Hélt að ætti að endurtaka leikinn við Englendinga

Taugatitringi ESB sinnanna á Íslandi yfir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi  ætlar seint að linna. Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar dró í efa að ætti að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um svona stórmál. 

Ýmsir sem börðu bumbur á Austurvelli og heimtuðu aukið lýðræði  drógu einnig í efa að ætti að leyfa svona vitlausri þjóð eins og breskum almenningi að kjósa um svona alvarleg mál. Vildi margir að kosið yrði um málið aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fengist. 

Albest finnst mér þó sagan af manninum sem heyrði í sömu stjórnmálaskýrendunum og völdum álitsgjöfum dag eftir dag í fjölmiðlum sem fordæmdu kosningaúrslitin í Bretalandi,- það yrði að endurtaka leikinn - og kjósa aftur.

Hann spratt upp úr stólnum - "nú eru  ESB sinnar á Íslandi að ganga of langt í vorkunnsemi sinni við Englendinga".

Ekki kæmi til greina að endurtaka fótboltaleikinn þó svo stolt ESB sinna á Englandi og á Íslandi væri stórskert.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband