Sviss afturkallar umsókn sína að ESB frá 1992

Báðar deildir svissneska þingsins hafa samþykkt að afturkalla formlega umsókn sína um aðild að ESB frá 1992.

Umsókn Sviss hefur legið á ís síðan þá að Sviss hafnaði í þjóðartatkvæðagreiðslu aðild að EES.

Evrópusambandið tók Sviss  af lista um umsóknarríki en engu að síður hafði Brüsselvaldið reglulega minnt á umsóknina og tilvist hennar. Það hefur torveldað eðlilega þróun tvíhliða samskipta milli Sviss og ESB.

Neðri deild svissneska þingsins samþykkti í mars sl. að umsóknin yrði formlega afturkölluð með 126 atkvæðum gegn 46. Efri deild svissneska þinbgsins samþykkti svo í dag að umsóknin skyldi formlega dregin til baka.

Draga ESB-um­sókn Sviss til baka

Utanríkisráðherra Sviss verður í framhaldi falið að tilkynna Evrópusambandinu að umsókn Sviss um aðild hafa endanlega verið dregin til baka.

Alþingi afturkalli formlega umsóknina frá 2009

Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn og alþingi fylgi nú fordæmi Sviss og afturkalli formlega og afdráttarlaust umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu frá 2009

 


Bloggfærslur 15. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband