Að svara fyrir Ísland

 Skrumskæling ESB sinnanna í Bretlandi á sér engin takmörk. Í nýrri grein í Economist eru Bretar varaðir við því, að þeirra biði hin hryllilegu örlög að verða eins og Íslendingar ef þeir segðu sig úr ESB:

 Economist bendir á Ísland sem víti til varnaðar fyrir þá sem vilja yfirgefa ESB

"Sérstaklega er bent á að sú staða sem Ísland er í gagnvart Evrópu sé víti til að varast".

Og heimildarmenn blaðsins eru ekki af verri endanum!: Ólafur Stephensen, Baldur Þórhallsson og Benedikt Jóhannesson sem allir eru hinir hörðustu ESB sinnar og hafa fyrir löngu fyrirgert sálu sinni fyrir inngöngu Íslands í ESB.

Eyjan greinir svo frá:

Economist bendir á Ísland sem víti til varnaðar fyrir þá sem vilja yfirgefa ESB

"Í greininni er meðal annars rætt við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Benedikt Jóhannesson stofnanda Viðreisnar".

Ég veit að Lilja Alfreðsdóttir hefur ekki haldið þessu fram svo blaðið ber upp á utanríkisráðherrann bein ósannindi. Staðreyndin er hinsvegar sú að það hefur verið okkur til láns að halda fullveldinu og sjálfstæðinu og standa utan ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband