yfir hann.


Breska þjóðin sigrar- úrsögn úr ESB staðreynd

 

Til hamingju Bretland.

 Það- að fá að  kjósa um úrsögn úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu  var mikill sigur fyrir lýðræðið.

Niðurstaða kosninganna er svo annar sigur bresku þjóðarinnar, bresks almennings sem lét ekki hræðsluáróður og hótanir annarra ríkja hræða sig frá sjálfstæðri ákvarðanatöku.

 Fyrir nokkrum dögum ákváðu báðar deildir svissneska þingsins að afturkalla formlega  umsókn sína að ESB frá 1992 sem þó af mörgum var ekki talin virk og Sviss var ekki lengur á svokölluðum  lista yfir umsóknarríki. 

ESB leit hinsvegar á að umsókn Sviss væri enn til staðar og sú tilvist umsóknarinnar  torveldaði  uppbyggingu tvíhliða samninga milli ríkja ESB og Sviss. Þess vegna hefur svissneska þingið nú  samþykkt afturköllun umsóknarinnar.

Alþingi afturkalli umsókn Íslands að ESB formlega og undanbragðalaust

Það sama þarf alþingi Íslendinga  og fylgja fordæmi Sviss og hafa sem sitt fyrsta mál í haust að afturkalla formlega umsókn Íslands um aðild að ESB frá 2009.

 


Sviss afturkallar umsókn sína að ESB frá 1992

Báðar deildir svissneska þingsins hafa samþykkt að afturkalla formlega umsókn sína um aðild að ESB frá 1992.

Umsókn Sviss hefur legið á ís síðan þá að Sviss hafnaði í þjóðartatkvæðagreiðslu aðild að EES.

Evrópusambandið tók Sviss  af lista um umsóknarríki en engu að síður hafði Brüsselvaldið reglulega minnt á umsóknina og tilvist hennar. Það hefur torveldað eðlilega þróun tvíhliða samskipta milli Sviss og ESB.

Neðri deild svissneska þingsins samþykkti í mars sl. að umsóknin yrði formlega afturkölluð með 126 atkvæðum gegn 46. Efri deild svissneska þinbgsins samþykkti svo í dag að umsóknin skyldi formlega dregin til baka.

Draga ESB-um­sókn Sviss til baka

Utanríkisráðherra Sviss verður í framhaldi falið að tilkynna Evrópusambandinu að umsókn Sviss um aðild hafa endanlega verið dregin til baka.

Alþingi afturkalli formlega umsóknina frá 2009

Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn og alþingi fylgi nú fordæmi Sviss og afturkalli formlega og afdráttarlaust umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu frá 2009

 


Að svara fyrir Ísland

 Skrumskæling ESB sinnanna í Bretlandi á sér engin takmörk. Í nýrri grein í Economist eru Bretar varaðir við því, að þeirra biði hin hryllilegu örlög að verða eins og Íslendingar ef þeir segðu sig úr ESB:

 Economist bendir á Ísland sem víti til varnaðar fyrir þá sem vilja yfirgefa ESB

"Sérstaklega er bent á að sú staða sem Ísland er í gagnvart Evrópu sé víti til að varast".

Og heimildarmenn blaðsins eru ekki af verri endanum!: Ólafur Stephensen, Baldur Þórhallsson og Benedikt Jóhannesson sem allir eru hinir hörðustu ESB sinnar og hafa fyrir löngu fyrirgert sálu sinni fyrir inngöngu Íslands í ESB.

Eyjan greinir svo frá:

Economist bendir á Ísland sem víti til varnaðar fyrir þá sem vilja yfirgefa ESB

"Í greininni er meðal annars rætt við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Benedikt Jóhannesson stofnanda Viðreisnar".

Ég veit að Lilja Alfreðsdóttir hefur ekki haldið þessu fram svo blaðið ber upp á utanríkisráðherrann bein ósannindi. Staðreyndin er hinsvegar sú að það hefur verið okkur til láns að halda fullveldinu og sjálfstæðinu og standa utan ESB. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband