ESB- sinnar á Íslandi fara á taugum

Hörðustu ESB sinnar á Íslandi fara á taugum og tala af lítisvirðingu um lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu bresku þjóðarinnar um veru sína í ESB eða ekki.

Kemur þetta úr hörðustu átt úr munni margra sem telja sig boðbera lýðræðisins og víðtækri aðkomu almennings í ákvarðanatökum um einstök mál.

Þjóðaratkvæðgreiðslan um Icesave á Íslandi var ekki vinsæl af mörgu forystufólki í stjórnmálum, atvinnulífi, stjórnendum í "kerfinu" eða svokallaðri "elítu" sem hefur sjálfskipað vit á öllu. Sami tónninn er nú hafður uppi gangvart breskum almenningi sem greiðir atkvæði samkvæmt samvisku sinni

Brexit knúið áfram af Englendingum í nostalgíukasti eftir einhvers konar Enid 

„Skotar upplifa það, og að mörgu leyti réttilega, að drifkrafturinn í útgönguhreyfingunni sé ekki bresk þjóðerniskennd sem þeir gætu mögulega sætt sig við. Þeir upplifa fremur að þetta hafi verið drifið áfram af einhverjum Englendingum í nostalgíu eftir því að fá aftur einhvers konar Enid Blyton England. Það er ekki ímynd sem að Skotar tengja við, það er ekkert pláss fyrir þá í stóra Englandi.“

Þetta segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur.

(Var kannski þjóðaratkvæðagreiðsla Skota um sjálfstæði drifin áfram af sömu nostalgíu.) Hver hefur rétt til að fella slíka sleggjudóma.

Úrslit sem sundra í allar áttir

 Egill Helgason lætur móðan mása:

"Þjóðaratkvæðagreiðslan breska fer í rauninni eins illa og hún gæti farið. David Cameron efnir til hennar vegna innanflokksátaka í Íhaldsflokknum og vegna ógnar frá sjálfstæðisflokknum UKIP. Svo þarf að efna loforðið um atkvæðagreiðsluna – og þá sundrast Bretland gjörsamlega.

David Cameron lyppast niður og fer frá völdum. Pólitísk arfleið hans er að engu orðin. Hann hefur hingað til þótt frekar farsæll – og heppinn. En atkvæðagreiðslan var hreinn afleikur, það dugði ekki þótt forsætisráðherrann að síðustu færi að reyna að sýna einhverja sannfæringu með því að berjast gegn útgöngunni úr ESB.

Talað niður til eldra fólks

"Tveir þriðjuhlutar kjósenda sem eru undir 35 ára aldri vilja vera áfram í ESB. Sextíu prósent af þeim sem eru yfir fimmtugu vilja fara út. Gamla fólkið er að ákveða framtíð unga fólksins"

Vonandi róast ESB sinnarnir hér á landi og gera sér grein fyrir að stóri Evrópski draugurinn um  Ísland í Evrópusambandinu er löngu kveðinn niður. Einungis eftir að moka yfir hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband